Iðnaðarmál - 01.04.1961, Blaðsíða 24
Líiflittnmgsskóli JKoregs tekur til starfa
Útflutningsskóli Noregs er stofnun,
sem sett var á laggirnar í október
1960 að frumkvæði Norges Industri-
forbund í samvinnu við Norges Ex-
portrád og Norges Handelsstands
Forbund.
Markmið útflutningsskólans er að
auka þekkingu á hagnýtum útflutn-
ingsmálefnum með skipulagsbund-
inni fræðslustarfsemi. Stofnun skól-
ans var einnig til komin vegna þess,
að í landinu var enginn skóli eða
stofnun, hvorki opinber né í einka-
eign, er veitti skipulagsbundna
fræðslu í útflutningsmálum.
Útflutningsskóli Noregs er nú kom-
inn það langt áleiðis, að fyrsta nám-
skeiðið var haldið 30. apríl til 10.
maí á Havna-hótelinu í Tjöme. Nám-
skeiðið var ætlað þátttakendum, er
hafa nokkra þekkingu á útflutnings-
störfum eða alllanga starfsreynslu í
verzlun eða iðnaði, að því er tímarit-
ið „Norges Industri11 hefur skýrt frá.
Til þess að hver einstaklingur á
námskeiðinu hefði sem mest gagn af
fræðslunni, var fjöldi þátttakenda tak-
markaður við 45. Auk sameiginlegra
fyrirlestra var einnig starfað í smá-
hópum, og á kvöldin fóru fram ó-
formlegar umræður og tekin til með-
ferðar sérstök mál.
Á námskeiðinu var m. a. fjallað um
eftirfarandi efni: útflutning Noregs
og útflutningsmarkaði, stofnanir í
þjónustu utanríkisverzlunarinnar, á-
kvæði, sem takmarka eða hindra út-
flutning, skilyrði fyrir útflutningi.
markaðsrannsóknir, sölukostnaðar-
áætlanir, útflutningssölustarfsemi,
sölusálfræði, fléttuviðskipti (kom-
binationsforretninger), útflutnings-
tækni, siglingamál, vöruflutninga og
skipamiðlun, tryggingar, útflutnings-
skjöl, endurheimtur, útreikninga á út-
flutningsverði, vörusýningar, útflutn-
ingsauglýsingar, alþjóðlega efnahags-
samvinnu, alþjóðleg greiðsluvanda-
mál og viðskiptin við löndin í Austur-
Evrópu.
Fjölmargir forustumenn frá sam-
tökum, kennslustofnunum, stjórn-
sýsluembættum og fyrirtækjum leggja
skólanum lið með fyrirlestrum, þátt-
töku í umræðum, stjórn námskeiða
og útvegun raunhæfra verkefna.
S. B.
þarf aðeins léttan þrýsting til að losa
um fjaðraútbúnað, og á sama andar-
taki er gegnþrengistigið skráð á mæli-
skífuna.
Þrjár gerðir eru fáanlegar og eru
þær, hver um sig, 1) fyrir mjúka
málma (alúm, kopar, messing) og
harðari plastefni — 2) fyrir mýkri
plastefni og málma, og svo 3) fyrir
mjög mjúk efni eins og blý, leður og
línóleum.
Mælitæki sem þetta er að sjálf-
sögðu ekki ætlað fyrir hárnákvæmar
mælingar samkvæmt viðteknum-
hörkumælikvörðum. Samt sem áður
fylgir töflukort, sem hægt er að nota
til að heimfæra aflestrartölur tækis-
ins við slika mælikvarða.
Tækið var fundið upp í Bandarikj-
unum og er fáanlegt hjá Industrial
Instrument Services Co., Elkington
Street, Aston, Birmingham 6, Eng-
landi.
Ur „Instrument Review", des. 1960. —
DSIR Technical Digest no. 1306.
Slípivísir
Framleitt hefur verið rafeindatæki
til að ákvarða nákvæmlega augnablik
snertingar milli slípihjóls og verkefn-
is. Rafeinda-leiðslubúnaður nemur
titringinn, sem snertingin veldur, og
birtast áhrifin í rafeindapípunni.
Tæki þetta ætti að vera til margra
hluta nytsamlegt, svo sem:
1. Til að gefa vísbendingu úr fjar-
lægð, þegar starfsmaðurinn getur
ekki greint óskýran vinnsluflöt og
verður að treysta heyrn sinni.
2. í tilfellum, þar sem enginn neisti
myndast við snertingu (eins og þegar
allmikill kælivökvi er notaður og
einnig við ákveðna málma við venju-
legar aðstæður).
3. Þar sem mjög mikillar ná-
kvæmni er þörf við að gefa til kynna
bvrjun slípunar eða endi.
4. Sem vísbending um frávik í
verkefninu, og er þá mælitáknunum
komið þannig fyrir, að þau sýni ó-
samsvörun.
Útbúnaðurinn er samsettur af litlu,
handhægu tæki, sem tengt er á hent-
ugum stað við slípivélina, og sjón-
tæki, sem er haganlega fyrir komið
fyrir starfsmanninn.
Framleiðandi er B. O. Morris Ltd.,
Morrisflex Works, Briton Road, Co-
ventry, Englandi.
Úr „Product Finishing“, jan. 1960. —
DSIR Technical Digest no. 1313.
Framh. á baksíSu.
78
IÐNAÐARMAL