Franskir dagar - 01.07.2012, Qupperneq 5

Franskir dagar - 01.07.2012, Qupperneq 5
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANf AIS íbúdarhúsið íDölum. Inngangurinn íhúsið varjyrirpvt miðju að sunnanverðu, hann var aðeins notaður á sumrin. T.v. var stofan, t.h. var herbergi Hösku/dar og Guðbjargar. Bjöm Stefánsson reisti húsið sem kom tilsniðið frá Noregi. Viðbygging var norðan við húsið, par var jýrstu árin sameiginlegt eldhús, en pví var skipt pegar Vilborg og Steinn hófu sinn búskap. Vestan við húsið var viðbygging, ávallt nefnd Púltið, parvarannar inngangur í húsið. Ásvefnlofti var rúmgott herbergi og tvö lítil í framenda. var farinn og amma hlýddi okkur yfir. Svo kom hann á vorin, hálfum mánuði fyrir próf.” Björn Stefánsson frá Höfðahúsum var fyrsti kennarinn,þá Zophónías Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal og loks Guðbjörg Magnúsdóttir. LEIKIR Á hverju kvöldi á veturna sagði Guðbjörg börn- unum sögur á meðan hún prjónaði. Hún kunni óþrjótandi fjölda af sögum og sagði skemmtilega frá. Þegar hún missti niður lykkju sagði hún: „Bíðið aðeins”, svo spurði hún: „Hvert var ég nú komin?” Við vissum það auðvitað. Denni ungur að árum. Hann minnist með hlýhug uppvaxtar- áranna t Dölum. Þar var honum tekið opnum örmum af heimilisfólkinu sem sýndi honum mikla ástúð, ömmu sína hafði hann einu sinni eða tvisvar séð áður og flesta aðra aldrei áður. „Þegar ég kom pangað fýrst voru á bæjarhlaðinu Steinn og Magnús. Steinn kraup á kné og var að snúa hverfissteini. Þeir voru að búa sig að smalafénu til að rýjaþað,því var smalað undir fossinn iHrútánni Á kvöldin voru krakkarnir látnir tægja, kemba og tvinna á halasnældu. Háttatími var milli níu og tíu á kvöldin og fótaferð um níu. Denni segist hafa verið mjög frjáls, hann fór út á morgnana og kom inn á kvöldin. Krakkarnir léku sér meðal annars í Dalsá við silungaveiðar. Veiðistangirnar voru hrífusköft, spotti og krókur. Einnig var fiskurinn veiddur upp með höndum. Á haustin var veitt í Silungalæknum. Leikfong bjuggu krakkarnir í Dölum til sjálf, svo sem boga og flugdreka. Pírubogi var sveigbogi úr tunnusveig utan af strokktunnum, hann var festur á spýtu og þá var hægt að sigta eftir því, örvarnar vom tálgaðar spýtur. „Flugdreka höfðum við líka, ég kunni að búa þá til frá Eskifirði. Við höfðum spýtukross, límdum pappa á, svo var á honum hali með slaufiim. Skemmtilegast þótti okkur að fara í útilegumannaleik. Auk þessara leikja fóru krakkarnir oft að fossi í Hrútánni á sumrin með nesti. Algengt var að fólk kæmi frá Búðum ríðandi til að njóta fal- legrar náttúru við fossinn.” Gestagangur var allmikill í Dölum, bæði kom fólk frá Búðum og annars staðar frá í heimsókn. Leiðin yfir Stuðlaheiði var í þjóðleið á sumrin. Um þriggja tíma gangur er þar yfir. Margir komu við og þáðu hressingu. Guðbjörg var vel að sér í ættfræði og þegar gesti bar að garði var hún fljót að ættfæra fólkið. „Einu sinni kom Austurríkismaður, Hugo Blank að nafni, hann gisti hjá okkur í tvær nætur síð- sumars 1937, hann gæti hafa verið njósnari, en það veit ég ekkert um,” segir Denni sposkur. Aðspurður um hvað var borðað dags daglega segir Denni að á morgnana hafi verið skyr eða hræringur, flóuð mjólk og slátursneið. Aftur var borðað upp úr hálf ellefu og hádegisverður klukkan tvö. Saltfiskur og siginn fiskur fékkst á Búðum í skiptum fyrir slátur. Fjórar 200 h'tra eikartunnur af sláturmat voru í kjallaranum. Þá vom brauð bökuð, bæði úr rúgi og hvítu hveiti. Kleinur og jólakökur voru oftast til. Pottbrauð voru bökuð á hlóðum í Strompinum. Deigið var sett í pott og öðrum potti hvolft yfir. Svo var glóðunum raðað allt í kring og bakað hátt í tvo sólarhringa. Á haustin var kjöt soðið niður, steikt kjöt var sett í krukkur, soði hellt yfir og flot brætt yfir. Þá voru krukkurnar settar í pott og soðnar í vatns- baði. Einnig voru búnir til ostar, bæði mysuostur og hlaupostur. Ostagerðin þótti heilmikil vís- indi. Stundum var selt smjör, en það var yfirleitt strokkað eftir þörfum. Heimilisfólkið þvoði sér hálfsmánaðarlega úr bala í eldhúsinu. Aukabað var ef fólk blotnaði. „Frá því í maí til september gengum við börnin Aftari röð: Friðrik, Hermann, Sigrún og Guðbjörg. Fremri röð: Hulda, Vilborg Sigfúsdóttir, Marinó Guðfinnsson og Sigríður. 5

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.