Iðnaðarmál - 01.06.1957, Page 3
r \
í\m
Forstjóraskipti við dönsku fram-
leiðnistofnunina.......... 106
Upphaf að stöðlun í byggingar-
iðnaði ................... 106
Tdknræn svipmynd, forustu-
grein .................... 107
Gunnar J. Friðriksson: Um
samkeppni í sápuiðnaði
Bandaríkjanna ............ 108
Jón Amþórsson: Iðnstefnur
samvinnumanna............. 111
Kjörbúðir á íslandi.......... 113
19 leiðir til aukinnar framleiðni
9. grein: Innanhússflutningar
og niðurskipun í verksmiðj-
um ....................... 119
Nytsamar nýjungar.......... 122
Tæknibókasafn IMSÍ — bóka-
fréttir .................. 123
Forsíðumyndina tók Gunnar Rúnar
í Egilskjöri. Ilúsmóðir hefur valið
vörumar og ekur þeim að af-
greiðsluborði við útgöngudyr, þar
sem greiðsla og innpökkun fer
fram.
Heftinu fylgir efnisyfirlit 4. árgangs.
Endurprentun háð leyfi útgefanda.
Ritstjóm:
Guðm. H. Garðarsson,
Loftur Loftsson,
Sveinn Bjömsson (ábyrgðarm.).
Útgefandi:
Iðnaðarmálastofnun íslands,
Iðnskólahúsinu,
Skólavörðutorgi, Reykjavík.
Pósthólf 160. Sími 19833—4.
Áskriftarverð kr. 100,00 árg.
PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF
V______________________________________/
Iðnaðarmal
4. ÁRG. 1957 • 6. HEFTI
TÖáUtirœn svipmynd
í þessu hefti Iðnaðarmála er sagt nokkuð frá þróun sjálfsaf-
greiðslu í smásöludreifingu, sem átt hefur sér stað hér á landi síðustu
tvö til þrjú ár. Munu nú um 30 verzlanir vera starfandi hér á landi
með þessu sniði og útlit fyrir, að fleiri fylgi í kjölfarið, enda mun
meiri hluti íslenzkra húsmæðra fagna þessari nýbreytni.
Það verður ekki um villzt, að miklar framfarir hafa átt sér stað í
verzlun og vörudreifingu íslendinga hin síðustu ár, og má segja
kaupmönnum og kaupfélögum það til lofs, að þessir aðilar hafa sýnt
ósvikinn áhuga á að kynna sér og taka upp nýjungar í starfsemi sinni,
eftir því sem aðstæður hafa leyft.
Efnahagsástand og lífskjör hverrar þjóðar endurspeglast í gæðum,
fjölbreytni og verðlagi þess varnings, sem á boðstólum er í verzlun-
um á hverjum tíma. Að sama skapi segir útlit og ásigkomulag verzl-
ananna, vöruþekking, framkoma og hæfni sölufólks að öðru leyti til
um þróunarstig atvinnulífs hlutaðeigandi þjóðar almennt.
Þegar öll kurl koma til grafar, stendur hinn almenni neytandi og
þjóðfélagsþegn frammi fyrir táknrænni svipmynd af ástandi og getu
atvinnuveganna og þjóðfélagsins í heild, þegar hann ætlar að hefja
dagleg innkaup sín. Hafi árferði verið gott, þjóðin haldið skynsam-
lega á málum sínum og einstakar atvinnustéttir ástundað árvekni og
vandvirkni, eru allar líkur til, að neytandinn snúi heim glaður í
bragði með tiltrú á land sitt og þjóð. Sé þessu öðru vísi farið, er hætt
við, að eitthvað hafi farið aflaga í þjóðarbúskapnum.
Ef til vill er sjálfsafgreiðsluþróunin táknræn fyrir almennar fram-
farir íslenzks atvinnulífs, ekki vegna þess, að þetta verzlunarform
standi hinu eldra svo miklu framar, heldur vegna þess, að á bak við
stendur hugur til að leita fram og kanna nýjar leiðir, standa ekki í
IÐNAÐARMÁL
107