Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 13

Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 13
2. mynd. Fœribeltið, sem fœrir saltfiskinn undir vatnssprautu að burstum þvottavélarinnar. sig vegna hinnar lélegu endingar þeirra í samanburði við nælonburst- ana. Það er því mjög eindregið mælt með að nota eingöngu nælonbursta. Smíði nýrrar vélar af þessari gerð og uppsetning hennar, svo að hún sé tilbúin til notkunar, kostar um 3.650 dali í Nova Scotia. Er þá reiknað með alumin-gerð með stuttu færibandi, nælonburstum, ryðfríum ásum og sér- stökum rafsegulrofum fyrir hreyflana tvo, ásamt öllum leiðslum. Kostnaður við tveggja bursta vél, þar sem aðstoða þarf við þvottinn með handafli, er áætlaður 2000 dalir, og er þá reiknað með stálgerð og venjulegum burstum. Nauðsynlegt gólfrými fyrir hina nýju vél, ásamt stuttu færibandi, er rúmur metri á breidd og um 4% m á lengd. Lofthæð um 2% m. Tveggja metra viðbót við færibandið tryggir næga lengd til þess, að mestallt salt skolast af yfirborði endursaltaðs fisks, áður en burstun hefst. Auka- kostnaður vegna þessarar viðbótar er um 200 dalir. Gert er ráð fyrir, að hleðsla á færi- bandið fari fram í borðhæð eða því sem næst, en úr vélinni er fiskurinn losaður í svo mikilli hæð, að hann geti hlaðizt á sjálfvirkan hátt í hent- uga flutningavagna, ef óskað er. Yið venjulega notkun vélarinnar má gera ráð fyrir eftirgreindu starfs- liði: Einn maður flytur fiskinn að vélinni, tveir menn setja fiskinn í vél- ina (á færibandið), og tveir menn hlaða fiskinum í handvagna, um leið og hann kemur úr vélinni, og aka hon- um í geymslu, áður en hann er þurrk. aður. Afköst: Bleyttur, skolaður og burstaður fiskur: 30.000 lbs. (13.600 kg) á 8 klst. Afköst á mann pr. klst. 30.000 : 40 = 750 lbs. (340 kg). í sömu fiskþvottastöð þarf sex menn við tveggja bursta vél, þar sem aðstoða þarf við þvottinn með hand- afli, og er þá bleyting og skolun á undan þvotti ekki talin með, en við hana þarf sjöunda manninn. Afköst: 15.000 Ibs. (6.800 kg) á 8 klst. Afköst á mann pr. klst., ef bleyting er ekki talin með: 15.000 : 48 = 313 lbs. (142 kg). Ef bleytingin er tekin með, IÐNAÐARMÁL verða afköstin: 15.000 : 56 = 270 lbs. (122 kg). Afköst nýju vélarinnar eru því 2,4 til 2,7 sinnum meiri en hinnar eldri (750 : 313 = 2,4 og 750 : 270 = 2.7). Raunverulega geta afköst nýju vélarinnar orðið 48.000 lbs. (tæp 22.000 kg) á 8 klst., en að- eins fáar fiskverkunarstöðvar hafa næga þurrkunarmöguleika til að bafa undan slíkum afköstum. I einni fisk- verkunarstöð, þar sem hin nýja vél er notuð, reyndust meðalafköst á mann 915 lbs. (415 kg) á klst. (þvottur og stöflun í flutningavagna). Veigamikið atriði er það einnig, hve hin nýja vél er hakvœm jyrir litla fiskverkunarstöð, þar sem hlé verða á framleiðslunni öðru hverju, í saman- burði við venjulegar þvottaaðferðir. Einn eða tveir menn geta hœglega þvegið með vélinni slatta, sem svara nokkrum vagnhlössum. Einn maður getur sett á vélina um 4000 Ibs. (rúm 1800 kg) á klst. og meðan þvotturinn fer fram, hefur hann tíma til að að- stoða við stöflun fisksins. Athugun á afkastagetu hinnar nýju vélar umfram tveggja bursta vélina, miðað við vinnustund starfsmanns, bendir til þess, að við venjulegar að- stæður muni vélin geta borgar sjálfa sig eftir að hafa þvegið 2Yz til 3 milj. lbs. (1.1 til 1.4 milj. kg.). Ur grein eftir W. A. Mac Callum í „Pro- gress Reports of the Atlantic Coast Stat- ions“, no. 62, júlí 1955. HljóSbylgjur til aS líma plast Bandarískt fyrirtæki (Ultrasonic Industries, Inc.) hefur fullkomnað tæki, sem límir saman alls konar plast- filmur og gervivefnað með hljóð- bylgjum. Aðalkostir þessarar nýju tækni eru þeir, að engin hitun á sér stað í efn- inu, og er því engin hætta á skemmd- um á því af völdum hans. Þessi hljóð- líming er sögð mynda loftþétt sam- skeyti plasts, gervivefnaðar og ann- annarra gerviefna. Heimildarrit Product Engineering, júlí 1960. awimálal Ef þú vilt læra að þekkja gildi peninga, þá reyndu aS fá þá lánaða. — Benjamín Franklin. Sá, sem hugsar sig lengi um, tekur ekki alltaf beztu ákvörðunina. — Goethe. 85

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.