Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 82

Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 Frá fátækt til fjármála Það eru breyttir tímar. Á stríðsárunum var Borgartúnshverfið fátækrahverfi og þekkt fyrir braggablús og Höfðaborgina. Núna er það ríkasta hverfi landsins – miðstöð fjármála og viðskipta á Íslandi. Hvergi er á „einum bletti“ að finna fyrirtæki sem velta eins miklu og eru með jafnmikið eigið fé. Það fer vel á því að Hagstofan, KPMG og Ernst & Young séu í hverfinu. Hagstofan heldur utan um alla tölfræði og hagstærðir í landinu og KPMG og Ernst & Young stilla upp margri milljarðaársskýrslunni. Fjármagnið flæðir um hverfið. Borgartúnið iðar af bílaumferð. Það er af sem áður var þegar þetta var róleg gata. Mörgum finnst sem umferðarþunginn í götunni sé allt of mikill og hafa á orði að gatan sé „sprungin“. Þá finnst mörgum sem borgaryfirvöld hafi ekki skipulagt hverfið nægilega vel og að hverfið sé ein stór naglasúpa hvað arkitektúr snertir. Margar nýbyggingar Margar nýbyggingar hafa risið við Borgartún á síðustu árum. Nefna má hús Kaupþings, Straums, KPMG, Nýherja, Hótel Cabin, Hús atvinnulífsins, Höfðaborg, hús Útlendingaeftirlitsins og þá er Hagstofan í nýuppgerðu húsi. Vegagerðin hefur verið við Borgartún 5 til 7 í áratugi. Þá hefur magnað og áberandi háhýsi risið við Borgartún 26 þar sem 10-11 og Samkeppniseftirlitið eru til húsa. Þetta er skemmtilegt. Wall Street á Íslandi – og við blasir fagur fjallahringur Esjunnar og sundin blá. Auðlindirnar blasa alls staðar við í Borgartúnshverfinu. VELTA ÞEIRRA STÆRSTU skv. 300 stærstu v. árins 2006 KAUpÞINg BANKI 306 gLITNIR 155 IcELANdIc gROUp 129 STRAUmUR 65 *milljarðar króna Höfðaborgin Það var einmitt nafnið á fátækrahverfinu í gamla daga. Nýjasti risaklasi Reykjavíkur, háhýsi og herlegheit, Höfðatorgið sjálft við Bogartún. Miðbær í miðri borg. Höfðatorg afmarkast af Borgartúni, Skúlatúni, Skúlagötu og Höfðatúni. Kauphöllin er við Laugaveg 142 og heldur utan um Borgartúnshverfið. Auðvitað. Þetta er fjármálahverfi landsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.