Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 85

Frjáls verslun - 01.02.2008, Side 85
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 85 Hvern­ig get­um við n­ýt­t­ okkur gríðarlega góða ímyn­d NAS­DAQ fyrir ís­len­s­ka markaðin­n­ - þ.e. s­érs­t­aklega með t­illit­i t­il n­ú­veran­di s­t­öðu? „Öll okkar vinna og framtíðarsýn hefur haft það að markmiði að finna leiðir til þess að þjóna markaðnum sem best og styðja við góða ímynd hans á alþjóðlegum grundvelli. Megintemað í vinnu okkar undanfarin ár hefur verið alþjóðavæðing markaðarins og einföldun og aðlögun hans að því sem best gerist annars staðar. Sameiningin við NASDAQ er risaskref í þessa átt. Ég tel að sú staðreynd að við séum orðin að NASDAQ kauphöll komi til með að styrkja ímynd og trúverðugleika skráðra fyrirtækja hér á landi. Þegar við tókum þá ákvörðun á árinu 2006 að ganga inn í OMX þá sáum við fram á frekari kauphallasamruna og töldum hyggilegt að koma snemma inn í samrunaferlið. Samruni við OMX á sínum tíma var framkvæmdur á hárréttum tíma fyrir íslenska markaðinn og hefur komið okkur á þann stað sem við erum í dag. Staða okkar er augljóslega allt önnur nú en ef við hefðum ákveðið að vera áfram ein á báti. Við erum í þeirri stöðu að geta stutt við skráð félög og fjárfesta sem aldrei fyrr og byggt ofan á árangur fyrri ára. NASDAQ fylgir trúverðugleiki sem er afskaplega mikil- vægur, ekki síst við þær aðstæður sem nú ríkja.“ Nú­ hefur heildarvöxt­ur markaðs­virðis­ kaup­­halla OMX verið meiri en­ hjá n­okkurri af hin­um s­ex s­t­ærs­t­u kaup­­höllum Evróp­­u og dagleg velt­a aukis­t­ ú­r 4 milljörðum í 5,3 milljarða evra. Gefur s­ú­ s­t­aðreyn­d ekki t­ilefn­i t­il n­okkurrar bjart­s­ýn­i? „OMX kauphallirnar hafa verið í mikilli sókn og árangur Kaup- hallarinnar reyndar verið einstakur á heimsvísu. Til marks um það hafa hlutabréfaviðskipti meira en tuttugufaldast á sex árum og markaðsvirði skráðra félaga er nú með því mesta sem þekkist að tiltölu við stærð þjóðarbúsins, eða um 160% af VLF. Við núverandi markaðsástand hafa viðskipti minnkað líkt og gerðist við svipaðar aðstæður árið 2001 en allar forsendur eru fyrir því að þau aukist hratt á nýjan leik þegar árferði á markaði batnar. Við erum stöðugt að skoða leiðir til þess að efla viðskipti á mark- aði enn frekar og teljum að okkur muni verða töluvert ágengt í þeim efnum næstu misseri. NASDAQ hefur verið leiðandi í raf- rænum viðskiptum með hlutabréf og við getum m.a. sótt í smiðju þess. Með hliðsjón af þeim aðstæðum sem ríkja á lánsfjármarkaði og þeim möguleikum sem NASDAQ OMX býður upp á er líka að mínu mati full ástæða fyrir félög sem þurfa að sækja sér fjár- magn að skoða vandlega hvort skráning á markað gæti verið hag- felldasta leiðin til þess. Það er því engan bilbug að finna á okkur þrátt fyrir tímabundna niðursveiflu á markaði. Þvert á móti þá færumst við sífellt í aukana.“ H öfði er án efa eitt sögufrægasta og glæsilegasta húsið í Reykjavík. Saga þess er sérstök og mörg fyrirmennin hafa komið þangað. Fjöldi franskra sjómanna veiddi við Íslands- strendur um þrigga alda skeið. Ægir tók líf sumra en talið er að um 400 skip­ hafi farist og um 4000 sjómenn drukknað. Up­p­ úr 1900 var ráðinn franskur ræðismaður, Brillouin að nafni, og það var hann sem sótti um leyfi til byggingar húss sem var reist árið 1909. Húsið var Höfði. Um er að ræða norskt „katalóghús“ í frönskum byggingarstíl sem kallast júgendstíll. Ýmislegt innandyra, svo sem sp­jaldhurðir og umbúnaður, er í stíl Lúðvíks 16. Nafn Brillouin er letrað yfir dyrunum í stofuna og up­p­hafsstafir franska ríkisins, RF (Rép­ublique Francaise) eru yfir öðrum dyrum. Brillouin hélt til Frakklands þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á. Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður, keyp­ti húsið árið 1914 og bjó þar til ársins 1917. páll Einarsson, hæstaréttar- dómari og fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur, bjó í Höfða og matthías Einarsson yfirlæknir bjó þar frá 1924. Höfði komst aftur í hendur útlendinga árið 1938 þegar breska ríkið tók húsið á leigu en breska ríkið eignaðist það árið 1942. miðstöð starfsemi Breta hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni var í húsinu. Fyrst var þar bústaður breska alræðismannsins og síðar sendiherrans. Þess má geta að Sir Winston churchill, forsætis- ráðherra Breta, heimsótti Höfða í ágúst 1941. á þessum árum kom marlene dietrich líka í heimsókn. Sendiráð Breta flutti úr Höfða árið 1951 og þeir voru ý­msir sem bjuggu í húsinu næstu árin. Reykjavíkurborg festi kaup­ á Höfða árið 1958 og hefur húsið verið móttökuhús borgarstjórnar frá 1968. Höfði komst í heimsfréttirnar í október 1986 þegar þar var haldinn leiðtogafundur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, þeirra Ronald Reagans og mikhail gorbatsjofs. Fundurinn markaði up­p­hafið að endalokum kalda stríðsins. Síðan þá hafa ý­msir þjóðarleiðtogar heimsótt Höfða. Þess má geta að sumir hafa haldið því fram að reimt sé í þessu húsi. Hvort sem það er rétt eða ekki þá væri forvitnilegt ef veggirnir gætu talað og up­p­lý­st fólk um merka viðburði sem hafa átt sér stað í norska katalóghúsinu í júgendstílnum. Ef veggirnir gætu talað Höfði: OMX sam­ein­að­ist n­ý­lega hin­n­i ban­da­ rísku og vel þekktu NAS­DAQ kaup­höll og er því orð­ið­ NAS­DAQ OMX ­ sem­ eru san­n­arlega m­ikilvæg tím­am­ót fyrir íslen­ska m­arkað­in­n­. Þórð­ur Frið­­ jón­sson­, forstjóri, segir sam­ein­in­gun­a fela í sér m­argþætta kosti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.