Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 3

Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 3
'Gfiii Nytsamar nýjungar .............. 74 Ný viðhorf, forustugrein...... 75 Bragi Hannesson hdl.: Fram- tíðarhorfur .................. 76 Plastpípur til geislahitunar o.fl. 79 Plasthúðun smáhluta, þurr að- ferð..........!.............. 80 Pökkun og umbúðir................ 81 Ný sjálfvirk vél til þvottar á saltfiski.................. 84 Hljóðbylgjur til að lírna plast . 85 Nytsamar nýjungar ............ 92 Forsíðumynd: Gunnar Rúnar. Endurprentun háð leyfi útgefanda. Ritstjóm: Guðm. H. Garðarsson, Loftur Loftsson, Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.). Utgefandi: Iðnaðarmálastofnun Islands, Iðnskólahúsinu, Skólavörðutorgi, Reykjavík. Pósthólf 160. Sími 19833—4. Áskriftarverð kr. 100,00 árg. PRENTSM IÐJAN HÓLAR HT V._____________________________________y lONAOARMAL 7. ÁRG. 1960 • 5. HEFTI NÝ VIÐHORF Á hinni fyrstu ráðstefnu íslenzkra verkfræðinga, sem haldin var í septem- ber þ. á., voru gerðar nokkrar ályktanir, sem hver á sinn hátt vekja athygli á veigamiklum rannsóknarverkefnum, sem leysa þarf og nátengd eru framtíðar- þróun efnahagslegra framfara hér á landi. Þannig leggur ráðstefnan til, að hafnar séu athuganir á nýtingu vinnuafls og fjármagns í íslenzku atvinnulífi, þannig að til leiðbeiningar megi verða við rnótun fjárfestingarstefnu þjóðar- búsins. Þá telur ráðstefnan sömuleiðis nauðsynlegt, að tæknimenntun í landinu verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar, þannig að hún verði aukin og endurskipulögð í samræmi við kröfur tímans, og einnig, að látin verði fara fram nákvæm athugun á tækni- og vísindamálum þjóðarinnar með það fyrir augum að skapa heildarstefnu í þeim, þar sem lögð sé áherzla á, að auknum hluta þjóðarteknanna sé varið til tækni- og vísindaþróunar. I uppsiglingu er félagsskapur, sem mun hafa að aðahnarkmiði að stuðla að bættri stjórnun fyrirtækja og stofnana landsmanna og greiða hvers konar hagræðingarstarfsemi (rasjonaliseringu) götu. Á öðrum vettvangi er verið að vinna að því, að koma á fót skipulegri verkstjórnarfræðslu. Þá er verið að vinna að því að gera iðnnám hagnýtara en nú er. Stefnt er að því að koma á fót meistaraskóla. í athugun er, hversu korna megi fyrir skipulegri fræðslu og þjálfun ófaglærðs verkafólks. Vaknaður er til fulls áhugi á því, að taka upp ákvæðisvinnufyrirkomulag, sem byggt sé á vinnulagsathugunum. Rætt er um, að koma á fót samstarfsnefndum launþega og stjórnenda í fyrirtækjum, og svo mætti áfram telja. Bæði í ályktunum verkfræðingaráðstefnunnar og þeim margvíslegu ráð- stöfunum, sem hér hafa verið nefndar og í undirbúningi eru á vegum ýmissa aðila, kemur fram trúin á það, að með því að bæta mannlega þáttinn og skapa honum betri skilyrði til að njóta sín í atvinnulífinu sé að vænta bættra lífsskilyrða og afkomu. Hér er tvímælalaust stefna inn á rétta braut, og staðfestir það reynslu margra annarra þjóða, sem lengra eru komnar í efnahagsþróun. Einkunnar- orðin aukin þekking í þágu atvinnulíjsins mundu sóma sér vel fyrir hina fram- farasinnuðu íslenzku þjóð næsta áratuginn. 5. B. IÐNAÐARMÁL 75

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.