Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 64

Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 s N I ð u G H u G m Y N d a B ó K eftir okkar höfði svo þær nýtist okkur betur og um leið kvikna nýjar. Hún er því gagnleg fyrir stjórnendur, bæði til þess að örva sína eigin sköpunargleði og virkja betur sköpunarmátt starfsfólksins. Það sem gildir er að höndla hugmyndir sínar og vinna úr þeim. Við skulum líka hafa í huga að það þarf ekki að finna upp hjólið á hverjum degi ­ með því að steypa saman tveimur gömlum hugmyndum getum við til dæmis skapað eina nýja, eins og höfundurinn segir,“ segir Hildur Hermóðsdóttir loks. Hugmyndakvóti Edisons Í inngangsorðum að Hugmyndabókinni bendir Fredrik Härén á vinnubrögð þekktra snillinga, svo sem Thomasar Alva Edison, sem fann upp plötuspilarann og ljósaperuna, þróaði rafhlöðuna og bætti sýningarvél kvikmyndanna. Einnig stofnaði hann fyrirtæki, General Electric, sem nú er það stærsta í heimi. Edison gerði sér grein fyrir því að góðar hugmyndir kvikna ekki af sjálfu sér, hann útbjó því kvóta­ kerfi fyrir sjálfan sig og samstarfsmenn sína og setti sér það markmið að gera eina minniháttar uppgötvun á tíu daga fresti og eina meiri­ háttar uppgötvun á sex mánaða fresti. „Edison ... var alltaf með vasabók (eða „hugmyndabók“) á sér og í hana skráði hann hugsanir sínar, hugmyndir og athuganir. Hug­ myndina að því að punkta hjá sér hugdettur fékk hann frá Leonardo Da Vinci, sem gerði fjöldann allan af skissum, athugasemdum og minnispunktum, sem hann skrifaði gjarnan hjá sér með örvhentri spegilskrift. Edison ... punktaði hjá sér hugmynd um leið og hún kom til hans. Alltaf þegar hann rak í vörðurnar eða vantaði innblástur þá leitaði hann í vasabækurnar sínar ... Eftir að Edison lést árið 1931 fundust hvorki meira né minna en 3.500 vasabækur á heimili hans. Í þessari bók er fetað í fótspor Edisons og Da Vincis og vonandi verður sú leið þér hvatning til þess að skrá allar hugmyndir þínar ... Skrif­ aðu niður hugmynd sem þú færð, jafnvel þó að þér finnist hún bara í meðallagi. Hver veit?“ Brothættar og berskjaldaðar Sem fyrr segir eru 60 stuttir kaflar í bókinni og tilvitnanir í einstaklinga á borð við Albert Ein­ stein og Ingvar Kamprad, stofnanda IKEA, og sögupersónur eins og Línu og Bangsímon, og lýkur hverjum og einum kafla á verkefni sem á að hjálpa lesandanum til þess að virkja sín eigin hugmyndafallvötn. Í einum þeirra er vikið að því hversu brothættar og berskjaldaðar hug­ myndir geti verið og vitnað í auglýsingaforstjór­ ann Charles Browe. „Hugmynd er brothætt. Það er hægt að drepa hana með fyrirlitningar­ brosi eða einföldum geispa. Það er hægt að valta yfir hana með kaldhæðni eða hræða úr henni líftóruna með ísköldu augnaráði.“ Einnig er haft eftir Howard Gardner: „Flest menningarsamfélög mannkynssögunnar hafa haft andúð á skapandi einstaklingum. Þau virða þá ekki viðlits eða drepa þá. Það er mjög áhrifarík leið til þess að stöðva hugmynda­ flæði.“ Höfundurinn bendir síðan á í framhaldinu, að um gjörvalla Evr­ ópu hafi nýjungagjarnar og skapandi konur verið brenndar á báli á tímabili og það afsakað með því að þær hljóti að hafa verið nornir í slagtogi við djöfulinn. Auðvelt sé að gera sér í hugarlund, að vegna hættunnar á því að verða brennt á báli hafi margt skapandi fólk haldið róttækum hugmyndum sínum leyndum, í stað þess að láta á þær reyna. „Jafnvel enn þann dag í dag er erfitt að fá nýjar hugmyndir viður­ kenndar. Helmingurinn af hinni skapandi vinnu felst í hugrekki til þess að setja fram hugmyndirnar, jafnvel þó að maður sé með næstum viss um að mæta mótstöðu í fyrstu.“ meiri forvitni Börn eru gjörn á að spyrja: Af hverju? Fredrik Härén leggur til að við temjum okkur meiri forvitni og hættum aldrei að efast. „Oft er álitið neikvætt að efast; en þannig er það ekki. Það er gagnlegt að efast hæfi­ lega mikið, þar sem það tryggir að við gerum hlutina á réttan hátt og á réttum forsendum. Eitt af því gagnlegasta sem við gerum er að efast um okkur sjálf ... Hvenær efaðist þú síðast um það sem þú ert að gera? Hvenær efaðist þú síðast um yfirmann þinn?“ Verkefnið sem fylgir þessum kafla Hugmyndabókarinnar er síðan að draga verkefnið í efa, líka textann og sjálfa bókina og senda efa­ semdir, vangaveltur og spurningar til höfundarins. Sjá­ ennfr­emur­ salka.is og int­er­est­ing.or­g. Mag­nað­ur fyrirlesari, Fred­rik Härén.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.