Franskir dagar - 01.07.2012, Page 24
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANfAIS
SANGRÍA
Vi flaska rauðvín
5 cl apríkósulíkjör
örlítill sykur
2 appelsínur
2 epli
1 stróna
klaki
Hellið rauðvíninu í fimm glös. Bætið apríkósulíkjör í glösin og
svo örlitlum sykri. Skerið appelsínurnar, eplin og sítrónur í bita
og setjið í glösin. Látið klaka í og fyllið upp með sódavatni.
SVART ÓLÍVUMAUK
400 g dós svartar ólívur, safi sigtaður frá
1/3 rautt chili-aldin, fræhreinsað
2 hvítlauksgeirar
1 tsk. kummin
1 msk. óreganó
1 dl ólífuolía
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.
Berið fram með niðurskornu snittubrauði.
Ólivumaukið birtist uppkaflega í Gestgjafanutn.
SPÍNATÍDÝFA
Frosið spínat (7-8 kúlur)
1 dós sýrður rjómi
1/3 dós majones
Vi bréf púrrulauksúpa, elduð í þykkt mauk í litlu vatni
smá salt (eftir smekk)
pínu karrý
Hrærið allt saman og bragðbætið eftir smekk.
Afþýðið spínat, kreistið allt vatnið úr og blandið
saman við gumsið með gaffli, til að losa það í sundur.
Einnig er gott að stappa hreinan fetaost og hræra út í.
24