Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 12

Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 12
Jrönskum dögum Lag: Franskt þjóðlag Texti: Björn Þorsteinsson Viðlag: Fögnum hér á frönskum dögum, fallegur er okkar bær, var gerður hreinn í gær. Flandrarar og fínt biskví, fá nú gildi enn á ný, fransí allabaddarí. Það var fyrir fjarska löngu, flykktust skip á okkar sjó, Frakkar eltu fiskigöngu, fengu aldrei af því nóg. Fisks ef þurftu lengi að leita, lítið vannst í þeirri skák, reyna mátti að renna og beita, rauðháruðum sveitarstrák. Þegar sást til segla á vorin, sveima um hin djúpu mið, þá voru ekki spöruð sporin, að spinna og klára prjónlesið Er skúturnar á legu lögðust litlum bát var skotið út, elexírinn sumir sögðust, sækja í þeirra blöndukút. Viðræðurnar voru ei sparðar, viðskipti um og kvennafar, þessi góða Fáskrúðsfjarðar- franska leysti úr öllu þar. Af þeirra völdum meydóm missti, mörg ein hnáta í fiskikró, stundum einhver konur kyssti, karlinn þegar var á sjó. Menn framhjá liti Ijúfu sexi, lánuðu þeim gullin sín, ef þeir greiddu í góðu kexi, og gáfu mönnum brennivín. Annað slagið höppin hentu, hrepptu sumir dýran grip, þegar uppí land þeir lentu, landsmenn hirtu farm og skip. Ýmsir fyrir augu skyggðu, óskuðu strands af miðunum, síðan hér á Búðum byggðu, bryggju og hús úr viðunum. Loksins allir aftur snéru, yfirgáfu þennan stað, en vinatengslin ennþá Albert veit nú best um 12

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.