Iðnaðarmál - 01.06.1968, Page 19

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Page 19
Hreyfan- legt mot búnaöur Stjorn- tæki Sty rkta rly ftu r fyrir bilinn Með nýrri hugmynd um samfellda byggingu úr epoxy-kvoðu hillir und- ir ævintýralega möguleika plastefna á byggingasviðinu. Þar sem aðferð þessi er nothæf við margar tegundir og stærðir bygginga, gæti þróun í þessum efnum komið sem lausn á hinni brýnu þörf fyrir ódýrt hús- næði. Einnig gæti þetta orðið fyrsta sporið inn á miklu víðtækari plast- byggingamarkað, þar sem billjónir væru í veltu. í rauninni er hér um samfellda kvoðubyggingu að ræða. Tæknin, sem notuð er, hefur þróazt sameigin- lega hjá Amicon Corp., Lexington, Mass, og Midwest Applied Science Corp., West Lafayette, Ind., og hefur verið skráð sem einkaleyfi. Gert er ráð fyrir, að hún verði notuð í sveita- og úthverfabyggingum af ýmsum stærðum, verksmiðj ubygg- ingum og vörugeymslum, útihúsum bændabýla og hernaðarbyggingum. Talið er, að byggingar af þessari gerð verði endingargóðar, mjög vel einangraðar og afar ódýrar. Aðaltækjabúnaður. Burðarásinn í þessari nýju aðferð er tækjakerfið, sem hvílir á flutninga- bíl og er stjórnað af tveimur mönn- um. Llutningabíllinn er búinn fjór- um 55 gallóna geymum, sem inni- halda byggingarefnablöndurnar: Þrír þeirra geyma efni A (35% epoxy-kvoðu og 65% talkúm eða önnur steinfylliefni í deigkenndu ástandi), og einn geymir efni B (freyði- og hörðnunarefni, eldvarn- arefni ofl.). Tækjasamstæðan er samsett af stjórnkerfi, lyftiarmi og hreyfanlegu móti á enda armsins. Mótið er gert úr tveimur stálplötum og tveimur upphleyptum plastþynnubeltum. Arm- urinn fær orku sína frá bifreiða- hreyflinum og notar rúmlega 5 hest- öfl. Vökvaknúinn stjórnbúnaður ger- ir samstæðuna auðvelda meðferðar. Kælileiðslur liggja eftir arminum að mótinu. Hvernig kerfið starfar. Efnin A og B eru leidd við 90°C hita upp eftir arminum og að blönd- unarhausi á mótinu, þar sem þeim er blandað saman í hlutföllunum 10 móti 1. Hitaleysandi breyting á sér stað, og efninu er spýtt milli málm- platnanna í mótinu, þar sem það freyðir fyrst, en þéttist síðan. Þá taka beltin við efninu og leggja það viðstöðulaust niður og mynda vegg- eða skilrúmshluta, 9—12 þuml. á hæð. Með endurteknum yfirferðum er hægt að ná þeirri hæð, sem ósk- að er. Kvoðan myndar húð, um 20 mil (0.05 cm) á þykkt (1 mil = 1/1000 úr þuml.), þegar hún þrýst- ist upp af stálplötunum, sem eru kældar. Kjarni og húð harðna á tæp- um 10 sek. eftir niðurlagningu, og „samlokurnar“ losna greiðlega frá A teikningu A er sýndur hinn hreyfanlegi tœkjabúnaffur, sem notaður er viff marg- víslegar gerðir bygginga. Teikningarnar B, C og D sýna mótun skilrúma, lofts og þaks og veggja á ódýru íbúðarhúsi. Teikn- ing E sýnir mótun hvelfingar á vöruhúsi. plastbeltinu. Upphleypta áferðin á beltinu kemur fram á húðinni. Árangurinn verður „samloka“, 3 —4 þuml. á þykkt, með þéttum innri kjarna úr fylltri kvoðu og sterkri húð. Þjöppunarstyrkur er 6700 p.s.i. og togþol 700.000 p.s.i. Skýrslur herma, að efnið sé raka- þétt og hrindi frá sér sveppagróðri. Það er „sjálfslökkvandi1 og gerir betur en að uppfylla kröfur banda- rískra staðla um brunaprófanir bygg- ingarefna. Þar sem þunginn er lítill, þarf ekki þá undirstöðu, sem venju- lega er krafizt samkvæmt reglugerð- um. Hægt er að leggja trefjamottur, áður en freyðingin hefst, og þekja á eftir með plasti eða öðrum efnum, án þess að steinsteypa þurfi að koma þar nærri. Eftir því sem sérfræðingar fram- 101 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.