Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 Hvenær telur þú að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja ljúki og þau geti byrjað að fjárfesta aftur? Ef stjórnvöld eru tilbúin til samstarfs tel ég að bæði fjármálafyrirtæki og hagsmunasamtök í atvinnulífinu vilji hraða þessu ferli. Með skipulagningu og öguðum vinnubrögðum ætti því að geta verið lokið innan 12 mánaða. Finnur þú á meðal viðskiptavina þinna að þeir fái ekki nægilega fyrirgreiðslu í bönkum? Hrun fjármálakerfisins hefur valdið bæði lagalegri óvissu og forsendubresti sem speglast í efnahagsreikningi margra fyrirtækja og það er skiljanlega erfiðara fyrir fyrirtæki sem eru með óvissu í sínum efnahagsreikningi að fá fyrirgreiðslu. Finnur fyrirtæki þitt beint fyrir því að gjaldeyrishöftin trufli starfsemi þess? Nei, en vissulega óbeint. Er fyrirtæki þitt í samkeppni við fyrirtæki í eigu banka eða kröfuhafa? Fyrirtæki innan minnar samstæðu eru í harðri samkeppni við íslenska ríkið, sem beitir markvisst undirverðlagningu á auglýsingamarkaði, og svo erum við einnig að keppa við fyrirtæki sem hafa skipt um kennitölu eða fengið stórum hluta af skuldum sínum breytt í hlutafé. Hvaða áhrif hefði það á starfsemi fyrirtækis þíns ef Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu? Með aðild að EES eru innleiddar tilskipanir um sjónvarp og útvarp, aðild hefur því ekki bein áhrif á starfsumhverfið. Ein helsta ógnin við sjónvarpsrekstur á Íslandi, fyrir utan umsvif ríkisins á auglýsingamarkaði, er áhættan af óstöðugum gjaldmiðli. Þar sem okkar innkaup eru að mestu í dollurum er upptaka evru ekki trygging fyrir meiri stöðugleika. Hyggst fyrirtæki þitt bæta við sig fólki á næstunni? Nei. Ertu hlynnt því að festa vísitöluna í öllum lánasamningum og kippa þannig verðtryggingunni úr sambandi? Verðtrygging kemur til móts við fjármagnseigendur vegna viðvarandi vandamála í efnahagsmálum landsins. Fjármagnseigendur vilja ávaxta fé sitt, ef þeir geta það ekki hérlendis þá gera þeir það erlendis. Ég vil gera verðtrygginguna óþarfa með betri efnahagsstjórn. Það á að vera óviðunandi að Ísland sé annars flokks land. Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Ég myndi tryggja að hæfasta fólk landsins væri við stjórnvölinn með mér. Viðskiptalífið yrði betra ef … … stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja gætu einbeitt sér að því að skapa meiri verðmæti. Til þess þarf skýrar leikreglur, nýtt jafnvægi eftir hrunið og sátt við stjórnvöld. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins. Í harðri samkeppni við ríkið sem beitir markvisst undirverðlagningu SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR framkvæmdastjóri Skjásins Í harðri samkeppni við íslenska ríkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.