Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Qupperneq 87

Frjáls verslun - 01.03.2007, Qupperneq 87
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 87 FÓLK L ýsing hf. fagnaði 20 ára afmæli í fyrra og er í dag stærsta fyrirtækið á eignaleigu- markaði með öfluga starfsemi bæði á einstaklings- og fyr- irtækjamarkaði. Guðrún Soffía Björnsdóttir er forstöðumaður þjónustu- og markaðssviðs: „Segja má að sviðið sé nýtt að því leyti að nýtt þjónustuver sem fór í gang í lok apríl var sett undir svið sem áður hét markaðs- og þróunarsvið. Með þessum breytingum og stofnun þjónustuversins erum við að taka stórt skref í átt til enn betri þjónustu við sívaxandi hóp viðskiptavina Lýsingar sem telja nú tæplega 20 þúsund. Starfið er gífurlega spennandi og fjöl- breytilegt þar sem markaðsleg nálgun og snertifletir við við- skiptavini okkar og hina fjöl- mörgu samstarfsaðila falla undir mitt ábyrgðarsvið. Útlánasvið Lýsingar eru tvö, annars vegar einstaklingssvið og hins vegar fyr- irtækjasvið. Markaðsleg nálgun viðskiptavina þessara tveggja sviða er nokkuð frábrugðin og því starfa kynningarstjórar á hvoru sviði fyrir sig. Þar að auki stýri ég allri framleiðslu á kynn- ingar- og auglýsingaefni fyrir Lýsingu og dreifingu á því hverju sinni, en þar hefur Birtingahúsið þó reynst haukur í horni. Síðustu mánuði hefur mikið af mínum tíma farið í mótun þjónustuversins enda mikilvægt að rétt sé staðið að öllum und- irbúningi ef útkoman á að vera sú sem ætlast er. Í byrjun munu fimm starfa í þjónustuverinu en með þessari breytingu mun upplýsingagjöf til viðskiptavina verða greiðari með það fyrir augum að þeir finni lausn í fyrsta símtali.“ Guðrún Soffía fór strax að loknu stúdentsprófi með eig- inmanni sínum, Magnúsi Ívari Guðfinnssyni, til náms við Háskólann í Alabama: „Þar bjuggum við í fjögur ár. Þessi tími var mjög skemmtilegur í minningunni en það gerir manni að sjálfsögðu ekkert nema gott að flytjast til skemmri tíma af klakanum og sjá hvernig lífið gengur fyrir sig annars staðar. Magnús Ívar, eiginmaður minn, er framkvæmdastjóri hjá BPM ráðgjöf. Sjálf held ég að ég verði að teljast frekar mikil fjöl- skyldumanneskja en það verður að segjast eins og er að svo til allur sá tími sem gefst frá vinnu fer í að hlúa að drengjunum okkar tveimur. Áhugamál okkar einskorðast því nokkuð við þá hluti sem allir í fjölskyldunni geta tekið þátt í, göngutúrar, kappleikir og útivera er eitthvað sem við reynum að eiga saman. Við erum reyndar nýkomin úr frábæru ferðalagi. Fjölskyldan fór í aprílbyrjun til New York í tvo daga og síðan færðum við okkur suður á bóginn og áttum nokkra yndislega daga í Walt Disney Resort í Flórída. Við gistum á nýju Walt Disney hót- eli og heimsóttum svo skemmti- garðana eftir því sem hentaði hverju sinni. Úr varð náttúrulega ógleymanleg fjölskylduferð sem verður lengi í minnum höfð.“ Guðrún Soffía Björnsdóttir: „Fjölskyldan fór í aprílbyrjun til New York í tvo daga og síðan færðum við okkur suður á bóg- inn og áttum nokkra yndislega daga í Walt Disney Resort í Flórída.“ forstöðumaður þjónustu- og markaðssviðs Lýsingar hf. GUÐRÚN SOFFÍA BJÖRNSDÓTTIR Nafn: Guðrún Soffía Björnsdóttir. Fæðingarstaður: Keflavík, 8. október 1970. Foreldrar: Guðrún Skúladóttir og Björn Bjarnason. Maki: Magnús Ívar Guðfinnsson. Börn: Björn Breki 8 ára og Eyþór Ernir 5 ára. Menntun: BA í almanna- tengslum og stjórnun frá Háskólanum í Alabama.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.