Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 14
Nytsamar nýjungar
6 ÍSO i *$0
Hentugur
sekkjahleðsluútbúnaður
fyrir flutningavagna
Tvískiptur, samsettur færibandsút-
búnaður, sem nota má við marg-
breytilegar aðstæður til hleðslu.
Vélknúinn hleðsluútbúnaður, sér-
staklega gerður til aS lilaða sekkjum
beint af áfyllingarstað á burðarpalla
flutningavagnanna, er samsettur af
tvískiptu færibandi, með hæðarstill-
ingu, sem gengur fyrir vökvaþrýsti-
þjappara.
Teikningin sýnir á glöggan hátt,
hvernig hleðslustarfið fer fram. A er
„fóðurbandiS“ sem leikur á sigur-
naglaútbúnaði um C, en hinn endinn
hvílir á D, yfir upphækkuðum palli
hleðslustykkisins, sem myndar annan
hluta útbúnaðarins. Síðara færiband-
ið gengur allavega eftir pallinum, sem
hægt er að sveifla til á ýmsa vegu, og
er auðvelt að framkvæma þær hreyf-
ingar með handafli.
Höfuðkostur þessa útbúnaðar er
sá, hve auðvelt er að samræma not-
hæfni hans við hin ólíkustu efni,
ópökkuð og pökkuð, í alls konar um-
búðum og við flutningavagna af öll-
um gerðum. Með honum má ná mikl-
um hraða í hleðslu án mikillar líkams-
áreynslu, og hann veitir ágæta vörn
gegn skemmdum við meðhöndlun
sekkjavöru.
Framleiðandi er Etablissements
métallurgiques Boyer, Saint-Quentin,
Aisne, Frakklandi.
Úr „Manutenion", október 1959. E.T.D.
nr. 3657.
86
Lyftisegull
af „smóralaufsgerð"
Segultæki til að lyfta málmhlutum;
er samsett úr fjórum smærri segul-
stykkjum, sem komið er fyrir á ein-
um ramma.
Oft verða skemmdir á vörum og
efni til iðnaðar, þegar krókar eða vél-
knúnar gripklær eru notaðar til að
lyfta því. Segulstykki með stóru þver-
máli hafa verið notuð til að lyfta sí-
völum málmrenningum af hinum
margvíslegu stærðum, sem framleidd-
ar eru, en segulstykki þessi eru þung
í vöfum og óhagkvæm.
Nýtt segul-lyftitæki hefur nú verið
gert, og er það samsett af fjórum
smærri segulstykkjum, sem komið er
fyrir á einum ramma, og má stilla
tækið þannig, að segulstykkin falli
nákvæmlega innan í málmrenningana
og nái þannig hámarks-lyftikrafti.
Framleiðandi er Rapid Magnetic
Machines Ltd., Lombard Street,
Birmingham, Englandi, og hefur fyr-
irtækið látið meðfylgjandi mynd í té.
Úr „Mechanical World“, ágúst 1959. E.
T.D. nr. 3672.
Flöskur gerðar úr
plastþynnum
í Frakklandi hefur þessi plastflaska
hlotið miklar vinsældir sem óviðjafn-
anleg nýjung í umbúðatækni. Hún
hefur reynzt sérlega hagkvæm til
vörudreifingar fyrir hreinsiefnafram-
leiðandann, sem tók hana til notkun-
ar.
Aðferðin við framleiðslu flöskunn-
ar er einstæð. Fullkomlega sjálfvirk
vél, sem starfar í sjálfri verksmiðj-
unni, þar sem áfyllingin fer fram,
skilar 30 ódýrum, sambræddum flösk-
um á mínútu, og er hver þeirra gerð
úr einni plastþynnu. Efnið er 14-mil
polyvinyl chloride. Þar sem umbúðir
um hreinsiefni þurfa ekki að endast
langan tíma, vildi framleiðandinn fá
efni, sem væri óvandaðra, endingar-
minna og ódýrara en gler, eða blásið
polyethylene. Hann telur, að sparnað-
IÐNAÐARMÁL