Iðnaðarmál - 01.01.1956, Qupperneq 22

Iðnaðarmál - 01.01.1956, Qupperneq 22
Plasthúð til hlífðar og ryð- varnar. Að þekja hluti þunnri plasthúð, sem auðvelt er að setja á og fletta af, hefur gefið góða raun sem vörn gegn ryði og til hlífðar hlutum í geymslu og flutningi. Unnt er að þekja hluti þunnri húð plastefnis, svokallaðs „Liquid Enve- lope“, með úðun eða dýfingu, svo að húðin, sem bæði er sterk og teygjan- leg, verji þá gegn utanaðkomandi áhrifum í geymslu og flutningi. Húð þessari er auðvelt að fletta af hlutum, þegar á að nota þá, og eru þeir þá jafngóðir og fyrr. Efnið, sem notað er í þessa plast- húð, er vinyl polymers-upplausn. Er því ýmist úðað á hlutina eða þeim dýft í upplausnina, og þekur einn lítri þess 10—15 fermetra yfirborð, allt eftir því, hve þykk húðin er höfð. Hálfri klukkustundu eftir að efnið er sett á, er unnt að taka á hlutnum, en 24 klukkustundum síðar er plasthúðin algjörlega þornuð. Húð þessi er ó- Aukin framleiðni. Framh. af 17. bls. grænmeti, eru t. d. mjög líkar umbúðunum, sem hin íslenzku frystu fiskflök eru pökk- uð í (eins punds pakkar). Einnig eru hrað- frystitækin þar og hér mjög áþekk aS gerð. Það, sem gefur grein þessari sérstakt gildi, er, að í henni er einungis rætt um þá starfsemi, sem á sér stað, eftir að mat- vælunum hefur verið pakkað inn til fryst- ingar og þar til þau koma fullunnin í kæli- næm fyrir fitu, olíu, lút, sýru, salti o. fl. og þolir hita allt að 80°C. Húð þessi getur einnig varið vörur hnjaski. Hægt er að þekja flest efni plasthúð þessari, svo sem málma, gler, tré, vefnað o. fl. Plastefnið myndar yfir- leitt óslitna húð yfir hluti, en þegar um óreglulegt yfirborð er að ræða og hluti með djúpum skorum, er bezt að vefja þá bómullargrisju og úða síðan plastupplausninni yfir hana. Til eru ýmsar gerðir plasthúða, bæði gagnsærra og mattra, sem ætl- aðar eru til margvíslegra nota, allt frá umbúðum um þungavélar til pökk- unar á skrúfum og róm. Þegar hin gagnsæja húð er notuð, má sjá vöru- merki og aðrar áletranir í gegnum húðina, og er þá ekki þörf á að merkja varninginn nánar. Plasthúðin er nú notuð m. a. til innpökkunar bifreiðum, rafhreyflum, alls kyns hreinlætistækjum, svo sem baðkerum o. fl. Þegar slíkir hlutir eru plasthúð- aðir, er unnt að afgreiða þá án frek- ari umbúða og jafnvel að hlaða þeim upp til geymslu undir berum himni um óákveðinn tíma, án þess að hætta sé á, að þeir ryðgi eða skemmist á annan hátt. Þegar húðinni er að lokum flett af þeim, eru þeir eins og þeir voru í upp- hafi, og ekkert sér á málningu. Vegna teygjanleika plastefnisins liggur húð- in þétt að hlutnum, jafnvel þótt hann sé teygður eða sveigður. Anon, jan. 1955. Mynd birt meS leyfi framleiffanda, Jenson & Nic- holson Ltd., Stratford, London. — EPA Technical Digests, 1. árg., nr. 2, 1955. L. L. geymslumar. Er því nákvæmlega sama, hvort rætt er um hraðfrystingu á baunum eða fiskflökum. Einnig á þessi grein erindi til annarra iðngreina, þar sem hún lýsir þýðingu þess, sem það getur haft fyrir fyrirtækin að fylgj- ast nákvæmlega með vinnulagi og tíma. Geta slíkar athuganir oft leitt til hagnaðar hæði fyrir vinnuveitendur og starfsfólkið, og má segja, að í þessum sameiginlega hagnaði felist hinn raunvendegi árangur aukinnar framleiðni. L. L. Timburþurrkun. Framh. af 9. bls. mjög háður þykkt og tegund viðar- ins. Einnig fer hann að nokkru eftir því, hve mikið rakainnihald viðarins er í upphafi þurrkunar og hve mikið það á að vera að lokinni þurrkun. í því sambandi má geta þess, að raka- innihald viðar, sem notaður er í hús- gögn og annað innanhúss, er yfirleitt um 10—15%. Þá má og flýta fyrir þurrkun með því að hækka hitastig- ið, t. d. upp í 65—90°C, en við það eykst hættan á vindingi á viðnum. Að öðru jöfnu tekur þurrkun í þessum klefum frá nokkrum dögum upp í tvær vikur. í timburþurrkunarklefum eru oft höfð tæki, er rita niður jafnóðum hita- og rakastig loftsins í klefunum. Er það til mikils hægðarauka að geta þannig fylgzt með öllum hita- og rakastigsbreytingum, sem þar eiga sér stað. Þá eru einnig oft notuð tæki, sem stjórna bæði hita- og rakastigi loftsins í klefunum. Tæki þessi tryggja mjög góða þurrkun, þar sem alltaf má búast við einhverjum sveifl- um á hita- og rakastigi, þegar því er stjórnað af mannahöndum. Auk þess spara tæki þessi mikla fyrirhöfn og margar vinnustundir. IMSÍ hefur tekizt að afla sér nokk- urra bóka og bæklinga um þetta efni. Geymir stofnunin þær í hinu nýj'a tæknibókasafni sínu, og getur hver sá, er safnið sækir, fengið afnot af þeim ritum. Að lokum má geta þess, að hér á landi hafa nýlega verið teknir í notk- un fáeinir litlir timburþurrkunarklef- ar. Hefur IMSÍ gert teikningu að ein- um þessara klefa fyrir trésmíðaverk- stæði úti á landi. Klefinn, sem hitað- ur er með hveravatni, hefur þegar verið tekinn í notkun og gefið góða raun. ---------------------------\ Útbreiðið IÐNAÐARMÁL v___________________________y 18 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.