Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 133

Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 133
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 133 Það er spurt hvort botninum sé náð og fjármálaráðherra hefur skrifað um það fjöl margar greinar – eiginlega greinaflokk – í Fréttablaðið, en hann telur að botninum sé náð og álítur það sérstakt fagnaðarefni. Ég álít mjög vafasamt að telja það fagnaðarefni að vera á botninum – vegna þess að það er ekkert sér staklega gaman að vera þar,“ sagði Benedikt Jóhannesson í upphafi erindis síns. „En við skulum kætast meðan kostur er; það er ýmislegt jákvætt sem við getum séð núna. Við vitum að verðbólga hefur farið minnkandi, hún er satt að segja engin ef við lítum á verðbólgu síðustu sex mánaða og er komin undir 3% ef við lítum til tólf mánaða verð bólgu. Krónan er heldur sterkari en um mitt ár í fyrra, hún er hins vegar ekki miklu sterkari en hún var í mars 2009.“ Benedikt benti einnig á að viðræður við Evrópu sambandið væru að hefjast og það færði okkur von um að við gætum farið inn í umhverfi sem yrði sterkara, bæði út frá efna­ hagslegum og pólitískum sjónarmiðum. Og að vextir hefðu lækkað. Þetta væri allt saman ágætt. „Spurningin er: Er landið farið að rísa? Ja, upp lifun almennings er svo sannarlega ekki sú, en við höfum við verið við botninn í tvö ár. Og satt að segja förum við ákaflega lítið upp frá honum. Menn halda að þetta hljóti að verða skárra á næstunni, en væntingar okkar um hvernig endur­ reisnin myndi verða hafa alls ekki gengið eftir.“ Benedikt sagði að margar ástæður væru fyrir vonbrigðum með endurreisnina og að vand­ fundin væri sú þjóð sem gerði meira í því að gera ástandið verra í hvert skipti sem hún hefði kost á að gera rétt eða rangt. Þjóðin hefði valið rangt núna undanfarin tvö ár. Niðurstaða hans, eftir að hafa skoðað tuttugu hagvísa með ákveðnum hætti, var sú að stöðugleikinn kæmi best út. Það væri t.d. betra að hækka laun um 1­2% en að hækka þau 10% – vegna þess að 10% launahækkun þýddi ein ungis að eitthvað væri að. Það vissu allir að kjör gætu ekki batnað um 10% í einu vetfangi. Benedikt sagði að ýmis hættumerki hefðu verið sýnileg út frá hagvísum árið 2006. Hins vegar hefði ástandið róast aftur. Hann sagði að menn hefðu velt því fyrir sér hvort við hefðum getað séð hrunið fyrir. Gátum við gert eitthvað til þess að forðast hrunið haustið 2008? „Jú, við sáum að málin höfðu þróast á verri veg á fyrri hluta árs 2008 en hagvísarnir sýndu bata merki um mitt sumarið. Þetta er alveg eins ég heyrði forsætisráðherrann fyrrverandi og „saka manninn“ núverandi Geir Haarde segja: „Þetta virtist allt vera að róast.“ Við sáum að eitthvað var að ske en þetta leit ekki svo illa út.“ „Ég fylgist með efnahagsmálum nánast stöðugt, ég skrifa um þau vikulega, ég fletti því sem aðrir skrifa og ég fullyrði að menn gátu ekki séð hrun fyrir á þessum tíma. Ég er alveg viss um það, miðað við þær upplýsingar sem við almennt höfðum. Það getur vel verið að það hafi verið menn, t.d. inni í bönkunum, sem vissu hvað hafði gerst þar og hvernig staðan var, þeir hefðu getað haft meiri upp lýsingar en almenningur. En ég hef talað við marga menn sem unnu í bönkunum og ég talaði fyrir tveimur vikum við bankamann sem sat á stjórnarfundi í einum bankanna í sept­ ember. Hann sagði að, jú, menn hefðu talað um að þetta væri svolítið snúið, en ekki hefði nokkrum manni dottið í hug að þetta yrði síðasti bankaráðsfundurinn í þessum banka. Og þetta var maður í innsta hring í september 2008.“ Benedikt greindi frá því að hann hefði flokkað hagvísa jákvætt þegar verðbólga væri lítil, eyðsla okkar hófleg, húsnæðisverð hækkaði ekki mikið, atvinnuleysi væri fremur lítið og svo framvegis. Allt til ársins 2006 var þetta flest í þokkalega góðu lagi en síðan kom tíma bil þar sem efnahagsmálin gátu farið á hvorn veginn sem var. „Þá kom hið fræga ár 2007 þegar okkur leið öllum svo vel og ekkert benti til annars en það gæti komið annað tímabil, eins og milli 2002 og 2005.“ „Hér tek ég bara sýnilega hagvísa sem eru birtir á vef Seðlabankans í hverjum mánuði. Kreppan er haustið 2008 mikil og djúp. Það er varla hægt að fara miklu neðar. Að undanförnu höfum við færst upp á við en það eru mörg óleyst mál. Við eigum eftir að leysa Icesave, kaup máttur er lítill og það er stórhættulegt þegar kaupmáttur á Íslandi er mun minni en í nágranna löndunum. Krónan er í höftum, menn óttast að ef við förum aftur í venjulegt ástand, þar sem fjár­ magn má flæða inn og út úr landinu, verði bara flóð í aðra áttina. Það er ekkert nýtt í sjónmáli. Í hvert einasta skipti sem einhver ný hugmynd kemur fram er Benedikt jóhannesson Er lífið ljúft á botninUm? Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar og framkvæmdastjóri Heims og Talnakönnunar, sagði í erindi sínu að væntingar okkar um hvernig endurreisnin yrði hefðu alls ekki gengið eftir. TexTi: Hrund Hauksdóttir Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar og framkvæmdastjóri Heims og Talnakönnunar. Er lífið á botninum hið ljúfa líf? Það getur vel verið, það er einfaldur lífsstíll og við gerum ekki neitt, við sköpum engin verðmæti heldur njótum bara lífsins og horfum á undirdjúpin sem enginn hefur séð fyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.