Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 148

Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 148
148 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Fólk ANNA AÐALSTEINSDÓTTIR þýðingaráðgjafi hjá Skjali þýðingastofu Nafn: Anna Aðalsteinsdóttir Fæðingarstaður: Akureyri, 11. mars 1951 Foreldrar: Aðalsteinn Hjaltason og Kristbjörg Björnsdóttir Maki: Hilmar Hansson Menntun: Næringarfræði við TAFE í Sydney ásamt sölu- og markaðsfræði við APM í Sydney Anna Aðalsteinsdóttir. „Ég á stóran og öflugan vinahóp sem ég hitti reglulega og eru gönguferðir stundaðar af kappi hér og þar á höfuðborgarsvæðinu.“ S kjal þýðingastofa, sem fagnar 10 ára afmæli á þessu ári, býður upp á alhliða þjónustu er lýtur að þýðingum, prófarkalestri og textagerð. Skjal fylgir Evrópustaðli um þýðingar og hefur innan sinna raða 10 þrautþjálfaða þýðendur í fullu starfi auk verktaka um allan heim sem fylgja sömu gæðakröfum og starfsmenn fyrirtækisins. „Markmið Skjals er að veita sambærilega og helst betri þjónustu en leiðandi þýð- ingastofur á alþjóðavísu og virðumst við vera að ná árangri hvað það varðar því að á síðustu árum hafa alþjóðleg fyrirtæki með starfsstöðvar á Íslandi verið að flytja verkefni til Skjals sem áður voru unnin af erlendum þýðingastofum. Þannig hafa þau náð fram hagræðingu og njóta betri þjónustu en áður. Auk þýðinga býður Skjal textaskrif af öllu tagi, jafnt á íslensku og ensku. Meðal ört vaxandi verkefna okkar eru veftextaskrif fyrir fyrirtæki og stofnanir.“ Anna hóf störf sem þýðingaráðgjafi hjá Skjali 22. júní 2009. „Mitt starf felst í góðum samskiptum við okkar mörgu við- skiptavini og að vera þeim til ráðgjafar um þýðingar og textagerð, að efla við skipta- tengsl og byggja upp ný. Starfið er fjölbreytt, lifandi og hvetjandi. Ég virði viðskiptavini mína mikils og ber hag þeirra fyrir brjósti, það má segja að þegar ég fæ verk frá mínum viðskiptavinum sé ég eins og unga- mamma yfir þeim þangað til verkinu er skilað. Ég tel mig vera lífsglaða manneskju að eðlisfari og reyni eftir megni að gera alla daga góða, bæði í leik og starfi. Hef mjög gaman af að lesa góðar bækur og fylgist vel með jólabókaflóðinu. Ég á stóran og öflugan vinahóp sem ég hitti reglulega og eru göngu - ferðir stundaðar af kappi hér og þar á höfuð - borgarsvæðinu. Mikill dýravinur er ég og hef átt nokkrar kisur í gegnum tíðina, á eina pattaralega 13 ára kisu í dag. Þegar ég tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni nú í sumar hljóp ég að sjálfsögðu fyrir Kattavinafélagið. Ég er alin upp í fallegasta bæ landsins, Akureyri. Eftir hefðbundið nám lá leið mín til Englands þar sem ég var að vinna við garðyrkjustörf sumarlangt og einnig nokkra mánuði í London þar sem ég var að pakka grænmeti í Covent Garden. Rétt eftir heimkomuna til Íslands kynntist ég manninum mínum, Hilmari Hanssyni. Hilmar var að setja upp tölvukerfi hjá SÍS á Akureyri, en þar var ég nýfarin að vinna sem skrifstofudama. Við Hilmar höfum búið erlendis til fjölda ára. Fyrst í Kaupmannahöfn og síðan lágu leiðir alla leið til Sydney í Ástralíu. Í Kaupmannahöfn og Sydney vann ég hjá Computer Associates Int. í markaðsdeild við að sjá um ráðstefnur, stórar sem smáar. Starfið var mjög fjölbreytt og hafði ég tækifæri til að ferðast töluvert. Það hefur verið stórkostleg upplifun að eiga þessi ár erlendis og höfum við ferðast mikið um allan heim. Heim til Íslands fluttum við eftir 13 ára búsetu erlendis í maí 1997. Frá því að við komum heim höfum við eytt sumarfríum talsvert hér heima og ferðast um landið. Við fórum í fyrsta sinn í heimsókn á Vestfirðina fyrir nokkrum árum og varð ég algjörlega heilluð af stórbrotinni nát túrunni. Leiðin hefur líka legið talsvert til útlanda og vinahópurinn hefur farið saman til Kúbu og Ítalíu. Ítalía heillaði mig og eftir heimkomuna dreif ég mig á ítölskunámskeið. Nú á haustdögum er saumaklúbburinn minn farinn að hittast aftur en við erum Akureyrardömur sem eru búnar að halda sambandi til fjölda ára. Hópurinn er hress og skemmtilegur og mjög hávaðasamur. Leikhúsferðir stundum við Hilmar og einnig finnst okkur verul ega gaman að halda matarboð fyrir fjölskyldu og vini öðru hvoru. Ég tel það vera mjög mikilvægt að rækta fjölskyldu- og vinasamböndin. Ég er mikil félagsvera og hef virkilega gaman af því að vera til og vil lifa lífinu lifandi. Við þurfum að fara út á hverjum degi því kraftaverk bíða alls staðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.