Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 54

Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 ganga svo langt að tala um byltingu í því samhengi. Fólk mun geta notað GSM símann á ótrúlegustu stöðum og verður framvegis ekki háð frumstæðum NMT símtækjum eða gervihnattasímum. Það hleður einfaldlega GSM símann sinn áður en farið er á fjöll eða út á sjó. Ótal margir sveitabæir munu komast í GSM samband, þar sem það hefur ekki áður verið, og við höfum nú þegar fengið frábær viðbrögð við þessu verkefni,“ segir Hrannar en rifja má upp að á dögunum opnaði samgönguráðherra formlega nýjan sendi Vodafones á Bláfelli sem þjóna mun sunnanverðum Kjalvegi. Hrannar segir að stefnt sé að því að koma upp sendi, sem þjóna mun hluta Sprengisandsleiðar, fyrir páska. Þá sé þétting svæða á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Vestfjörðum á dagskrá á næstu vikum svo dæmi séu nefnd. Að sögn Hrannars hefur uppbygging fyrirtækisins á sendum fyrir miðin og hálendið reyndar skilað þeim árangri að skrifað hefur verið undir samning þess efnis að Vodafone veiti Neyðarlínunni heil darfjarskiptaþjónustu næstu þrjú árin. Var samningurinn hand­ salaður á hálendi Íslands, samhliða því að samgönguráðherra opnaði fyrir GSM þjónustu Vodafone á Kili. „Við metum þennan samning mikils. Fyrst Neyðarlínan og Lands­ björg treysta okkur til að sjá um GSM þjónustu fyrir sig, þá ættu almennir notendur að geta gert slíkt hið sama,“ segir Hrannar. Þjónusta utan landsins Að sögn Lindu Bjarkar hefur Síminn unnið markvisst að því að auka þjónustuna við íslenska ferðamenn erlendis og eru reikisamningar Símans í dag orðnir alls 412 talsins í samtals 153 löndum. Að hennar sögn eru það aðeins örfá farsímafélög í heiminum sem gert hafa fleiri reikisamninga en Síminn. „Sérstaða Símans felst einnig í því að Síminn getur boðið viðskipta­ vinum sínum á fyrirtækjamarkaði upp á gervihnattasamband fyrir tal og gögn á þeim svæðum sem torvelt hefur verið að treysta á auðvelt og öruggt aðgengi að fjarskiptaþjónustu. Nefna má ýmis Afríkuríki í því sambandi. Síminn þjónar einnig íslenska fiskiskipaflotanum með öfluga netþjónustu en á síðasta ári var byrjað að tengja skip inn á gervihnattasamband sem veldur því að skipverjar geta nú tengst netinu þegar þeir eru á sjó. Gott netsamband auðveldar sjómönnum að hafa regluleg samskipti við vini og fjölskyldu á meðan þeir eru fjarri heimili sínu auk þess sem öll upplýsingamiðlun og afþreying hverskonar verður fjölbreyttari fyrir áhöfnina,“ segir Linda Björk og bætir við að þessi áhersla Símans á uppbyggingu og þjónustu við viðskiptavini sína hafi skilaði sér í því að Síminn hafi hlotið hæstu einkunn farsímafyrirtækja síðla árs 2007 í mælingu Íslensku ánægjuvogarinnar. Samkvæmt því séu viðskiptavinir Símans ánægðustu viðskiptavinirnir á farsímamarkaði á Íslandi. Vodafone sinnir einnig þörfum viðskiptavina sinna erlendis og nýtur við það liðsinnis Vodafone Group, eins stærsta og öflugasta farsímafyrirtækis heims, en með því samstarfi er viðskiptavinum Vodafone tryggð örugg fjarskiptaþjónusta um allan heim á hagstæðum kjörum. Samkvæmt upplýsingum Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra Nova, gerði fyrirtækið samstarfssamning um GSM þjónustu fyrir viðskiptavini sína erlendis við ítalska farsímafyrirtækið TIM í desember sl. og gildir hann um allan heim. 3G farsímavæðingin Í ágústmánuði sl. urðu þau tímamót í íslenskri fjarskiptasögu að Síminn opnaði fyrir aðgang að svokallaðri 3G farsímaþjónustu, fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja. Í fyrstu takmarkaðist þjónustan við höfuðborgarsvæðið en fljótlega bættist flugstöð Leifs Eiríkssonar við og í desember var viðskiptavinum Símans á Akureyri einnig boðið inn á 3G svæðið. Áður en lengra er haldið er rétt að útskýra fyrir hvað 3G stendur. Með þessu er átt við svokallaða þriðju kynslóð farsíma, 3G stendur fyrir enska hugtakið ,,Third Generation“. Hið hefðbundna GSM símkerfi er af annarri kynslóð farsímavæðingarinnar. Með 3G kerfinu eru notendur alltaf í þráðlausu háhraðanetsambandi, þ.e.a.s. á meðan þeir eru innan svæðis. Nettengingin er í símanum sjálfum og notendur eru því ekki háðir þráðlausu neti á heimili, í vinnu eða á kaffihúsum eða annars staðar þar sem hægt er að tengjast netinu. Á heimasíðu Nova kemur fram að hraði og flutningsgeta er það sem greinir 3G frá GSM. Til viðbótar við það að geta hringt og sent SMS geta notendur nú komist í háhraðanetsamband þar sem þessi þjónusta er á annað borð í boði. Flutningsgeta í 3G kerfi er mun meiri en í GSM kerfum þannig að notendur 3G eiga kost á að hringja myndsímtöl, sækja sér Lind­a Björk Waag­e, forst­öð­umað­ur samskipt­asvið­s Símans. „Háhraða gagnaflutningur í gegnum síma eða fartölvur nánast hvar sem er á landinu mun ýta undir frelsi til athafna og samskipta hjá þeim sem búa í afskekktari byggðalögum landsins.“ (Linda Björk Waage, forstöðumaður samskiptasviðs Símans)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.