Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 63
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 63 Hvenær telur þú að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja ljúki og þau geti byrjað að fjárfesta aftur? Við búum við offjárfestingu á flestum sviðum atvinnulífsins og ljóst að fjárhagsleg endurskipulagning ein sér mun ekki stuðla að nýjum fjárfestingum við þær aðstæður. Mestu máli skiptir að skapa hér traust rekstrarumhverfi og auka tiltrú á markaði. Það mun laða að fjárfesta, erlenda sem innlenda, og skapa svigrúm til vaxtar. Finnur þú á meðal viðskiptavina þinna að þeir fái ekki nægilega fyrirgreiðslu í bönkum? Mér hefur frekar fundist sem gagnrýnin hafi beinst að seinagangi við úrlausn mála hjá föllnu bönkunum eða jafnvel að fólk fái ekki svör. Eðli máls samkvæmt eru miklar takmarkanir á fyrirgreiðslu við þessar aðstæður, fólk skilur það, en svo virðist sem miklar tafir á lúkningu mála fari helst fyrir brjóstið á viðskiptavinum. Finnur fyrirtæki þitt beint fyrir því að gjaldeyrishöftin trufli starfsemi þess? Svo sannarlega, enda tel ég að nánast allir þeir sem stunda hér viðskipti álíti þau skaðleg. Þá hefur Seðlabankinn verið afdráttarlaus varðandi afstöðuna til haftanna og boðað afléttingu þeirra eins fljótt og auðið er. Er fyrirtæki þitt í samkeppni við fyrirtæki í eigu banka eða kröfuhafa? Já. Hvaða áhrif hefði það á starfsemi fyrirtækis þíns ef Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu? Færi að einhverju leyti eftir því hvernig staðið yrði að þeirri inngöngu. Innganga hefði væntanlega minni áhrif hér en hjá flestum þeim þjóðum sem gengið hafa þar inn á síðustu árum þar sem okkar regluverk byggist á EES-samningnum. Upptaka evru hefði djúpstæðari áhrif á reksturinn. Hyggst fyrirtæki þitt bæta við sig fólki á næstunni? Við höfum verið í örri uppbyggingu á síðustu misserum og bætt við fjölda starfsmanna en ég á ekki von á að við fjölgum þeim mikið úr þessu enda byggist viðskiptamódel bankans á einföldum lausnum og lágum kostnaði. Ertu hlynntur því að festa vísitöluna í öllum lánasamningum og kippa þannig verðtryggingunni úr sambandi? Ég sé ekki í fljótu bragði hvað það kæmi til með að leysa. Vaxtakjör munu eftir sem áður taka mið af undirliggjandi verðbólgu og þessi ákvörðun myndi fyrst og fremst skaða lántakendur þegar upp er staðið. Aftur á móti mætti endurskoða vísitölugrunninn og formið. Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Draga úr skattlagningu fyrirtækja, afnema gjaldeyrishöft sem vissulega myndi valda tímabundnum skelli og opna hagkerfið fyrir erlendri fjárfestingu. Því miður er niðurskurður óhjákvæmilegur á öllum sviðum efnahagslífsins og skattar einstaklinga verða að vera tímabundið háir, sérstaklega hjá þeim tekju- og efnameiri. Við því er ekkert að gera við þessar aðstæður, en því fastar sem við tökum á málum, því fyrr losnum við út úr þessum þrengingum og getum farið að létta byrðarnar. Viðskiptalífið yrði betra ef … … við horfðumst í augu við stöðuna sem við erum í. Tækjum ákvarðanir og hvikuðum hvergi frá þeim. Hættum að kaupa okkur frest. Við ráðum auðveldlega við verkefnið ef við tökum á því. Það er bjart framundan sagði Alli ríki jafnan þegar myrkrið grúfði yfir rekstrinum – það er mikið til í því. Eðli máls samkvæmt eru miklar takmarkanir á fyrirgreiðslu banka við þessar aðstæður Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka. GUNNAR KARL GUÐMUNDSSON forstjóri MP banka Gjaldeyris höftin skaðleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.