Franskir dagar - 01.07.2012, Side 3
Söngskemmtun í kirkjunni
Söngfuglarnir Garðar Thór Cortes, Bergpór Pálsson og Berta Dröfn Omarsdóttir ásamtpíanóleikaranum
Aðalheiði Þorsteinsdóttur, halda tónleika í Fáskrúðsfjarðarkirkju á Frönskum dögum.
Það verður létt yfirbragð yfir tónleikunum, allt
frá frönskum óperuaríum úr Carmen til 12. sept-
ember, Jóns Múla og ýmissa auglýsingalaga í
nýjum búningi.
Þess má geta að Berta Dröfn er barnabarn
Oddnýjar Jónsdóttur og Þorvaldar Jónssonar á
Sunnuhvoli. Hún stundar nám við Söngskólann
í Reykjavík. Oddný, amma Bertu var annálaður
hagyrðingur. Á tónleikunum frumflytur Berta
nokkur ljóð ömmu sinnar við eigin lög.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir
lauk námi frá tónfræðadeild Tónlistarskólans í
Reykjavík og organistaprófi frá Tónskóla Þjóð-
kirkjunnar.
Hún hefiir um árabil fengist við ýmis störf tengd
tónlist, leikið með kórum og mörgum af fremstu
söngvurum þjóðarinnar. Til dæmis hefur hún
verið aðalpíanóleikari Léttsveitar Reykjavíkur
og útsetningar hennar eru rómaðar.
Berta Dröfn Ómarsdóttir
stundar söngnám við Söngskólann í Reykjavík
hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og lauk átt-
unda stigi í söng nú í vor. Næsta vetur stefnir hún
á burtfararpróf í klassískum söng. Hún
var skiptinemi í Kosta Ríka, stundaði
hönnunarnám á Italíu, er með BA-
gráðu í ítölsku frá Hl og er lærður leið-
sögumaður.
Berta hefur sungið við ýmsar kirkju-
legar athafnir og á tónleikum. Hún á
ættir að rekja bæði á Fáskrúðsfjörð og
í Breiðdalinn.
Bergþór Pálsson
lauk B.M. og Master’s námi frá Indiana
University og leiklistarnámi frá Drama
Studio London. Hann hefur tekið þátt
í mörgum óperuuppfærslum, haldið fjölda ein-
söngstónleika, sungið einsöng með Sinfóníu-
hljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur
svo og einsöng í mörgum kórverkum.
GarðarThór Cortes
hóf söngnám í Söngskólanum í Reykjavík. Eftir
það stundaði hann nám við Hochschule fur Dar-
stellende Kunst und Musik í Vínarborg, sótti
einkatíma í Kaupmannahöfn og stundaði nám
við óperudeild Konunglega tónlistarháskólans
í Lundúnum.
Garðar Thór hefur komið víða fram og haldið
einsöngstónleika, sungið I söngleikjum, óratóríum
og óperum hér heima, víðsvegar í Evrópu og
í Bandaríkjunum. Garðar hefur sungið á tón-
leikum með Sinfóníuhljómsveit Islands og með
sópransöngkonunni Kiri Te Kanawa og kom
fram á lokatónleikum Proms-tónlistarhátíðar-
innar í London.
Garðar Thór og Bergþór fóru báðir með hlut-
verk í La Bohéme í íslensku óperunni sl. vetur.
3 •