Iðnaðarmál - 01.04.1961, Blaðsíða 19

Iðnaðarmál - 01.04.1961, Blaðsíða 19
NYTSAMAR NYIUNGAR Steinsteypu logskurSartæki Ací brjótast í gegnum þykka stein- steypuveggi getur oft verið erfitt og vandasamt verk, hvort sem um niður- rif á húsum eða breytingar er að ræða. Sérstaklega er þetta erfitt, ef gæta verður að skaða ekki aðra hluta byggingarinnar samhliða verkinu. Vinna með loftborum er seinleg og dýr, og sprengingar geta verið hættu- legar. Lausn á þessu vandamáli virðist vera fólgið í notkun á steypu-logsuðu- tæki, sem nýlega hefur verið full- komnað í Bandaríkjunum (Linde Co., Division of the USA’s Union Carbide Corp.). Steypuskurðurinn er fram- kvæmdur með því að blása járn- og alumíndufti í vanalegan súrefnis-ace- tylene logsuðuloga. Við brennslu málmduftsins hækkar hitastig logans nægilega mikið til þess að bræða steinsteypu. Járnbinding í steypunni flýtir fyrir logskurðinum, þar sem járnið brennur við skurðinn og eykur hitastig logans. Auk þess sem logskurðartækið er bæði fljótvirkt og nákvæmt og unnt að skera með því beina eða boga- myndaða skurði (eftir línum), þá fylgir enginn titringur við logskurð- inn. Tækið er tiltölulega létt, ódýrt og fyrirferðalítið. Meðfylgjandi mynd sýnir tækið í notkun, en það getur skorið í sundur allt að 45 cm þykka steinsteypu, og er skurðhraði þess 2,5 —6,0 cm á mínútu, óháður þykkt steypunnar, þar sem gas- og málm- duftsmagnið er bara aukið við þykk- ari veggi. Hver sá, sem kann að nota venjuleg logsuðutæki, á að geta meðhöndlað þetta skurðartæki. Þó þarf að gæta ýmissar varúðar við notkun þess, t. d. getur hin brædda steypa valdið íkveikju, ef ekki er að gætt, og eins myndast töluverður reykur við bruna járnsins (þó ekki eitraður), og þarf því góða loftræstingu, ef tækið er not- að í lokuðum herbergjum. Með sæmi- lega góðri aðgæzlu ætti þetta tæki að geta komið byggingariðnaðinum að góðum notum. L. L. Plast úr fiskúrgangi í Noregi (Wm. A. Mohn and Sn A/S, Bergen) er framleitt tiltölulega ódýrt og allgott plastefni úr fiskroð- um og nýlegum fiskúrgangi, sem fæst úr frystihúsum. Um 5 tonn af fiskúr- gangi þarf til að framleiða 1 tonn af plasti. A fyrsta stigi vinnslunnar eru að- eins eggjahvítuefnin brotin lítið eitt niður og síðan látin ganga í samband við formaldehyde, og myndast þá fyrrgreint fisk-plastefni. Þetta plast- efni (thermosetting) hefur töluverða tilhneigingu til að draga í sig raka, en til að draga úr þessum ókosti er blandað saman við það litlu magni af öðru plastefni (ca. 5% af þunga þess), og verður þá vatnsdrægni plastsins aðeins ca. % af vatnsdrægni kasein-plastefna, auk þess sem aðrir eiginleikar eru endurbættir, svo sem auðveldari þrýstimótun, meiri harka mótaðra plasthluta o. s. frv. Eiginleikar þessa blandaða fisk- plastefnis eru sagðir vera allgóðir samanbornir við önnur algeng plast- efni (thermosetting). Gagnsæja hluti má framleiða úr því, og ekki er held- ur þörf á fylliefnum. Þá er mjög gott að slípa hluti úr þessu plastefni. Heimildarrit: Plastics World, Jan. 1954. Hjólpartæki við hitavinnslu á hitaplastefnum (thermoplastics) Einföld áhöld og tæki fyrir smáfram- leiðslu. I litlum og meðalstórum verkstæð- um, þar sent unnið er að framleiðslu úr hitaplasti, svo sem polyethylene- pípum, plötum o. fl., er unnt að auka mjög framleiðsluhraðann, ef notuð eru tæki, er sérstaklega eru til þess gerð að hjálpa við slík störf. Auk þess mun framleiðsluvaran verða gæðameiri, ef notuð eru tæki, sem sérstaklega eru samhæfð eiginleikum og hegðun hitaplastefnisins. 1. Kragamótunaráhald Oft er dýrt að tengja plastpípur með kragatengingu. Mynd 1 sýnir kragamótunaráhald, sem er samsett af ytri hitunarhring og kragaermi. Pípan er klemmd innan í hringnum. Barmurinn er hitaður upp í vinnslu- hita (svo að hægt sé að forma efnið án þess að brjóta), og er það gert með því að dæla heitu lofti inn um grópin í hringnum. Því næst er kraginn gerð- ur með skrúfuþrýstingi. 2. Stúfsuðutœki Mynd 2 sýnir hitavinnsluborð, sem tekið getur plötur eða þiljur af 2000 mm breidd og 15 mm þykkt. Plöturn- ar eru skorðaðar í stöðu með fót- pressustöng. Rafhituð blöð, stillt með IÐNAÐARMAL 73

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.