Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Síða 39

Frjáls verslun - 01.02.2008, Síða 39
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 39 N æ R M y N d texti: María ÓlafsdÓttir • Myndir: Geir Ólafsson Fors­tjóri Eims­kip­s­ í n­ærmyn­d: Kraftmikill með gott hjartalag Guð­mun­dur P. Davíð­s­s­on­ er fors­tjóri Eims­kip­s­ á Ís­lan­di. Han­n­ óls­t up­p­ á Seltjarn­arn­es­i og van­n­ með­ s­kóla í Ís­birn­in­um. Guð­mun­dur hefur s­tarfað­ víð­a hér á lan­di s­vo og erlen­dis­. Han­n­ er bæð­i KR­in­gur og Gróttumað­ur. Guðmundur P. Davíðsson tók við starfi forstjóra Eim­skips á Íslandi árið 2007. Áður hafði hann starfað hjá Landsbankanum og Búnaðarbankanum, þar sem hann var orðinn deildarstjóri í erlendum við­skiptum aðeins 24 ára gamall. Guðmundur hefur víð­ tæka reynslu úr skipaheiminum en hann starfaði í ríflega áratug fyrir Samskip bæði heima og erlendis. Guðmundur hefur einnig komið víða við í félagsstörfum og segist sjálfsagt vera eini maðurinn úr stjórn Gróttu sem hefur setið í stjórn KR. Sveit á sumrin og vinna í Ísbirninum Guðmundur fæddist í Reykjavík árið 1958 en fluttist fimm ára gamall út á Seltjarnarnes þar sem hann ólst upp og gekk í Mýrarhúsaskóla og síðan Valhúsaskóla, sem var þá nýbyggður. Guðmundur er elstur sex systkina en foreldar hans eru þau Davíð Kr. Guðmundsson og Lóa Guðjónsdóttir. Á Seltjarnarnesinu tók Guð­ mundur þátt í íþróttum og því lífi sem fólst í því að búa í samfélagi þar sem ríkti mikið frjálsræði. Hann segir Nesið hafa verið eins og sveit á þessum tíma með lítilli byggð og nánum tengslum við náttúruna með kríuvarpi, holti og hæðum, sjó og fjöru og fiski í trönunum. Þeir sem vildu fengu vinnu hjá Skúla í fiskinum og í Ísbirninum þar sem Guð­ mundur vann með skóla og á sumrin. Á þessum tíma þótti langt að fara austur í KR eins og sagt var en Grótta var stofnuð þegar Guð­ mundur var tíu ára og tók hann þátt í stofnun hennar. Í dag situr hann þó í stjórn KR sport en segir það ekki vera svo ýkja skrýtið þar sem að föðurfjölskylda sín sé úr Vesturbænum og hann því alinn upp við að fara á Melavöllinn frá unga aldri. Fjögur sumur var Guðmundur í sveit í Víðidal í Húnavatnssýslu og vann einnig með skóla í húsgagnaframleiðslunni Hansa sem faðir hans átti og rak. Hann komst því snemma í nálægð við viðskipti og byrjaði strax um tvítugt að vinna í víxladeild aðalbanka Búnaðarbankans í Austurstræti. Á unglingsárunum starfaði Guðmundur einnig eitt sumar í kirkjugörðum Stokkhólms og tók þátt í að hrekja Englendinga á brott í þorskastríðinu árið 1976, en þá var hann hálft ár á sjó. Ökuþór í Hollandi Guðmundur ætlaði sér að klára skóla með vinnu en segir vinnuna síðan einhvern veginn hafa gengið fyrir og þar hafi hann því ílengst. Hann lauk verslunarprófi og fór því næst í þriggja mánaða nám við bankamannaskólann sem bankarnir ráku þá. Að því loknu var hann sendur í læri í níu mánuði í allar deildir Landsbankans og fimm mánuði í Útvegsbankann, auk þess að starfa um tíma hjá Barclays bank í London. Þar með var Guðmundur útskrifaður í bankafræðum og starfaði hjá Búnaðarbankanum í tæp átta ár, þar af fimm ár í erlendum viðskiptum þar sem hann varð deildarstjóri 24 ára gamall. Í Búnaðarbankanum kom einn viðskiptavina Guðmundar að máli við hann og bauð honum vinnu. Sá hann ekki annan kost en taka henni því launin voru helmingi hærri og hann kominn með konu og börn og afborganir á húsnæði í óðaverðbólgu. Gerðist hann þá forstjóri fyrir Óla Kr. heitinn í Olís og Jóhannes í Bónus sem þá var yfir verslunarsviði Sláturfélags Suðurlands. Keyptu þeir fyrirtækið Vörumarkaðinn þar sem nú er Hagkaup úti á Nesi og það rak Guðmundur í eitt og hálft ár þar til hann fór yfir í skipabransann. Hóf hann störf hjá Sambandinu (SÍS) sem sölustjóri í skipadeild þess árið 1988 en einu og hálfu ári síðar var skipadeildinni breytt í Samskip. Þar tókst Guðmundur á við stóra keppinautinn, sem þá var Eimskipa­ félag Íslands, á árunum 1988 til 2000. Hjá Samskip var Guðmundur yfir sölu­ og markaðsmálum, en haustið 1991 var hann gerður að svæðisstjóra í Þýskalandi og fluttist þá með fjölskylduna til Hamborgar. Sem svæðisstjóri sá Guðmundur um undirverktakasamninga og þjónustu við viðskiptavini til og frá Íslandi og gegndi því starfi í tæp tvö ár, en fluttist þá til Hollands þar sem hann stofnaði skrifstofu Samskipa og sá um uppbyggingu í Rotterdam. Á sama tíma sá hann einnig um viðskipti í Þýskalandi en bjó samtals tæp sex ár ásamt fjölskyldunni í Hollandi. Guðmundur segist hafa lært að keyra mikið á þessum árum en oft keyrði hann um þúsund km á viku frá Rotterdam til að sitja fund í Hamborg. Á þessum tíma hafi verið ódýrast að keyra en ekki flogið í einkaþotum eins og nú tíðkist gjarnan. GSM­símar voru nýkomnir á markaðinn og hægt að takast á við verkefnin á leiðinni. Gerðist hann þá forstjóri fyrir Óla Kr. heitinn í Olís og Jóhannes í Bónus sem þá var yfir verslunarsviði Sláturfélags Suðurlands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.