Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 5
þegar séð er, að síldveiðarnar hafa
brugðizt og þar að auki orðið verð-
fall á mjöli og lýsi á mörkuðum er-
lendis. Það hlýtur að vera okkur
kappsmál að fenginni reynslu af síld-
veiðum undanfarin ár að auka út-
flutningsverðmæti síldarinnar. í
þessu sambandi hefur verið bent á
niðursuðuiðnað, en allar aðstæður
virðast vera hagkvæmar hér fyrir
þann iðnað.
Norðmenn leggja mikið kapp á
niðursuðu sjávarafurða, enda nemur
útflutningur á niðursuðuvörum 15%
af heildarverðmæti útfluttra sjávaraf-
urða þeirra, en hjá okkur um %%•
í dönsku tímariti, sem fjallar um
iðnaðarmál, var nýlega frá því skýrt,
að 47% af útflutningi Dana, væri iðn-
varningur. Einnig var frá því skýrt í
sama tímariti, að höfuðiðngrein Dana
væri járn- og skipasmíðaiðn, sem
legði til helming af útflutningsverð-
mæti iðnvarningsins.
Eftirtektarvert er, að öflugasti iðn-
aður Dana skuli vera iðnaður, sem
vinnur mestmegnis úr innfluttu hrá-
efni.
En þetta er aðeins ein sönnun þess,
að iðnaður getur átt mikla framtíð
fyrir sér í einu landi, þótt það leggi
ekki til hráefni til hans.
Innlend bátasmíSi
Hér á landi hafa bátasmíðar verið
stundaðar frá landnámstíð, en af eðli-
legum ástæðum hafa ekki verið að-
stæður til þess að láta nokkuð að
þessari smíði kveða, fyrr en á síðustu
árum. En því miður hefur aðbúnaður
þessarar iðnar lengst af verið með
þeim hætti, að smíðin innanlands hef-
ur verið óveruleg. Má reyndar furðu-
legt þykja, að hún skuli hafa verið
nokkur. Um árabil var þannig um
hnútana búið, að bátar voru fluttir
inn tollfrj álsir, samtímis því að efni
til bátasmíða innanlands var tollað.
Afleiðingarnar urðu þær, að starf-
andi mönnum í skipasmíði og skipa-
viðgerðum stórfækkaði, svo sem sjá
má af því, að árið 1946 unnu 448
menn að skipasmíðum og skipavið-
gerðum, en árið 1951 aðeins 278.
Þessi þróun var ekki aðeins ískyggi-
leg fyrir þá sök, að verið var að
ganga af iðngrein dauðri, sem lengst
af hafði hjarað í landinu við erfiðar
aðstæður, landsmönnum til mikils
gagns, heldur hlaut hún einnig að
leiða til þess, að ekki yrði kostur
hæfra manna til þess að annast við-
gerðir og viðhald skipaflotans.
Ástæðurnar fyrir þessu eru þær, að
fyrirtæki þau, sem annast viðgerð-
irnar, þurfa að hafa nýsmíði með
höndum til þess að hafa stöðuga
vinnu allt árið. Viðgerðir og viðhald
bátaflotans er mestmegnis framkvæmt
tvö stutt tímabil á ári milli vertíða.
Þess á milli er ekki annarra kosta völ
en að loka fyrirtækjunum, sé ekki ný-
smíði fyrirliggjandi. Af eðlilegum
ástæðum hefur fáum þótt fýsilegt að
leggja fyrir sig skipasmíðanám, þeg-
ar atvinnuhorfur hafa verið jafn-
ótryggar og hér um ræðir, en hins
vegar næga og örugga atvinnu að fá
í öðrum atvinnugreinum.
Þegar hér var komið sögu, var Iðn-
aðarmálastofnun íslands falið að
framkvæma athugun á því, að hve
miklu leyti nauðsynlegt væri fyrir
innlendar skipasmíðastöðvar að hafa
nýsmíði með höndum vegna rekstrar
þeirra til viðgerða fiskiskipa.
Athugun Iðnaðarmálastofnunar-
innar birtist 1954, en þar segir m. a.
í formálsorðum: „Eins og málum er
nú háttað, er ekki ofsagt, að nær allar
hefðbundnar og eðlilegar meginregl-
ur gagnvart innlendum iðnaði séu
þverbrotnar á íslenzka tréskipaiðnað-
inum.“
Þessi ágæta skýrsla Iðnaðarmála-
stofnunarinnar varð til þess, að mesta
ranglætinu var rutt úr vegi, tollamis-
réttinu. Alþingi samþykkti að endur-
greiða aðflutningsgjöld af efni til ný-
smíða, en hins vegar hefur röng
gengisskráning valdið því, að inn-
lendu bátarnir hafa verið dýrari, þar
til á þessu ári. Með hinni nýju efna-
hagsmálalöggjöf hafa innlendu stöðv-
arnar orðið samkeppnishæfar um
verðlag, og eru því miklar líkur til
þess, að innlend skipasmíði aukist á
næstunni.
Eftir að skýrsla Iðnaðarmálastofn-
unarinnar 1954 um innlenda skipa-
smíði hafði haft þau áhrif, að tolla*
misréttinu var aflétt, hófst nokkur
skipasmíði innanlands, skipasmiðum
fjölgaði og flotinn fékk snurðulaust
nauðsynlegt viðhald. Þó hefur inn-
lend skipasmíði verið óveruleg miðað
við innflutninginn. Síðan hafa að
jafnaði verið smíðaðir innanlands ár-
lega 3—5 bátar, yfir 50 rúmlestir
brúttó, en það er langt frá því að
vera nægilegt, þegar þess er gætt, að
bátaflotinn, undir 100 rúmlestum
brúttó, er samtals nálægt 22.000 rúm-
lestir og fyrning hans er nálægt 4%
á ári. í landinu starfa nú hins vegar
um 20 skipasmíða- og viðgerðastöðv-
ar, sem flestar geta smíðað allt að 50
rúmlesta skip og sumar mun stærri.
Erfitt er að segja til um afkastagetu
þessara stöðva, en þó bendir margt til
þess, að þær ættu að geta annað eðli-
legri endurnýjun bátaflotans.
Nú er verið að hefja smíði tveggja
stálfiskibáta hér í Reykjavík, en þessi
þáttur skipasmíðanna hlýtur að eiga
mikla framtíð fyrir sér. Þau tvö stál-
skip, sem hér hafa verið smíðuð áður,
hafa fært mönnum heim sanninn um,
að járniðnaður okkar hefur á að
skipa kunnáttumönnum til þess að
inna slíka smíði af höndum og einnig
tækjum búinn til þess.
í fjárlögum þessa árs var samþykkt
heimild til handa ríkisstjórninni að
ábyrgjast allt að 10 millj. kr. lán fyrir
skipasmíðastöðvar til bátasmíða inn-
anlands, auk þess sem lögum Fisk-
veiðasjóðs var breytt á þá leið, að
sjóðstjórnin getur nú veitt skipa-
smíðastöðvum lán til byggingar nýrra
fiskiskipa innanlands.
Með þessu hefur Alþingi sýnt vilja
sinn í því að efla innlenda skipa-
smíði, og ber að fagna því.
HúsgagnaframleiSsla
í vor var haldin sýning á húsgögn-
um í Reykjavík að forgöngu Félags
húsgagnaarkitekta og í samvinnu við
meistarafélög húsgagnasmiða og húe-
gagnabólstrara.
Sýning þessi, sem er sú fyrsta sinn-
77
IÐNAÐARMÁL