Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 142

Frjáls verslun - 01.08.2010, Blaðsíða 142
142 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, ræddi um það hvernig hrunið hefði leikið 300 stærstu fyrirtækin og hvað væri framundan. Hann sagði að í stuttu máli væri það þannig að skuldahlið margra fyrirtækja væri ónýt. Mörg væru í eigu banka og kröfuhafa. Helstu viðskiptablokkirnar hefðu farið á höfuðið og fyrirtæki þeirra lent í krumlu banka og kröfuhafa. Mikil reiði væri yfir ójafnri samkeppnisstöðu þegar bankar og kröfuhafar eignuðust fyrirtæki og rækju þau áfram í samkeppni við önnur fyrirtæki, jafnvel viðskiptavini sína. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja væri án gegnsæis og forstjórar hefðu það á tilfinningunni að sömu reglur giltu ekki um alla. Síðast en ekki síst væri tekist á um það hvernig best væri að selja fyrirtækin aftur og hverjir mættu eiga þau. Sumir hefðu nefnt þetta baráttuna um Ísland. „Bók Frjálsrar verslunar, 300 stærstu fyrirtækin, er núna í vinnslu. Þegar ég segi frá því er ég oft spurður að því hvort til séu einhver 300 stór fyrirtæki á Íslandi,“ sagði Jón. Hann sagði að núna væri tekist mest á um það innan banka og kröfuhafa hversu mikið ætti að afskrifa hjá stórskuldugum og föllnum fyrirtækjum við endurreisn þeirra. „Mín skoðun er sú að það hafi lítinn tilgang að tregðast við að afskrifa skuldir fyrirtækja svo þau komist aftur á skrið. Þessi lán eru hvort sem er töpuð. Japanir tregðuðust við í bankakreppunni í kringum 1990 og fyrir vikið urðu fyrirtækin þar aldrei fyllilega samkeppnishæf. Ekkert fyrirtæki nær sér á strik og verður samkeppnisfært ef það er alltaf að berjast við skuldaklafann.“ Jón sagði síðan frá því að listi Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins hefði verið gefinn út í bráðum fjörutíu ár. „Við Íslendingar erum yfirleitt mjög uppteknir af því hverjir eigi stærstu fyrirtækin. En komumst svo að því að einhverjir verða að eiga þau.“ Jón rakti síðan sögu helstu viðskiptablokka á Íslandi og tengsl þeirra við hrunið. Hann sagði að viðskiptaveldi Baugsfjölskyldu, bræðranna í Bakkavör og Björgólfsfeðga hefðu átt og komið við sögu í um þrjátíu af fimmtíu stærstu fyrirtækjunum á listanum – slík hefði samþjöppunin verið orðin á eignarhaldinu. „Ef við lítum yfir sögu listans þá var Sambandið langstærsta fyrirtæki landsins brugghús í Danmörku. Hún heillaðist strax af hugmyndinni og segir stundum í gríni að það hafi tekið hana þrjár mínútur að telja bónda sinn á að hætta að hugsa um sjóinn og fara að brugga gæðabjór. „Við höfðum engu að tapa, það var komið nóg af kreppu í okkar fjölskyldu. Við hjónin drifum okkur til Danmerkur til að skoða brugghúsið sem var fjallað um í fréttinni, viku eftir að ég sá hana. Við heilluðumst strax af þessari hugmynd og vorum ákveðin í að reisa glæsilega bjórverksmiðju á Árskógssandi.