Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 12
Ný sjálfvírk vél tíl þvottar á saltfískí
Frá kanadiskri tilraunastöð fyrir fiskveiðar i Atlantshafi
Fyrir nokkrum árum var í þessari
stöð unnið að því að finna upp og
fullsmíða vél, er sérstaklega hentar
við þvott á saltfiski. Vélin beitir nýrri
aðferð við burstun. Sótt var um
einkaleyfi á þessari vél. Nú hefur ver-
ið veitt leyfi til að gefa um hana al-
mennar upplýsingar, og smíði slíkra
véla er leyfð gegn gjaldi til einka-
leyfishafa, þ. e. Canadian Patents and
Development Limited, National Re-
search Building, Sussex Drive, Ott-
awa, Canada. Fyrirspurnum, er varða
gerð og notkun vélarinnar, mun verða
svarað um hæl, og skal senda þær til
forstöðumanns tilraunastöðvarinnar
í Halifax (The Director, Atlantic
Fisheries Experimental Station, Hali-
fax).
Ibúar Nova Scotia hafa þegar
nokkur kynni af fiskþvottavél, sem
notar tvo bursta, er snúast hvor gegn
öðrum, en á milli þeirra er fiskurinn
dreginn með handafli fram og aftur
undir vatnsbunu, þar til hann er
hreinn. í hinni nýju þvottavél eru
burstar, sem bursta fiskinn, jafnframt
því sem aðrir burstar veita mótstöðu
og bursta hinum megin frá, og má því
segja, að afköstin miðuð við hand-
þvottinn tvöfaldist. Þar sem þvotta-
vélin er sjálfvirk, verður hraði henn-
ar miklu meiri en þeirrar vélar, sem
handafl er notað við. Jafnframt er hin
nýja vél útbúin með færibandi til að
bleyta í fiskinum, áður en þvottur
hefst, og eftir þessu belti leggur fisk-
urinn leið sína til burstanna. Á þenn-
an hátt er enn dregið úr þeim þvotta-
kostnaði, sem bleyting og skolun hef-
ur í för með sér.
í hinni nýju vél er fiskurinn burst-
aður rækilega á báðum hliðum undir
vatnsbunu og er sveigður til, svo að
óhreinindin losni vel af yfirborðinu.
Jafnframt eru óhreinindin fjarlægð.
Notaðir eru burstar, sem snúast hvor
gegn öðrum, og um leið og þeir
hreinsa burt óhreinindin, sjá þeir fyr-
ir sjálfvirkri hreyfingu fisksins um
bogmyndaða leið gegnum vélina.
Fiskurinn er látinn ofan á færi-
bandið hjá A (sjá 1. mynd). Einn,
tveir eða þrír menn geta starfað að
því að láta fiskinn á bandið, frá báð-
um hliðum og aftan frá. Á bleyti- og
skolunarstiginu, meðan færibandið
flytur fiskinn áleiðis, mýkj ast óhrein-
indin undir þéttum vatnsbununum
(sjá 2. mynd). Saltið af endursöltuð-
um fiski skolast einnig rækilega burt
á þessu stigi. Fiskurinn berst af færi-
bandinu inn á milli burstanna 1 og 2,
1 og 3 og 1 og 4, rennur síðan á ann-
að færiband hjá B og er fluttur að
annarri burstasamstæðu, sem endur-
tekur burstunina. Fiskurinn kemur út
á milli burstanna 5 og 8 og fellur nið-
ur eftir rennu, niður í vagn, ílát eða
á færiband.
Vélbúnaðurinn er einfaldur, og
hinir ýmsu hlutar hans, svo sem
hreyflar, tannhjól, keðjur, gírhjól og
legur, koma frá mörgum vélafram-
leiðendum. Gírskiptihreyflarnir hafa
hver um sig þriggja og eins ha. orku.
Vatnsþörfin fyrir þvott og bleytingu
á færibandi er milli 100—150 lítrar
á mínútu við þrýsting um % kg/cm2.
Á stöðum, þar sem vatn er af skom-
um skammti, má taka vatnið, sem not-
að er til bleytingar og skolunar á
færibandinu, og leiða það til baka,
sía það og nota aftur.
Á nælonhárunum, sem notuð eru í
burstana, kemur fram nokkurt slit eft-
ir árið og í meðalstórri fiskþvottastöð
má gera ráð fyrir, að burstarnir end-
ist minnst tvö ár. Burstar með venju-
legum burstahárum slitnuðu upp á
nokkrum mánuðum, og þótt hægt
væri að fá slíka bursta fyrir lítið sem
ekkert verð, myndi það ekki borga'
1. mynd. Hli&arþverskurðarteikning af hinni nýju saltjiskþvottavél.
84
IÐNAÐARMÁL