Iðnaðarmál - 01.06.1957, Qupperneq 17

Iðnaðarmál - 01.06.1957, Qupperneq 17
en áður var. (Sjá „Raunverulegt dæmi"). íramleiðslukostnaðinn. í brezka ritinu er ■áætlað, að meðhöndlunarkostnaður í iðn- aði nemi allt frá 15% upp í 85% af verði hinnar fullunnu vöru. Raunverulegt dæmi í verksmiðju, sem framleiddi saman- brotna bylgjupappakassa, var vinnslurásin eins og hér segir (sjá 2. mynd): Bylgju- pappaarkirnar voru fluttar í lyftu (A) frá 1. hæð upp á efri hæð hússins. Þaðan fór pappinn gegnum sex vélar ( B, C, D, E, F, H) eða vinnslustig og síðan pökkunar- deildina (J) og að endingu í geymslu fyrir útsendingu (L). (G) og (K) eru bráða- birgðageymslustöðvar fyrir pappakassana, áður en þeir eru fluttir til næstu vinnslu- stöðva. Frá því að pappinn kom í lyftuna (A) og Jiar til hinum pökkuðu, saman- brotnu pappakössum er hlaðið á bíla (M), þurfti 33 vinnslustig, en samanlögð lengd vinnslurásarinnar var 400 metrar. Sá tími, sem eingöngu fór í flutninga pappans á milli vinnslustiga, reyndist 294 mínútur, auk 5490 mínútna, sem fóru í alls konar meðhöndlun, eða samanlagt 5784 mínútur (tæpir 97 tímar), en á hinn bóginn voru aðeins 3060 mínútur (51 klst.) notaðar til að framkvæma sjálf framleiðsluverkin (productive operation). Tölur þessar eru miðaðar við vinnslu á 10 þús. kössum, en hver kassi er búinn til úr pappaörk, sem er bylgjuð báðum megin, stærð 105x135 cm. Eftir að fyrirtækið hafði látið fram- kvæma þessa rannsókn á niðurskipun og vinnusóun, endurskipulagði það vinnslu- rásina eins og sýnt er á 3. mynd. Nú er vinnslurásin mun beinni og samfelldari en áður. I staðinn fyrir lyftuna er nú komið óslitið keðjufæriband (4. mynd) með tveim pöllum (A), sem flytja pappann upp á lofthæðina. Pappastaflinn er ekki lengur settur á gólfið fyrir framan vélarnar, held- ur er hann settur á lyftupalla, sem stjómað er með fætinum, þannig að efstu arkir stafl- ans eru ávallt í þægilegri vinnuhæð. Líkum útbúnaði er einnig komið fyrir á bak við IÐNAÐARMÁL vélina. I staðinn fyrir bráðabirgðageymsl- una (G), þar sem hinir áprentuðu og sam- anbrotnu pappakassar voru látnir þoma, hefur nú verið settur þurrkklefi (G1). Nú getur efnið gengið á milli vinnslustiga, án þess að tafir verði af bið eftir efni við nokkra vél og án tafa við að koma pappan- um á milli vinnslustöðva. Einni nýrri gaffal- lyftu var bætt við og nokkrum heftivélum. 4. mynd. Keðjufæribandið, sem flytur pappaarkimar á milli hæða. (Sjá „Raunverulegt dæmi"). Arangurinn af þessum endurbótum og hinni nýju niðurskipun hefur orðið sá, að vinnslustigum hefur fækkað úr 33 niður í 17, meðhöndlunar- og flutningatími lækkað úr 5784 mín. niður í 608 mín. (rúml. 86 vinnutíma spamaður) við hverja 10 þús. kassa, tíminn, sem fer í sjálft verkið, lækk- að úr 3060 mín. niður í 2850 mín. og flutn- ingaleiðin stytzt úr 400 metrum niður í 132 metra. Einnig hafði mikill tfmi hinna sérþjálfuðu og dým starfsmanna farið í meðhöndlun, en nú geta þeir einbeitt sér að framleiðslustörfunum, en meðhöndlun Kaup fyrir flutningaverk........ — — meðhöndlunarverk o. fl. — — framleiðsluverk ......... KIÖRBÚÐIR... Framh. af 119. bls. um, eins og áður tíðkaðist. Þá verður kaupmaðurinn fyrr var við, ef vara selst ekki eða illa. vegna þess að kaup- andinn lætur hana ósnerta eða geng- ur fram hjá henni. Hverri kjörbúð er samt sem áður nauðsynlegt að hafa gott geymslu- og innpökkunarher- bergi. Þar eru geymdar sekkjavörur o. þ. h., sem þarf að skipta upp í smærri einingar og setja í sérstakar umbúðir. Er mikil vinna fólgin í þessu, og er „dauði tími“ dagsins not- aður í þessa undirbúningsvinnu. Það verður algengara, að kaupmenn noti plastpoka utan um afurðirnar, og eru þeir yfirleitt meðfærilegri en bréf- pokar, að mínu áliti. Það verður aldrei nógu rækilega á það bent, að umbúðirnar eru bezti seljandinn í kjörbúðinni, og höfum við því lagt áherzlu á að fá sem beztar umbúðir fyrir þá vöru, sem við verðum sjálf að pakka inn. Það eru svo mörg atriði í sam- bandi við rekstur kjörbúðar, sem gaman væri að ræða um, segir Sig- urður, en ég veit, að flest þessara at- riða hafa komið fram í þeim viðtöl- um, sem hér fara á undan, en ég vil aðeins fá að bæta því við, að það er skylda hvers kaupmanns að fylgjast með tímanum og veita viðskiptavini sínum sem bezta þjónustu og vörur við hinu hagstæðasta verði, sem fáan- legt er á hverjum tíma. Við viðunandi starfsskilyrði mun verzlunarstéttin rækja vel skyldur sín- ar við þjóðfélagið í framtíðinni. G. H. G. er framkvæmd af ódýrara vinnuafli, og lækkar það enn frekar vinnukostnaðinn. Kostnaðarsamanburður nýju og eldri niðurskipunar er því þannig: Fyrir breytingu Eftir breytingu 100% 36,7% 100% 9,9% 100% 81,1% 10. grein fjallar um framleiðslueftirlit og kemur í nœsta hefti. 121 I

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.