Iðnaðarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 11

Iðnaðarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 11
unnar að vigta upp sekkjavöru o. þ. h. og pakka inn vörunum í smærri um- húðir, en á föstudögum og laugardög- um og mesta annatíma hvers dags .gæta þeir þess, að ætíð sé nægilega mikið af vörum í hillunum. Flýtir þetta mikið fyrir allri afgreiðslu. — Hvernig fellur ykkur að vinna •eftir kjörbúðarskipulaginu? — Vel. Það er einróma álit allra starfsmanna okkar. Vinnan er léttari og skemmtilegri. Enda þótt mikil ös sé í verzluninni, verður starfsfólkið ekki eins vart við hana, þar sem gólf- rými er betur nýtt en í gömlu verzlun- unum. Fólk er þá einnig margt að af- greiða sig sjálft, skoða og velja vör- urnar, á meðan afgreiðslufólkið veit- dr öðrum þjónustu. Vinnuskilyrði eru góð í vel innrétt- aðri kjörbúð, og á lýsingin ekki hvað sízt þátt í því. Niðurröðun vöru er skipulegri en áður tíðkaðist, og allt er þannig útbúið, að verzlunin sé sem líflegust og hafi örvandi áhrif á starfs- gleði manns og kauplöngun viðskipta- vinarins. — Þið leggið mikla áherzlu á að þjálfa og mennta starfsfólkið, eða er ekki svo, Bjarni? — Jú, það er mikil áherzla lögð á þessi tvö atriði hjá okkur, enda eru SNMVW* EUJUNCAR Gott er að geta valið sjálf. (Ljósm.: Gunnar Rúnar). Melabúð — Ágætt dæmi um, hvemig athygli er vakin á ákveðinni vörutegund. (Ljósm.: Pótur Thomsen).

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.