Iðnaðarmál - 01.05.1960, Blaðsíða 19
Þenslustykki á plastpípur
Þegar plastpípulagnir eru á þeim
stöðum, þar sem þær verða fyrir mikl-
um hitabreytingum, getur þenslan í
pípunum stundum valdið erfiðleik-
um. Til að ráða bót á þessu hefur nú
verið gert sérstakt þenslustykki, sem
leyfir 2—12 þuml. þensluhreyfingar,
eftir stærð þenslustykkisins.
Eins og myndin sýnir, gengur endi
stykkisins gegnum O-myndaðan
hring, sem myndar höfuðsamskeytin
og leyfir „teleskópískar“ hreyfingar á
þeim hluta, sem sívalningurinn um-
lykur. Endar sívalningsins eru út-
búnir með hjálparþéttingu, sem gerir
fært að endurnýja þéttinguna og
lengja þannig endingartíma útbúnað-
arins. Ekki þarf að taka pípuna úr
sambandi, meðan þéttingar eru end-
urnýjaðar. Utbúnaðinn má nota á
pípustærðir frá % til 6 þuml. í þver-
mál, og hægt er að smíða einstök
stykki fyrir aðrar stærðir, ef óskað
er.
Þenslustykkið er smíðað úr PVC-
pípuefni, sem framleitt er hjá Dura-
pipe & Fittings, Ltd. fúr Geon RA
170 High Impact PVC frá British
Geon. Ltd.). Framleiðandi er Barflo
Ltd., 56 Cavendish Place, Eastbourne,
Sussex, Englandi, og er meðfylgjandi
mynd frá því fyrirtæki.
Ur „Rubber Journal & International
Plastics“, janúar 1960. DSIR Tehnical Dig-
est no. 1186, júlí 1960.
Nýjungar í síldveiðum
I Bandaríkjunum er nú verið að
reyna algjörlega nýja aðferð við síld-
veiðar. Eru engin net eða nætur not-
aðar við þessar veiðar, heldur raf-
rnagn og loft.
Fyrir skömmu komust menn að
raun um, að unnt var að búa til í-
myndaðan vegg úr loftbólum, sem
síldartorfur synda ekki í gegnum.
Var þetta t. d. reynt við vesturströnd
Bandaríkjanna með því að leggja
langa plastpípu út frá firði, sem síld
var vön að ganga fram hjá. Pípan var
alsett smágötum með 2—3 feta milli-
bili og að sjálfsögðu sökkt á hafs-
botninn. Samanþjöppuðu lofti var
dælt í slönguna (frá landi), svo að
veggur af loftbólum myndaðist. Þeg-
ar síldartorfur komu að þessum loft-
vegg, syntu þær ekki í gegnum hann,
heldur meðfram og inn i fjörðinn, þar
sem beðið var eftir henni.
Nú er verið að reyna þessa aðferð
við austurströnd Bandaríkjanna (við
strendur Maine-fylkis), en í breyttri
mynd. í staðinn fyrir að leggja plast-
slönguna út frá landi er henni kastað
í kringum síldartorfuna eins og hring-
nót á hafi úti frá síldveiðiskipi
(Rappahannock, 139 feta bátur) og
samþjöppuðu lofti úr loftpressu (52
hestafla loftþjappa, sem framleiðir
5)4 teningsmetra/mín af 5)4 kg/cm2
lofti) er dælt í slönguna. Er síldin
þannig umkringd af ímynduðum loft-
vegg á allar hliðar nema þeirri, sem
að skipinu snýr, og er ætlazt til, að
hún syndi þangað. Um leið og hún
nálgast skipið, lendir hún inn í raf-
magnssvæði, sem lamar hana og fær
hana til að synda að stórri slöngu,
sem dælir henni viðstöðulaust um
borð í skipið.
Takist þessi tilraun vel, má búast
við gerbyltingu á sviði síldveiða. Þess
má geta, að þessi tilraun er gerð á
vegum bandariska fiskimálaráðuneyt-
isins (Bureau of Commercial Fisher-
ies).
L. L.
Fjáríesting
í bandarískum iðnaði
í bókinni The Economic Almanac,
sem út er gefin af National Industrial
Conferance Board, New York, 1958,
er að finna eftirfarandi töflu um með-
alfjárfestingu í bandarískum iðn-
greinum. Þess má geta, að vélvæðing
og fjárfesting er yfirleitt meiri í band-
arískum iðnfyrirtækjum en í öðrum
löndum, og myndu því eftirfarandi
tölur líklega að jafnaði vera of háar
fyrir samsvarandi iðngreinar í V.-
Evrópu. Taflan er fyrir árið 1954 og
sýnir fjárfestingu í húsnæði, vélum
og tækjum, og eins rekstrarfé miðað
við framleiðslustarfsmann (produc-
tion worker):
Fjárfesting pr.
framleiðslustarfsmann
Iðngrein Dollarar (1954)
Matvæli og drykkir . 14,992
Fataefni (textile) . . 8.009
Föt og klæði 3.523
Leðurvörur 4.106
Gúmvörur 13.579
Timburvörur 6.346
Húsgögn 6.057
Prentun og útgáfustarfsemi 10.194
Málmhlutir 8.387
Rafmagnsvélar 9.779
Aðrar vélar 12.685
Flutningatæki 8.673
Mælitæki 10.639
Olía 90.921
Kemisk efni 25.479
Vörur úr leir, steini eða gleri 10.915 L.L.
IÐNAÐARMÁL
91