Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.02.2008, Qupperneq 53
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 53 Það er óumdeilt að Síminn er stærsta og öflugasta símafyrirtæki landsins og er það skilgreint sem markaðsráðandi. Talsmenn Símans og Vodafone eru reyndar ekki sammála um markaðshlutdeild fyrir­ tækjanna á farsímamarkaðnum. Samkvæmt tölum Símans, sem byggja á könnun frá Capacent Gallup frá í desember sl., er fyrirtækið með 64,4% hlutdeild á farsímamarkaði og 73,3% hlutdeild á fastlínu­ markaði. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, bendir hins vegar á í samtali við Frjálsa verslun að einu haldbæru upplýsingarnar um markaðshlutdeildina sé að finna í gögnum Póst­ og fjarskipta­ stofnunar frá miðju síðasta ári en samkvæmt þeim hafi Síminn verið með 61% hlutdeild á farsímamarkaði. Þá var Nova rétt í þann veginn að hefja starfsemi en þrátt fyrir það telur Hrannar að Vodafone sé í dag með um 40% markaðshlutdeild á farsímamarkaðnum þegar á heildina er litið og um 50% á höfuðborgarsvæðinu. „Markaðshlutdeild Vodafone hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Okkar markmið er að verða stærsta fjarskiptafélag á Íslandi og miðað við árangur síðustu ára er þess ekki langt að bíða að því markmiði verði náð.“ Þótt það kunni í fljótu bragði að vera ákjósanleg staða fyrir fyrirtæki að vera svo stórt að vera skilgreint sem markaðsráðandi, þá fylgja því ekki bara kostir. Hvað varðar ráðandi stöðu Símans á farsíma­ markaðnum þá er sá galli á gjöf Njarðar að fyrir vikið hefur Póst­ og fjarskiptastofnun skyldað fyrirtækið til að leyfa öðrum símafyrirtækjum að nota dreifikerfi sitt. Vodafone og Nova ber hins vegar engin skylda til að leyfa Símanum aðgang að sínum dreifikerfum, óski Síminn þess að gera svokallaða reikisamninga um farsímaþjónustu við fyrirtækin. GSm farsímakerfið Þar sem auglýsingar um stærð þjónustu­ og dreifikerfa farsímafélaganna hafa verið áberandi að undanförnu, er rétt að gera stuttlega grein fyrir því um hvað málið snýst. Síminn á og rekur stærsta farsímadreifikerfi landsins. Linda Björk Waage, forstöðumaður samskiptasviðs Símans, segir að dreifikerfið þjóni viðskiptavinum Símans ásamt viðskiptavinum annarra fjar­ skiptafélaga. Hún segir að þjónustusvæði samkeppnisaðila Símans á landsbyggðinni sé að miklu leyti til komið vegna reikisamninga þeirra við Símann. Viðskiptavinir annarra farsímafyrirtækja færist sjálfkrafa inn á dreifikerfi Símans þegar þeir færast út fyrir svæði sem sendar þeirra ná til. Að sögn Lindu hefur Síminn unnið að því að þétta GSM þjónustusvæði sitt með nýjum langdrægum sendum sem ætlaðir eru til afnota á dreifðari landssvæðum. Sex slíkir sendar eru þegar komnir í notkun og reglulega bætast nýir við. „Þessi þjónusta mun ekki síst hafa mikil og jákvæð áhrif á mögu­ leika sjómanna til samskipta á milli skipa og til lands,“ segir Linda Björk en hún getur þess að langdrægu sendarnir muni þó ekki ein­ ungis ná á haf út því stefnt sé að því að í lok sumars verði sendarnir orðnir 28 talsins víðsvegar um landið. Það muni stórefla þjónustusvæði Símans í dreifbýli og ná auk þess inn á hálendið. uppbygging GSm farsímakerfisins Af ummælum Lindu Bjarkar má ráða að aðgangur samkeppnisaðilanna að dreifikerfi Símans sé ein af forsendum þess að þeir geti vaxið og um leið veitt Símanum aukna samkeppni. Þau skýra einnig þá full­ yrðingu Vodafones að þjónustusvæði þess fyrirtækis sé hið stærsta á landinu því auk eigin dreifkerfis nýtir Vodafone sér þann möguleika að gera reikisamninga við Símann á svæðum þar sem fyrirtækið er ekki með eigin senda. Hrannar bendir þó á að fyrirtækið hafi ekki setið auðum höndum við uppbyggingu eigin dreifikerfis. Þvert á móti hafi hún verið mjög mikil. „Gríðarlegar breytingar hafa orðið á fjarskiptamarkaði á undan­ förnum árum og það er til merkis um nýja tíma að fyrirtækið, sem einu sinni var lítið, býður nú viðskiptavinum sínum GSM þjónustu á svæðum sem aðrir hafa ekki sýnt. M.ö.o. er GSM þjónustusvæði Vodafone orðið það stærsta á Íslandi og á þessu ári á það eftir að stækka enn frekar,“ segir Hrannar en hann vekur athygli á að á undanförnum vikum og mánuðum hafi Vodafone komið upp fjölmörgum langdrægum GSM sendum víðs vegar um landið. Það valdi því að þjónustusvæðið hafi stækkað mikið og nái nú langt á haf út á völdum stöðum og einnig upp á hálendið. „Aðeins viðskiptavinir Vodafone geta notið GSM sambands á þessum stöðum og raunar fjölgar þeim í hverri viku. Nýlega komst t.d. samband á í Fljótunum í Skagafirði og á sama tíma heimsóttum við bændur í Kalmanstungu í Borgarfirði til að fagna með þeim að þar var í fyrsta sinn að komast í GSM samband. Við erum með mjög metnaðarfull áform um frekari uppbyggingu og viljum reyndar Hrannar Pét­ursson, upplýsing­afullt­rúi Vod­afone. „Okkar markmið er að verða stærsta fjarskiptafélag á Íslandi og miðað við árangur síðustu ára er þess ekki langt að bíða að því markmiði verði náð.“ (Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.