Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Page 66

Frjáls verslun - 01.02.2008, Page 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 fólki víðs vegar frá sem hafi hjálpað hans líkum við að útbreiða boðskapinn. Leyndarmálið sé mjög gott að því leyti að það kenni fólki að það sem það einbeitir sér að fær það meira af. Berger líti hins vegar á sig sem hlekk á milli kvikmyndarinnar og þess að verða meðvitaður um það sem gera þurfi til að ná árangri. „Það er ekki nóg að hugsa eingöngu jákvæðar hugsanir, það verður að framkvæma eitthvað líka. Viðhorf okkar stjórna öllu í lífinu þannig að hugsanir, gerðir og viðhorf verða að haldast í hendur til að árangur náist,“ segir Berger. En getur bakgrunnur fólks verið slíkur að ógerlegt sé að vinna sig upp úr honum? „Ég segi yfirleitt að við séum mótuð á vissan hátt af umhverfi okkar og erfðum. Þannig má að segja að foreldrar okkar séu ástæða þess að við höfum orðið svona eða hinsegin, en um leið segi ég að ef við viljum ekki vera eins og við erum, sé það skylda okkar að brjótast út úr því. Það er hægt að brjótast út en það er ekki alltaf auðvelt þegar maður hefur verið mótaður á vissan hátt allt sitt líf. Það er þess vegna sem ég hef svo feikna mikinn áhuga á að kenna fólki aðferðir við að breyta til því það er eitthvað sem allir eiga að geta gert. Flestir vita hvað þeir eiga að gera til að bæta líf sitt á ýmsum sviðum en framkvæma það ekki; þó að við vitum að við eigum að gera eitthvað kemur vanafestan í undirvitundinni í veg fyrir það,“ segir Berger. Margir hörfa Til að kenna jafn huglægt efni segir Berger að annars vegar megi nota sjokkaðferðina eins og þegar þeim sem reykir er t.d. sagt af lækni að hann muni deyja hætti hann ekki að reykja. Öllu tilhlýðilegri aðferð sé hins vegar sífelld endurtekning því að það sem greypt er í okkar breytist ekki á einum degi. Berger segir þetta vera líkt og að læra að hjóla eða keyra bíl, endurtekning og æfing sé það sem til þarf. Stærsta skrefið sé að ákveða breytinguna og hann vinni að því að veita fólki stuðning við slíkt, stuðningur sé mjög mikilvægur þar sem margir hörfi aftur til þess sem þeir þekkja best því það sé þægilegast. Hann hvetji fólk til að hugsa sífellt og einnig þurfi það oft að heyra sömu skilaboð frá tíu mismunandi manneskjum áður en það skilur þau. Einn geti hamrað á einhverju en viðkomandi ekki skilið það fyrr en einhver annar setji málin fram á annan hátt. Hann mæli einnig með öðrum sérfræðingum sem hann þekki til og líti ekki á það sem samkeppni heldur frjóa hugsun. Skylda að segja frá Líf þitt er bergmál (Your Life´s Echo) er fyrsta bók Bergers og segir hann að það hafi tekið sig langan tíma að koma henni saman en hjólin hafi farið að snúast af alvöru þegar hann sá að það sem hann gæfi af sér í vinnu, íþróttum og samböndum væri það sem hann fengi til baka. Þarna væri því komið lögmálið um gjörðir og afleiðingar, við framkvæmum gjörðirnar og þær skapa árangurinn eða afleiðingarnar. Hann hafi notið velgengni í lífinu og fundið út hvers vegna, þar með hafi honum borið skylda til segja öðrum frá þeirri uppgötvun. Nafnið á bókinni hafi síðan hugsað þannig að það sem kallað er út í loftið kemur til baka enn háværara, eins og bergmál. Læri fólk að nota þau lögmál sem hann bendi á í bókinni megi nota þau í ástarsamböndum, við uppeldi, í íþróttum og í raun á öllum sviðum lífsins. Eins í grunninn „Ef hin svokallaða menning eða hópvenjur eins og ég kýs að kalla það, er aðskilin frá mannfólkinu þá erum við meira og minna eins í grunninn. Við viljum öll gera meira, hafa meira og fá meira, það er okkur einfaldlega eðlislægt og við getum verið hamingjusöm en um leið ófullnægð á heilbrigðan hátt því þannig hafa flestir hlutir orðið til. Líttu t.d. á Wright-bræðurna sem vildu frekar geta flogið en siglt, segjum að þeir hafi verið hamingjusamir, en á sama tíma voru þeir óánægðir með samgöngur og þannig var flugvélin fundin upp. Ég hef aldrei heyrt um spretthlaupara sem vill ekki geta hlaupið hraðar, manneskju sem vill vera meira elskuð eða eigi stærri bíl. Við erum öll eins að innan að þessu leyti en okkur hefur verið tamið að dæma fólk og aðstæður eftir hinu ytra,“ segir Berger að lokum. s t j ó r N u N
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.