Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 11

Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 11
UNARSAL Á grundvelli þess innflutnings, sem var á nokkrum vörutegundum árin 1953—1958, hefur verið gerð lausleg áætlun um árlega meðalnotkun eftir- talinna vara og pökkunarþörf þeirra miðuð við íslenzkar markaðsaðstæð- ur: Áætlað Áætluð notkun heildarmagn pakkaðrar vöru Tegund tonn % tonn Hveiti .. 8042 25 2010 Hrísgrjón .. .. 373 75 280 Hrísmjöl .. 42 80 34 Sagógrjón .. 96 75 72 Kartöflumjöl . 373 66 246 Baunir .... .. 238 66 157 Haframjöl .. .. 1008 66 665 Samtals 3464 Af tölum þessum má ráða, að um % hlutinn er pakkaður inn. Óvefengj- anlegt er, eins og eftirfarandi dæmi um pökkun á hveiti sannar, að við pökkun hér á landi á sér stað mikil verðmætisaukning og gjaldeyris- sparnaður. Sem dæmi um gjaldeyrissparnað, er innlend matvörupökkun getur haft í för með sér, og þá um leið samsvar- andi verðmætasköpun, sýnum við hér kostnað við pökkun á 2010 tonnum af hveiti, eins og nú mun vera greitt fyr- ir hann erlendis: Pakkað hveiti erlendis kostar fob. $141.50 pr. tonn. Ópakkað hveiti kost- ar fob. $104.50 pr. tonn. Heildarinn- flutningur pakkaðs hveitis er áætlaður 2010 tonn eða fyrir samtals (gengi dollarans 38.10 ísl. kr.): a. Allt pakkað erlendis: $284.415.00 ísl. kr. 10.836.211,50 b. Allt pakkað á íslandi: $211.050.00 ísl. kr. 8.041.005,00 Til að finna raunverulegan gjald- eyrissparnað þarf að draga frá mis- muninum ísl. kr. 356.101,65, sem er erlendur pappírspokakostnaður. Heildargjaldeyrissparnaður við pökk- un hveitisins hér, verður þá ísl. kr. 2.439.104,85. Verðhækkun vegna pökkunar vöru erlendis mun almennt vera 30—50% og um og yfir 100% á ýmsum smá- vörum. Fyrir nokkrum árum munu fáir hafa trúað því, að innlend pökkunar- framleiðsla ætti framtíð fyrir sér. Þróunin í verzluninni hefur sannað hið gagnstæða, og orkað það ekki tví- mælis, að framleiðsla þessi mun verða til vaxandi hagsbóta fyrir þjóðar- G.H.G. 83

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.