Iðnaðarmál - 01.04.1961, Blaðsíða 22

Iðnaðarmál - 01.04.1961, Blaðsíða 22
inu. Þær hafa þegar verið notaðar með góðum árangri á alls konar heim- ilistæki (ytra byrði þvottavéla, vatns- hitara, borðtoppa, bakka, útvarps- skápa o. s. frv.), á bílahluti (yfir- byggingar, mæliborð, klæðning að innan o. s. frv.), í verksmiðjur (borð- toppa, tæki og húsgögn í kaffistofur, þvottatæki, stáltunnur, tæki í tilrauna- stofur, loftleiðslur o. s. frv.), og í byggingar, innan eða utan (í lyftur, vegg- og þilklæðning, utanhússklæðn- ing í hljóðeinangrandi loft o. s. frv.). Samkvæmt upplýsingum frá brezk- um stálframleiðanda (John Summers and Sons Ltd., Shotton, Chester, Eng- landi), sem jafnframt framleiðir slík- ar plast-stálþynnur (kallaðar Stelve- tite), eru þessar plötur fáanlegar í 10 þykktum frá V2 mm (26 B. G.) upp í 1 Vo mm (16 B. G.) með ca. 0,35 mm vinyl-húð (öðrum megin). Verksmiðjuverð á þessum plötum er um kr. 120/m2 (ca. 30 kr/kg) fyr- ir þynnri (Y2 mm) plöturnar en um 200 kr/m2 (ca. 18 kr/kg) fyrir þær þykkari (lþi mm stál) miðað við stórar pantanir (5000 ferfet) en um 30 kr/m2 hærri fyrir litlar pantanir (undir 1.500 ferfetum). Nánari upp- lýsingar má fá frá ofangreindum stál- framleiðanda. Sjálfvirk vél fyrir brotthreinsun fitu Franskt fyrirtæki hefur gert sjálf- virka vél, sem talið er að muni ryðja sér skjótt til rúms á sviði fituhreins- unar í iðnaði. Ætti hún að geta brúað bilið milli handhreinsunar og sam- felldra hreinsiaðferða og gert litlum og meðalstórum fyrirtækjum fært að njóta kosta sjálfvirkrar meðhöndlun- ar. Helzta einkenni í gerð vélarinnar er loftþrýstiknúinn lækkunar- og lyfti- búnaður, samstilltur við starfsemina í fituhreinsihólfinu og staðsettur utan við hreinsigufusvæðið. Sjálf hreinsi- starfsemin er fólgin í einfaldri um- ferð í gegnum upplausnargufu (per- chlorethylene). Hreinsunin fullkomn- ast á þurran hátt. Hreinsiaðgerðin fer fram sem hér segir: 1. Straumur settur á niðurdýfingar- hitarana. Perchlorethylene hita upp í suðumark (120.8° C). 2. Karfan látin síga niður. Dyrum lokað og þyrla stöðvuð. 3. Brotthreinsun fitunnar: Körf- unni er haldið í geymi, þar sem upp- lausnargufan stígur upp. Hreinsunin verður með þeim hætti, að upplausn- arþéttivökvinn flæðir um yfirborð hlutanna í körfunni. 4. Hitastillibúnaður slekkur á hit- uninni, þegar gufurnar ná fyrirfram ákveðnu hitastigi. 5. Lyfting körfunnar. 6. Dyr opnaðar. Þyrla sett í gang (til að hrekja gufuna niður og kæla hlutina). Hægt er að láta vélina starfa í sam- bandi við sjálfvirk færikerfi (t. d. færibönd á veltikeflum). Venjulegur hreinsunartími er 10 mín. fyrir 50 kg hleðslu og orkuneyzl- an aðeins 7.5 kW. Sem aðra kosti má nefna verulegan sparnað á upplausn- arefnum og bætt vinnuskilyrði við hreinsunina. Framleiðandi er La Détersion In- dustrielle, 57 bis, rue Emériau, Paris 15-e. E.T.D. no. 4223. Færanlegir kranar Séð fyrir greiðum aðgangi með því að koma hreyfibúnaðinum fyrir aft- an við höfuðsúluna. Ný gerð af krönum er nú fram- leidd, þar sem allur vélbúnaðurinn er staðsettur aftan við hina lóðréttu höf- uðsúlu. Kraninn getur því nálgazt fyr- irferðarmikla hleðslu eða ökutæki al- veg upp að súlunni, og öll undirhlið lyftiássins er frjáls. Til þess að auðvelt sé að fella kran- ann saman og flytja hann til, eftir þvi sem þörf krefur, er súlan þannig út- búin, að unnt er að losa hana frá grunnstykkinu með því að skrúfa lausa tólf bolta. Annars er kraninn sterklega samsoðinn úr „kassabitum“ (box sections). Kranarnir eru fáanlegir bæði með vökvaþrýstibúnaði og vélbúnaði. Á vökvaþrýstikrananum er þjappan aft- an við súluna. Vélkraninn er búinn sterkri vindu með „epicyclic“ gang- skiptingu og er fullkomlega sjálfstyrk- ur undir hleðslu. Framleiðandi er Mann Egerton & Co. Ltd., Cromer Road Works, Nor- wich, Englandi. Ur „Production Equipment Digest“, okt. 1960. — E.T.D. no. 4156. Raflýsandi auglýsingaspjöld Heimsþekkt fyrirtæki í Eindhoven, Hollandi, framleiðir nú lýsandi plöt- ur, samsettar af venjulegu rúðugleri, er myndar uppistöðu. Þunnri húð af tin-oxide er sprautað á, við hátt hita- stig, öðrum megin á plötuna. Þetta lag myndar leiðslubak. Lag af lýsandi efni — virku sink-sulphidedufti — er borið á leiðslubakið. Síðan er annarri húð af tin-oxide sprautað yfir hið lýs- andi lag. Þetta myndar nokkurs kon- 76 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.