“ Hjónin notuðu sumarið til þess að undirbúa verkefnið, komu sér í samband við Impru á Akureyri þar sem þau fengu mjög góða leiðsögn, ómetanlega að þeirra mati, þar sem þau höfðu enga reynslu af fyrirtækjarekstri. Það var farið í mikla frumkvöðlavinnu sem var í senn skemmtileg og erfið. Það gekk ekki vel að telja stóru bankana á að lána, þeir höfðu enga trú á bruggverksmiðju og sögðu að tveir risar ættu markaðinn hér á landi, Vífilfell og Egill Skallagrímsson. Hvað þá að reisa bruggverksmiðju í einhverju krummaskuði úti á landi! Hún segir að sem betur fer hafi enn verið til sparisjóðir. Sparisjóður Norðlendinga og Tryggingamiðstöðin fóru með hjónunum í þetta verkefni. Um haustið 2005 fóru þau til Tékklands að skrifa undir tækjasamning en tækin eru öll sérsmíðuð fyrir þau þar. Við byggðum nýtt húsnæði undir verksmiðjuna, réðum til okkar færasta bruggmeistara sem völ er á, sem er frá Tékk­ landi og heitir David Masa. Hann er með níu ára bruggnám að baki og er bruggmeistari í fjórða ættlið, en þar sem við höfðum ekki kunnáttuna til að brugga bjór lögðum við allan þunga í að fá færasta meistara sem völ væri á. Við réðum til okkar gott starfsfólk sem hefur verið hjá okkur frá byrjun. Fyrsta bruggunin var sett í gang 22. ágúst 2006, fyrsta átöppunin fór fram 28. september 2006 og við ákváðum strax að brugga eingöngu gæðabjór. Kaldi er buggaður eftir tékkneskri hefð sem hefur verið notuð síðan 1842. Markmiðið var að búa til vandaðan bjór með miklu bragði. Kaldi er ógerilsneyddur og er eini bjórinn á Íslandi sem státar af því. Hann er án sykurs og það eru engin rotvarnarefni í honum. Það eina sem notað er í bjórinn eru fjórar tegundir af byggi sem þykir það besta sem völ er á, þrjár tegundir af humlum, ger og vatn. Allt þetta hráefni er sérpantað frá Tékklandi, fyrir utan að sjálfsögðu íslenska vatnið sem fæst úr lind í fjalli við utanverðan Eyjafjörð, en það er einmitt vatnið sem á svo stóran þátt í að gera bjórinn góðan. Kaldi er eingöngu settur í dökkt gler – sem er viss gæðastimpill. Í upphafi var hægt að framleiða 170 þúsund lítra á ári, en aðeins ári seinna var fyrirtækið komið upp í 300 þúsund lítra í framleiðslugetu á ári. 2008 jókst umfangið enn og núna getur verksmiðjan bruggað 450 þúsund lítra á ári. Á álagstímum hefur brugghúsið ekki undan svo eigendurnir eru farnir að hugleiða enn eina stækkunina þar sem þeir telja mörg tækifæri á markaðnum. „Í dag framleiðum við Kalda ljósan, sem er okkar vinsælasti bjór, Kalda dökkan, Kalda light og Norðurkalda, en það er öl sem er tiltölulega nýtt á markaðnum. Við bruggum þrjár tegundir af árstíðabundnum bjór sem eru Þorrakaldi, Páskakaldi og Jólakaldi. Jólakaldi hefur verið á markaði síðastliðin tvö ár og hefur verið valinn besti jólabjórinn í þessi tvö skipti. Bæði árin var hann uppseldur löngu fyrir jól. Við bruggum sem verktakar fyrir Ölgerð Reykjavíkur bæði Gullfoss og Gullfoss pilsner. Þá erum við komin með nýjan bjór sem heitir Stinningskaldi. Þar erum við í samstarfi við Saga Medica útvegar okkur hvönn úr Hrísey en hvönnin er auðvitað alveg einstaklega holl og góð, ekki síst fyrir karlmenn, þannig að Stinningskaldi er ágætis nafn!“ Agnes sagði í lokaorðum sínum að fólk mætti aldrei missa trúna þó á móti blési í kreppum og veikindum. „Við lítum björtum augum á framtíðina og bíðum eftir þeim tækifærum sem verða á leið okkar á komandi árum.“ Bjartsýni er mikilvæg Fólk fólk má aldrei missa trúna þó á móti blási í bankahruni, kreppum og veikindum. Þannig varð Kaldi til. Haustráðstefna stjórnvísi 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.