Franskir dagar - 01.07.2012, Side 22

Franskir dagar - 01.07.2012, Side 22
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANfAIS Texti og myndir: Albert Eirtksson Þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu. I góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði. Hafdís Pdlsdóttir, Eyrún EUsdóttir, Oddrún Pálsdóttir með Vigdísi Huld Vilbergsdóttur ífanginu, Svava Magnúsdóttir og Tania Li Mellado. Eiginmönnunum hefur aldrei verið boðið að vera með en peir stofnuðu Risk spilahóp og hittast reglulega og spila. Sú sem heldur saumaklúbbinn sér um veitingar. Þœr viðurkenna að p<cr sitji stundum lengiframefiir, en vilja taka fram að jecr sitji alls ekki eins lengi og saumak/úbburinn sem var t blaðinu ífyrra. Upphaflega voru þær sjö sem stofnuðu klúbbinn og segja stoltar frá því að samtals eigi þær 21 barn. Þær tvær sem vantar, eru fluttar annað, Hildur Hlín Sigurjóns- dóttir og Helga Snædal. Hefð er komin á svonefndan kjóla- hitting fyrir hjónaballið, þá eru kjólar mátaðir og álit fengið hjá hinum. Þetta fyrirkomulag mælist sérstaklega vel fyrir og þær vilja ekki fyrir nokkurn mun sleppa kjólahittingnum. Eins og gengur hjá ungum konum er nokkuð rætt um meðgöngu, barnauppeldi og kúkableyjur, segja • 22 þær glaðhlakkalega og bæta við að alltaf hafi einhver þeirra verið ólétt, þar til síðasta vetur. Desperate housewives kom oft við sögu og þær segja auðvelt að sjá smá hluta af sjálfum sér í skvís- unum og viðurkenna auðmjúkar að þeim hafi stundum vöknað um augun við að lifa sig inn í efni þátt- anna í umræðum saumaklúbbsins. Aðspurðar segjast þær vera mjög duglegar að prjóna og sauma. Tania segist geta sannað það með nýprjónaðri ermi sem sé.... hummmm........ sem sé einhvers staðar!

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.