Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Page 77

Frjáls verslun - 01.02.2008, Page 77
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 7778 F R J Á L S V E R S L U N 79 Hvað berð þú á borð fyrir þig og þína eftir langan vinnudag? Allt hefur sinn stað og sína stund. Það á að vera jafn sjálfsagt að skila góðum vinnudegi og að njóta ánægjulegra samverustunda með þeim sem standa þér næst. Oft er gott að skilja vinnuna eftir þar sem hún á heima – í vinnunni. Þú hefur val. Njótum tímans utan vinnu af heilum hug. Virðing Réttlæti Auglý­singastofan Jónsson og le´macks hlaut verðlaun fyrir 8 flokka af 14 flokkum og er það frábær árangur. Stofan kom, sá og sigraði. Aðrar stofur sem komust á verðlaunap­all voru Ennemm (tvo lúðra), Hvíta húsið (tvo lúðra) og Fíton (tvo lúðra). Bestu og athyglisverðustu auglýsingar ársins 2007 voru valdar á árlegri hátíð auglýsingastofa og markaðs fólks á dögunum. Verðlaun voru afhent í 14 flokkum á hátíðinni og hlaut auglýsingastofan unga, Jónsson og Le’macks, verðlaunagripinn, lúðurinn, í 8 flokkum, meðal annars fyrir bestu auglýsingaherferð, bestu útvarps auglýsingar og bestu tímaritaauglýsingar. Að þessu sinni voru 70 auglýsingar tilnefndar og innsendingar fyrir tilnefningar um 630 talsins. Auglýsingastofan Ennemm hreppti tvo lúðra í flokkunum dagblaðaauglýsingar og sjónvarpsauglýsingar fyrir umtöluðustu auglý s- ingu síðasta árs, Síðustu kvöldmáltíðina, fyrir Símann. Hvíta húsið hreppti tvo lúðra, annars vegar fyrir Reykjavíkur- maraþon Glitnis sem var áberandi sem aldrei fyrr og valið viðburður ársins 2007, og hins vegar fyrir merki Bjarka Lúðvíkssonar fyrir Samtökin 78 sem vann í flokki vöru- og firmamerkja. Fíton fékk lúðra í flokknum almannaheillaauglýsingar/ljós vaka- miðlar fyrir sjónvarpsauglýsinguna Hvíldartími sem gerð var fyrir VR og einnig í flokknum almannaheillaauglýsingar/prentmiðlar fyrir Dapurleg eftirmæli sem jafnframt var gerð fyrir VR. Þess má geta að samkvæmt árlegri könnun Capacent fyrir Ímark meðal markaðsfólks í stærstu fyrirtækjum landsins, þar sem spurt er hvaða 2-3 auglýsingastofur séu í fararbroddi hér, nefndu 54% Ennemm, 41% Hvíta húsið og 30% Fíton. Einnig nefndu 19% Jónsson og Le’ macks, sem stofnuð var fyrir fimm árum. Gríðarleg áhætta Ó­hætt er að segja að Síðasta kvöldmáltíðin, auglýsing fyrir 3G þjónustu Símans, hafi verið umtalaðasta og umdeildasta auglýsing ársins 2007. Aðalhugmyndasmiðurinn, Jón Gnarr, var meðal annars í viðtali í Kastljósi ásamt séra Halldóri Reynissyni, verkefnisstjóra fræðsludeildar Biskupsstofu, til þess að ræða efni hennar skömmu eftir að auglý singin fór í loftið í ágúst síðastliðnum, en þá hafði skapast mikil umræða í samfélaginu. Þá gekk Jón Gnarr á fund biskups á meðan auglýsingin var í vinnslu til þess að leita viðbragða. Sveinn Líndal Jóhannsson, markaðsráðgjafi hjá Ennemm, segir það hafa verið augljóst í upphafi að gera yrði stóra hluti til þess að auglýsa glænýja og byltingarkennda þjónustu, eins og hann tekur til orða. „Vissu- lega vorum við pínulítið smeykir þegar átti að sýna viðskiptavininum auglýsinguna í fyrsta sinn, en hann keypti hugmyndina. Lokaorð auglý s- ingarinnar eru líka þau að 3G breyti gangi sögunnar, og það hafði sitt að segja,“ segir hann. Ákveðið var að framleiða Síðustu kvöldmáltíðina erlendis til þess að gera hana trúverðugri og jafnframt að hafa Júdas kómískan, sem tókst í meðförum Jóns Gnarr. „Á 15 ára ferli hef ég aldrei fengið önnur eins viðbrögð við nokkurri auglýsingu. Ég myndi segja að 80% hafi verið jákvæð, einhver hluti fólks hafi verið á báðum áttum og einungis brota- brot neikvætt. En því er ekki að neita, að við tókum gríðarlegan séns,“ segir Sveinn. Sveinn Líndal Jóhannsson, markaðsráðgjafi hjá Ennemm. texti: Helga Kristín einarsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.