Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 47

Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 47
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 47 Við erum einnig með mjög vinsæla stólalínu sem kallast Catifa og er frá ítalska fyrirtækinu Arper. Catifa stólan er hægt að aðlaga með ótal möguleikum í litum, áferðum, stærðum og gerðum. Henta þeir því bæði í fyrirtæki og heimili.“ Aukning hefur verið hjá Módern að selja fyrirtækjum og skrifstofum vörur: „Fyrirtækjamenning hefur breyst mikið síðustu ár. Í dag er vinsælt að skrifstofur séu heimilislegri og bjóði uppá þægilegt og róandi andrúmsloft og höfum við gott úrval vara sem einmitt hæfa vel fyrirtækjum sem setja metnað í að umhverfið sé sem þægilegast.“ Fjölbreyttir möguleikar Módern fylgir öllum vörum eftir og sér um uppsetningu, hvort sem það er sjónvarpsskápar, sófasett eða borðstofuhúsgögn og er uppsetning innifalin í verðinu: „Það skiptir máli fyrir okkur að vörurnar sem við erum með séu ekki eingöngu flottar, heldur einnig að nýting og ending sé góð. Allir hlutir sem við erum með eru harðgerir og þola mikið álag.“ Úlfar leggur áherslu á að viðskiptavinur sem kemur til þeirra hafi mikla möguleika á vali: „Það er ekki þannig að þegar komið er í verslunina að sófinn sem þú sérð er aðeins til í þessum einum lit eða úr einu efni. Hægt er að velja um mismunandi stærðir, liti og efni í nánast öllum okkar vörum og leggjum við mikla áherslu á þjónustu og að viðskiptavinurinn geri sér grein fyrir öllum þeim möguleikum sem hann hefur kost á. Hvað varðar verslunina þá leggjum við áherslu á að hún sé hlýleg og að stillt sé upp heildarlausnum heldur en að vera með allt sitt á hvað þannig að rýmið í versluninni verður eins og á glæsilegu heimili og fólk getur skoðað hjá okkur gluggann á kvöldin en gluggar meðfram allri hliðinni tryggja að fólk getur skoðað skemmtilega kvöldstemningu í stofum okkar “ Opnir fyrir nýjungum Módern er með fáa en góða byrgja en Úlfar segir fyrirtækið vera samt opið fyrir nýjungum: „Ef við finnum ný fyrirtæki sem passa við það sem við erum að einblína á skoðum við alltaf þá möguleika og erum því oft með nýjar vörur sem ekki hafa sést hér á landi áður. En við snúum ekki bakinu við því sem er undirstaðan hjá okkur og hefur virkað vel.“ Hvað varðar staðsetningu verslunarinnar í Hlíðasmáranum þá telur Úlfar hana mjög góða. „Hér er allt að gerast í verslun, uppbygging mikil og hjá okkur á aðeins eftir að vera meiri traffík í framtíðinni og erum við tilbúnir að mæta aukninginn. Hér viljum við vera og ætlum okkur stóra hluti um leið og við höldum áfram að gera það sem við gerum vel og hafa þjónustu við viðskiptavini okkar alltaf í hæsta gæðaflokki.“ Við leggjum áherslu á að hönnunin sé klassísk og tímalaus en það skiptir máli fyrir okkur að vörurnar sem við erum með séu ekki eingöngu flott hönnun heldur einnig að nýting og ending sé góð. Úlfar Finsen, framkvæmd­ast­jóri Mód­ern.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.