Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 H vað skyldu þær eiga sameiginlegt, Spider-Man 3, Pirates of the Caribbean: At Worlds End, Shrek the Third, Ocean’s Thirteen og The Bourne Ultimatum, annað en að vera rándýrar framhalds- myndir og allar frumsýndar í sumar? Jú, þær eru allar númer þrjú í röð framhaldssería, sem hafa notið mikilla vinsælda. Og ef eitt- hvað er að marka máltækið: Allt er þegar þrennt er, þá ættu þær að vera lokamyndirnar í seríunum. Ekki hef ég trú á máltækinu þegar kemur að kaupunum á eyrinni í Hollywood. Þar er skortur á góðum handritum og þar af leiðandi er treyst á framhaldsmyndir og ef mynd- irnar fimm skila sama hagnaði og fyrirrennarar þeirra þá verður kýrin mjólkuð til síðasta dropa. Ekki skal samt af þessum seríum tekið, að skemmtanagildi þeirra er yfirleitt mikið og margt verra komið frá bandarísku iðnaðarfabríkunni. Spider-Man 3 Nokkur von er að Spider-Man 3 verði síðasta kvikmyndin í seríunni, þar sem aðal- leikararnir, Tobey Maguire og Kirsten Dunst, hafa lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á að leika í enn einni myndinni um Köngulóar- manninn. Þarna er miklir peningar í húfi og alltaf hægt að skipta um leikara ef þriðja myndin gengur jafn vel og þær fyrri þó það sé vafasöm ákvörðun þar sem Maguire og Dunst hafa sýnt góðan leik og samleikur þeirra er með miklum ágætum. Brúttó- tekjur af Spider-Man 1 voru 822 milljónir dollara og af Spider-Man 2, 784 milljónir dollara, samtals eru það rúmlega 110 milljarðar í íslenskum krónum. Sem fyrr leikstýrir Sam Raimi og gestaleikarar að þessu sinni eru Thomas Haden Church, James Franco, Topher Grace og Bryce Dal- las Howard. Spider-Man á í höggi við tvo óvini og hefur annar þeirra, Sandman (Church), öðlast aukinn mátt við að vera nálægt kjarnorku- sprengju og hinn, Vendom (Grace), á harma að hefna. Spider-Man 3 verður frumsýnd í Bandaríkjunum 4. maí og sama dag hér á landi. Pirates of the Caribbean: At the Worlds End Það er látið að því liggja að At Worlds End verði síðasta myndin í seríunni um sjóræn- ingjana í Karíbahafi. Að vísu er það aðeins Keira Knightley sem opinberlega hefur sagt að hún sé búin að fá nóg. Ef Johnny Depp og Orlando Bloom eru tilbúnir að halda áfram þá verður sjálfsagt fjórða myndin gerð. Mynd 2 er ein af vinsælustu kvikmyndum sögunnar. Annars urðu brúttótekjur á heimsvísu 654 milljónir dollarar af Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl og 1.054 milljónir dollarar af Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest. Í íslenskum krónum er það tæpir 120 milljarðar samanlagt. Pirates of the Caribbean: At Worlds End er nánast beint framhald af mynd tvö þar sem Will (Bloom) og Elizabeth (Knightley) fá óvænta hjálp frá Barbarossa (Geoffrey Rush) við að bjarga Jack Sparrow (Depp) en hann var numinn á brott í síðustu mynd. Leikstjóri er Gore Verbinski og hefur hann leikstýrt öllum myndunum. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 25. maí og sama dag hér á landi. Shrek the Third Skrekkur og félagar eru mættir í þriðja sinn. Fyrri myndirnar tvær urðu ekki aðeins mjög vinsælar heldur rómaðar fyrir gæði og eru meðal bestu tölvugerðra teiknimynda. Hér getum við með öruggri vissu sagt að máltækið „Allt er þegar þrennt er“ gengur ekki upp, þar sem þegar er farið að undirbúa fjórðu myndina. Teikni- myndir verða ekki vinsælli, Shrek halaði inn í brúttótekjur á heims- vísu 484 milljónir dollara og Shrek 2 920 milljónir dollara. Samtals er það í íslenskum krónum um 98 milljarðar. TEXTI: HILMAR KARLSSON KVIKMYNDIR ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER FRAMHALDSMYNDAFÁRIÐ AÐ HEFJAST: – segir máltækið, fimm framhaldsmyndir sumarsins hafa seríunúmerið 3 Tobey Maguire í hlutverki köngulóar- mannsins Peter Parker í Spider-Man 3. Jack Sparrow (Johnny Depp) fær hér óblíðar móttökur hjá Sao Feng (Yun-Fat Chow) í Pirates of Caribbean: At World’s End. George Clooney og Brad Pitt í hlutverkum sínum í Ocean’s Thirteen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.