Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 41 SIGURÐUR MÁR JÓNSSON Styrking valdsins í kringum Davíð Oddsson, og það hve létt honum veittist að stýra og stjórna, jók á þessa vissu. Með nokkrum einföldunum má segja að þetta hafi lagt grunninn að því pólitíska andvaraleysi sem ríkti gagnvart óhemjuskap markaðsmisnotkunaraflanna sem gáfu eftir­ lits stofnunum samfélagsins langt nef. En því er verið að rifja þetta upp, þegar ætlunin er að ræða stjórnunarstíl vinstristjórnarinnar og þó sérstaklega hvernig hann birtist hjá núverandi umhverfisráðherra? Jú, það er vegna þess að sama hugmyndafræðilega vissa svífur nú yfir vötn unum. Það eru bara komnir nýir leikarar á sviðið. Engum dylst að margir vinstrimenn upplifa sig sem sigurvegara sögunnar, nú þegar kapítalisminn á undir högg að sækja og markaðshagkerfið hefur gert enn eitt skammarstrikið. Þetta sést líklega best þegar Stein grímur J. Sigfússon mætir á fundi Samtaka avinnulífsns og Viðskiptaráðs og hæðir félagsmenn fyrir að vilja koma með hug myndir um rekstur ríkis ­ sjóðs. Þeir ættu nú að hafa sig hæga og nær væri að hann kæmi með tillögur um endurskipulagningu samtaka þeirra. Þennan brandara fjár­ málaráðherrans hef ég hlustað tvisvar á og honum finnst hann greinilega alltaf jafnfyndinn. Það tóku margir eftir því, þegar Svandís Svavarsdóttir kom fyrst fram á hið pólitíska sjónarsvið, hvað hún vakti mikla forvitni stjórn­ málaskýrenda og var augljóst að hún naut þar föður síns. Íslendingar eru alltaf tilbúnir að tengja saman ættfræði og stjórnmál. Þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Styrmir Gunnarsson, var fljótur að kveða upp úr með að þar færi framtíðarleiðtogi vinstrimanna, en eins og aðrir valdamiklir fjölmiðlamenn leit Styrmir svo á að hann skapaði mönnum pólitíska framtíð, nokkurs konar „kingmaker“. Þetta er líklega arfur frá því þegar það þurfti nánast að fá stimpil ritstjóra Morg un­ blaðsins þegar ný ríkisstjórn var mynduð eins og hefur mátt fræðast um í dagbókum Matthíasar. Á sínum tíma var augljóst að Þórunn Sveinbjarnardóttir ætlaði sér ekki að vera eins leiðitöm virkjanasinnum og forverar hennar í starfi umhverfisráðherra. Hennar baráttuaðferð var að tefja mál með því að nýta alla afkima skipulagsmála en umhverfisráðuneytið hefur haft stöðugt meira með þau að gera. Um leið kynnti hún allar ákvarðanir sínar með þeim orðum að náttúran ætti að njóta vafans, sem er klisja sem eftirmenn hennar hafa fullkomnað, en um stutta ráðherratíð Kol brúnar Halldórsdóttur verður ekki rætt hér. Augljóst var að það var óþægilegt fyrir vinstrimanneskjuna Þórunni að halda utan um umhverfismálin með Vinstri­græna dansandi utan á ráðuneytinu. Hvað sem hún gerði, þá virkaði hún alltaf lin miðað við herskáa VG­liða sem biðu eftir því að umhverfisráðuneytið félli í þeirra hendur og fullkomnaði þannig tilverugrunn þeirra. Segja má að REI­málið hafi verið fyrsti alvöru orrustuvöllur Svandísar og sýndi hana sem harðskeytta pólitíska baráttukonu. Hún vílaði ekki fyrir sér að stefna Orkuveitu Reykjavíkur og sótti málið af hörku. Reyndar kostuðu málaferlin OR nokkra fjármuni en það hefur líklega talist eðlilegur fórnarkostnaður. Eftir að Svandís settist í stól um hverfisráðherra hefur umsátursstemningin aukist. Nú eru öll mál tafin, frestir notaðir til hins ýtrasta og málaferlum beitt þegar allt um þrýtur. Þannig hefur smám saman orðið til ný stjórnsýsla sem í stuttu máli snýst um það að ráðherrann er í baráttu við hin myrku öfl virkjanasinna í þjóðfélaginu og því eru öll meðul leyfileg. (Lesendur verða ekki þreyttir með upptalningu á sérkennilegum stjórnsýsluathöfnum Svandísar heldur bent á nýlega grein Róberts Trausta Árnasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, á vefnum Pressunni; http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Robert_Trausta/svandis­ svavarsdottir.) Með þessu hefur ráðherra smám saman tekið sér meira og meira vald þó að afskipti umhverfisráðherra af skipulagsmálum eigi fyrst og fremst að snúast um að vakta formhlið mála. Það sést til dæmis vel í þeim kærum sem Landvernd hefur sent frá sér í gegnum tíðina, en þar hefur verið tekist á um formhliðina sem ætti ekki að hafa með afgreiðslutíma þeirra að gera. Skipulagsvaldið er ótvírætt hjá sveitarstjórnunum og var ekki furða að lögmaður Flóa­ hrepps skyldi vísa í stjórnarskrána í málaferlum ráðherrans vegna aðalskipulags Flóahrepps því svo virðist sem ráðherra skorti oft vald­ heimildir. Þess vegna eru mál tafin og rekin fyrir dómstólum. Það er hin nýja stjórnsýsla sem rekin er í umhverfisráðuneytinu. Þegar horft er aftur til áranna eftir 1990 var augljóst að mikil sigurvissa ríkti meðal hægrimanna. Berlínarmúrinn fallinn, Sovétríkin höfðu liðast í sundur og sameignarsinnar að gefa eftir í flestum löndum. Bæði hér og erlendis var grein ilegt að hægrimenn upplifðu sig sem hugmyndafræðilega sigurvegara sögunnar. HINN HUGMYNDAFRÆÐILEGI SIGURVEGARI Með þessu hefur ráðherra smám saman tekið sér meira og meira vald þó að afskipti um hverfis ráðherra af skipulagsmálum eigi fyrst og fremst að snúast um að vakta formhlið mála. Sigurður Már Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.