Iðnaðarmál - 01.04.1961, Blaðsíða 9
N Y FRYSTITÆKN I
1. mynd: Pakkar meS heitum tilreiddum matvælum settir á vírbakka, sem fara í gegnum
köfnunarefnisúSa og sjóSandi köfnunarefnisvökva. Kœling og frysting matvælanna tekur
aSeins 5 mín. í þessu sjálfvirka tœki.
Með því að dýja matvœlum ofan í
„sjóðandi“ köfnunarejnisvökva, sem
sýður við tæplega 200°C frost, fæst
mjög snögg og mikil frysting matvœl-
anna. Þar sem köfnunarefni hefur
engin áhrif á bragð eða samsetningu
matvælanna, viðheldur þessi frystiað-
ferð mjög vel gœðum þeirra.
Aðferöin hefur lengi verið þekkt,
en ekki náð neinni útbreiðslu vegna
kostnaðar og ýmissa tæknivandamála.
En nú virðist hún vera framkvæman-
leg, því að vandamál hennar hafa ver-
ið leyst á viðunandi hátt, og horfur
eru á, að hún verði viðhöfð í stórum
stíl. Aðferðin er notuð, hvort heldur
er til þess að snöggfrysta ný eða til-
reidd matvæli eða til þess að flytja
fryst matvæli langar vegalengdir á sjó
eða landi, því að ekki þarf, ef hún er
notuð. hin dýru frystiflutningatæki,
sem nú eru almenn.
Þegar hafa nokkur stórfyrirtæki í
Bandaríkjunum tekið þessa tækni í
þjónustu sína. Upphaflega var það
skipafélag í New York. Isbrandtsen
Co., sem endurbætti þessa aðferð, svo
að því yrði kleift að flytja frosin
matvæli til fjarlægra landa, eins og
um vanalegan varning væri að ræða,
svo að ekki þyrfti að nota sérstök
frystiskip til flutningsins.
Vandamálið í þessu sambandi tókst
að leysa með því að smíða stórar alú-
mínkistur ÍS'XB'XB'), klæddar 6"
einangrun. I þessar kistur var raðað
pökkuðum matvælum, nýjum eða
frystum, þar til þær voru fullar, en
þær taka um 10 tonn. Þá var þeim lok-
að vandlega og köfnunarefnisvökva
dælt inn í þær. Um leið og vökvinn
kemst í snertingu við matvælin, sýður
hann við nær 200° C. Köfnunar-
efnið, sem gufar þannig upp, er leitt í
loftkenndu ástandi í sérstakt loft-
vökvatæki, sem kælir köfnunarefnið
og þrýstir því saman í vökva, og er
vökvanum síðan dælt jafnóðum í kist-
urnar aftur, þar til kæling matvæl-
anna er orðin -f- 100°— -j- 150°C, og
tekur þessi vökvakæling 2—3 klst.
Matvæli, sem kæld hafa verið svona
mikið í þannig einangraðri kistu, eru
mjög lengi að hitna, jafnvel þótt kist-
an standi úti í steikjandi sólarhita
dögum saman. Er sagt, að það taki
um 50 daga að hita 10 tonn af mat-
vælum í einni slíkri kistu úr -j- 100°
C niður í ■— 20° C, enda þótt kistan
standi í 40° C hita.
Fyrrnefnt skipafélag hefur notað
þessar einangruðu alúmínkistur til að
flytja vikulega fryst matvæli sem
vanalegan farm til Bermudaeyja.
Einnig hefur það flutt þannig fryst
matvæli til herstöðva á Spáni, Græn-
landi og í Þýzkalandi með góðum
árangri.
Þá hefur þetta skipafélag stofnað
systurfyrirtæki, „Liquefreeze Co.,
Inc.“, sem einbeitir sér að því að
koma þessari tækni á í samvinnu við
járnbrautarfélög og matvælafram-
leiðendur. Hefur Liquefreeze Co. lát-
ið einangra með lausum einangrunar-
plötum 20 ára gamla járnbrautar-
flutningavagna. I Kaliforníu voru
vagnarnir hlaðnir nýju grænmeti
(27.7 smáh), þeim lokað og köfnun-
arefnisvökva dælt inn í þá, þar
til kælingin er orðin um -f- 195° C.
Vagnarnir eru þá tengdir við flutn-
ingalest og dregnir til New York-borg-
ar. Ferðin tekur um 7 sólarhringa, og
er hitastig grænmetisins, komið til
New York, tæpar -f- 90° C, og er það
þá í fyrsta flokks ástandi. Ekkert eft-
irlit þarf að hafa með vögnunum á
leiðinni.
Liquefreeze Co. hefur smíðað lítil
sjálfvirk frystitæki (hafa rúml. 10 m2
gólfflöt) fyrir matvælaframleiðendur,
og geta tæki þessi fryst og kælt heit,
tilreidd matvæli úr 70—80° C hita
niður í -f- 20° C kulda á aðeins 5 mín-
útum, en með vanalegum kæli- og
frystiútbúnaði tekur þetta 2—3 klst.
Með slíkri skyndikælingu og frystingu
er tryggt, að bragð og gæði hinna til-
IÐNAÐARMÁL
63