Iðnaðarmál - 01.06.1968, Side 2

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Side 2
Alþfóðlega stöðlunarstofnunin Intemational Organization for Standardization Fyrsta alþjóðlega stöðlunarstofn- unin, International Federation of the National Standardization Association (ISA), var sett á laggirnar árið 1926, af stöðlunarstofnunum 20 landa. ISA lagði grundvöllinn að alþjóðlegu samstarfi um framgang stöðlunar og vann einnig að samræmingu staðla hinna ýmsu landa. Vegna styrjaldarinnar 1939 lagð- ist starf ISA niður að verulegu leyti, og var starfseminni hætt 1942. Arið 1944 stofnuðu Bandamenn til nýrrar stöðlunarstofnunar, sem tók að nokkru við starfi ISA. Um haustið 1946 var svo enn stofnsett ný alþjóðleg stöðlunarstofnun, Inter- national Organization for Standardi- zation (ÍSO), sem starfað hefur síð- an með aðsetri i Genf. Höfuðtilgangur ISO er: a) Að vinna að samræmingu lands- staðla með útgáfu alþjóðlegra með- mæla. b) Að setja alþjóðlega staðla að fengnu samþykki meðlimalandanna. c) Að hvetja til setningar nýrra staðla, sem hafa alþjóðlegt gildi. d) Að stuðla að auknu samstarfi stöðlunarstofnana meðlimalandanna. e) Að veita tæknilega aðstoð i stöðlunarmálum. f) Að vinna með öðrum alþjóð- legum stofnunum að stöðlunarmál- um. Um 60 þjóðir eru meðlimir í ISO. I athugun er, að ísland gerist að- ili að starfi ISO og taki þannig þátt i hinu alþjóðlega samstarfi um stöðl- unarmál, en að sjálfsögðu innan skynsamlegra marka og eftir því sem aðstæður leyfa. Það er augljós kostur staðals í einu landi, ef hann er í samræmi við staðla annarra þjóða, því að einn meginiilgangur stöðlunar er aðstuðla að snurðulausum viðskiptum landa í milli. H. J. Árangursrík söluherferð Dana á sérþekkingu I 2.—3. hefti Iðnaðarmála var skýrt frá skipulögðum tilraunum Dana til þess að selja úr landi danska sérþekkingu á sviði iðnaðar í formi framleiðsluleyfa og tæknisamstarfs. Söluherferð þessi er þannig fram- kvæmd, að gerð hefur verið safn- mappa með sérprentuðum blöðum, þar sem greint er frá öllum upplýs- ingum varðandi það, sem boðið er. Þessum möppum hefur verið dreift til um 1600 aðila víðs vegar um heim. Iðnaðarmálastofnunin og Tæknibókasafnið hafa nokkur ein- tök og láta í té upplýsingar til allra er þess óska. I áðurnefndri grein í Iðnaðarmál- um er skrá yfir um 40 sérleyfisáætl- anir af 83, sem eru í þessari fyrstu safnmöppu, og eru þær flokkaðar í 8 framleiðsluflokka. Nú, einu ári eftir að þessi sölu- herferð var hafin, hefur árangur orðið það góður, að í undirbúningi er ný safnmappa, þar sem 100 dönsk fyrirtæki til viðbótar bjóða sérþekk- ingu sína og samvinnu. Iðnaðarmálastofnunin telur ástæðu til þess að vekja sérstaka athygli á þessu máli og hvetur íslenzka fram- leiðendur til þess að kynna sér þessi tilboð. Þrír íslenzkir aðilar hafa leitað upplýsinga hjá Iðnaðarmálastofnun- inni í þessu sambandi, og vitað er, að einn þeirra er þegar kominn í við- skiptasamband og samstarf við danskt fyrirtæki á starfssviði hans. Hér verða ekki frekar rakin ein- stök atriði þessa máls, heldur vísað til 2.—3. heftis, bls. 30 — Iðnaðar- mál —■ 1968, þar sem það er ítarlega Ýmsar fjárweíllngar til iðnararmála og iðnfræðslu Iðnaðarmálastofnun íslands ........................... 4.492.000 Rannsóknarstofnun iðnaðarins ......................... 5.229.000 Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.................. 5.026.000 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins ...................... 9.231.000 Iðnlánasjóður ....................................... 10.000.000 Til iðnráða.............................................. 50.0Q0 Landssamband iðnaðarmanna .............................. 600.000 Iðnþróunarráð ........................................ 1.000.000 Til aðlögunar og endurskipulagningar í iðnaði......... 1.200.000 Verkstjórnarnámskeiðin ................................. 733.000 Tækniskólinn ......................................... 7.044.000 Iðnskólinn í Reykjavík............................... 10.536.000 Iðnskólar utan Reykjavíkur ........................... 6.711.000 Iðnskólar almennt .................................... 5.845.000 Iðnfræðsluráð ........................................ 1.449.000 Til byggingar iðnskóla í Reykjavík.................... 2.840.000 Til byggingar iðnskóla á Akureyri .................... 1.100.000 Til byggingar iðnskóla í Hafnarfirði ................. 1.100.000 Til byggingar iðnskóla í Vestmannaeyjum................. 500.000 V_ 86 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.