Franskir dagar - 01.07.2005, Qupperneq 20

Franskir dagar - 01.07.2005, Qupperneq 20
1 JCenderíisganga að kvöldlagi Fyrr á árum var það til siðs að taka sér kvöldgöngu, hitta fólk og blanda geði. Stoppa, spjalla um landsins gagn og nauðsynjar og njóta líðandi stundar. Nú á tímum asa og erils gefa fáir sér tíma til að rölta úti í rólegheitunum og vera ekki að fylgja eftir einhverri fyrirfram ákveðinni dagskrá, sem oftast er svo ströng að erfitt reynist að halda tímaáætlun. Dagskrá þessarar göngu, né heldur leiðin sem farin verður er ekki gefin upp nú heldur munu stjórnendur hennar hafa sína hentisemi um tilhögun eftir því sem þurfa þykir þegar þar að kemur. Það eina sem látið verður uppi á þessum tímapunkti er að gangan er ekki hugsuð til fróðleiks, ekki sem líkamsrækt og alls ekki sem neins konar óbyggðaferð eða fjallaklifur. Aðeins kvöldrölt í skemmtilegum félagsskap, ef menn óska, með smá nesti til að losa um málbeinið, og það verður farin leið sem sjaldan er gengin nú til dags, en um slóðir sem margir áttu erindi um áður fyrr. Farið verður frá Ráðhúsinu kl. 21.30. á fimmtudagskvöld. ej. í tilefni þess að í ár eru Franskir dagar haldnir hátíðlegir í tíunda skiptið, ætla nokkrir vaskir Fáskrúðsfirðingar að hjóla frá Reykjavík til Fáskrúðsfjarðar. Hópurinn leggur af stað að morgni 15. júlí og áætlar að komast á áfangastað um kl. 21:00 föstudagskvöldið 22. júlí. I' stað hefðbundinnar hjólreiðakeppni í ár, býður þessi vaski hópur Fáskrúðsfirðingum, sem og öðrum gestum Franskra daga, á öllum aldri að hjóla með sér síðasta spölinn, þ.e. frá Stöðvarfirði til Fáskrúðsfjarðar. Ráðgert er að leggja af stað frá Brekkunni á Stöðvarfirði kl. 19:00 á föstudagskvöldinu en þeir sem vilja hjóla styttra geta hitt hópinn á leiðinni. Þátttakendur undir 12 ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum (yfir 18 ára). Allir þátttakendur fá afhent viðurkenningarskjal á áfangastað. 20

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.