Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 18

Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 18
draga úr fallinu og varna skemmdum. Of hörð motta kemur ekki að gagni, og of fjaðurmögnuð motta, eins og hinar gömlu hjólbarðamottur, getur valdið því, að tunnan skoppi svo mjög, að ekki sé unnt að liafa hemil á henni. Tilraunir, sem gerðar voru hjá Im- perial Chemical Industries, háru þann árangur, að fundin var upp á- kjósanleg gerð af mottu, sem ver tunnuna gegn skemmdum og hnjaski við fallið. Síðan veltur tunnan áfram á viðráðanlegan hátt, um leið og mottan Iyftir sér aftur eftir samþjöpp- unina. Mottan er gerð úr polyureth- ane frauðplasti, sem klætt er neti úr kókostrefjum. Tilraunamottan (frumgerðin) hef- ur nú verið í notkun í nokkra mánuði, og er verið að undirbúa framleiðslu til almennrar sölu. Mottur af þessari gerð verða fram- leiddar hjá Relyen Research (Well- ington), Ltd., Wellington, Somerset, Englandi. Úr „Industrial Safety“, febrúar 1960. — DSIR Technical Digest, no. 1169. Vökvaþrýstiró Þegar hert er á skrúfró á venjuleg- an hátt með skrúflykli, myndast snún- ingsálag á boltann, sem stundum get- ur krafizt allmikils líkamserfiðis af starfsmanninum. Ný vökvaþrýstiró nemur burt snún- ingsálagið og gerir fært að ná betri lokaherzlu með minni áreynslu. Fyrst er róin skrúfuð á með fingr- unurn, þar til framhlið hennar er kom- in í snertingu við yfirborð mótflatar- ins. Þessi framhlið er útbúin með þrýstihring C, sem nú er hægt að þvinga að yfirborði flatarins til að mynda þétta herzlu. Þrýstihringurinn er knúinn þétt að með vökvaþrýstingi, sem framkallað- ur er með því að skrúfa þrýstiskrúf- una A með lykli inn í þrýstivökva, sem komið er fyrir í holu inni í rónni. Verkið er þá aðeins í því fólgið að skrúfa róna fyrst með hendinni og snúa síðan þrýstiskrúfunni örfáa hringi með þar til gerðum lykli. Til- raunir hafa leitt í ljós, að lokaherzl- an verður þannig nokkrum sinnum meiri en hægt er að ná með venjuleg- um skrúflykli. Jafnauðvelt er að losa um heizluna aftur með því að losa þrýstiskrúfuna. Kostir þessarar nýju gerðar eru augljósir, þar sem mikil festing fæst, án þess að beita þurfi snúningsálagi. Framleiðandi er Euco Tools Ltd., 44 London Road, Kingston, Surrey, Englandi, og hefur fyrirtækið látið meðfylgjandi myndir í té. Úr „The Engineering", apríl 1960. — DSIR Technical Digest, no. 1179, júní 1960. Mælitæki íyrir titring Ohóflegur titringur getur stafað af galla á vél eða byggingu, og titringur getur verið fyrsta vísbending um yfir- vofandi stórskemmdir á vélum. Rafmagnsmælir, sem nemur allan titring og gefur viðvörunarmerki eða framkallar straumrof, þegar titringur hefur náð óæskilegum styrkleika, get- ur reynzt mikilvægt öryggistæki. Slík tæki eru nú fáanleg. Hreyfanleg mót- tökukefli fyrir titring, innsiglað á loft- þéttan hátt, er sett upp á hentugum stað, sem getur verið óaðgengilegur eða jafnvel hættulegur við venjulegar aðstæður. Áhrif frá tækinu berast gegnum hringrás og gefa vísbendingu á tölusett tæki um styrkleika titrings- ins. Við fyrirfram ákveðin hámarks- titring má framkalla hvers konar við- vörunarmerki, sem óskað er, eða sjálf- krafa straumrof. Framleiðandi er fyrirtækið Dawe Instruments Ltd. 99/101, Uxbridge Road, Ealing, London. Úr „Engineering“, apríl 1960. — DSIR Technical Digest no. 1180, júní 1960. 90 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.