Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.02.2008, Qupperneq 45
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 45 Árni Harðarson „Hjá Actavis meðhöndlaði ég einnig peninga annarra og maður reynir að gera slíkt af ábyrgð. Stærstu ákvarðanir eru teknar í samráði við Róbert en þetta varðar náttúrulega líka persónulega fjármuni stjórnendanna,“ segir Árni Harðarson, framkvæmdastjóri Salt Investment. Eru ekki fjölmörg kauptækifæri á markaðinum í dag? „Sjálfsagt er það svo en það er líka mikill ótti í mönnum þar sem alltaf hefur verið haldið að nú væri botninum náð og síðan opnast eitthvert hyldýpi sem enginn þorir að veðja á. Ég er þó ekki í vafa um að á næstu mánuðum muni bjóðast áhugaverð kauptækifæri en á móti kemur spurningin um hver geti fjármagnað þau og þetta fer ekki almennilega af stað fyrr en það fjármagn verður til staðar. Þetta sýnist mér vera stærsta vandamálið á markaðinum núna, þeir sem eiga fjármagn eru ekki tilbúnir að lána eða fjárfesta heldur sitja og bíða. Það er það sama uppi á teningnum hjá okkur eins og fleirum, menn eru að meta stöðuna og peningarnir eru dýrir í dag. Það þarf að bjóðast reglulega gott tækifæri til að menn láti vaða enda fylgja flestir ákveðinni stefnu varðandi arðsemi og á meðan fjármagnið er svo dýrt sem raunin er þá verða verkefnin að vera enn betri. Nú þurfa menn fyrst og fremst að hlúa að þeim fjárfestingum sem þegar eru tryggðar í stað þess að hlaupa til og kaupa allt sem er falt þó mikið sé í boði. Það verður að stíga varlega til jarðar,“ segir Árni. Hræðsluáróður hefur áhrif Árni segir menn nú vona að botninum sé náð og þeir geti á nýjan leik farið að vinna á eðlilegum hraða og forsendum. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að í mörgum tilvikum sé neikvæð umræða jafnvel orðin um of og stundum ekki nægilega ígrunduð. „Persónulega finnst mér að í ákveðnum prentmiðlum sé áhersla á neikvæðnina alveg ótrúleg. Menn mega ekki gleyma því að svartmáluð mynd og hræðsluáróður geta haft þau áhrif að aðilar sem væru annars að halda markaðinum gangandi halda líka að sér höndum og fyrir vikið verður ástandið enn verra því það þarf náttúrulega veltu til að eðlileg verðmyndun haldist. Markaðurinn leitar aldrei jafnvægis á eigin forsendum ef mennirnir sem standa að honum eru lamaðir af ótta. Um leið er ég ekki að segja að fegra eigi hlutina. En það er allt í lagi að hugsa sig um og kanna málið ítarlega áður en sagt er að hlutir séu alslæmir eða að fyrirtæki séu við það að fara á hausinn. Eitt sem þarf að hafa í huga er að samkeppnin er grimm og það geta verið samkeppnisaðilar að baki umræðu eða jafnvel greiningum á stöðum fyrirtækja. Það eru til mörg dæmi um það að fyrirtæki hafi verið nánast töluð í gjaldþrot og það af svokölluðum viðurkenndum markaðsaðilum,“ segir Árni að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.