Franskir dagar - 01.07.2012, Side 27
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANfAIS
Gunnlaugur Haraldsson frá Siglufirði og Gunnpór Guðjónsson.
Gunnlaugur var síldarmatsmaður á Hilmisplaninu
Ljósmynd: Sigurður Þorgeirsson
uppstreymið væri svo mikið að ekki væri nokkur
leið að fara á kamarinn. Þau segja hana hafa rifist
og skammast öllum stundum yfir þessum kamri.
Sá sem ýtti síldinni af færibandinu til stúlknanna
stóð klofvega á því á þar til gerðri plankabraut
og sá til þess að hvergi vantaði síld með því að
ganga eftir plönkunum og ýta henni niður með
sköfu. Einnig þurfti að passa að ekki stíflaðist
gatið þar sem síldin kom inn. Stundum var Skúli
á bandinu. „I hádeginu fóru allir heim í mat. Eg
var örþreyttur enda langar vaktir að baki. Eg fór
á klósettið og vaknaði sitjandi á því klukkutíma
síðar. Þá hljóp ég niður á plan á harðahlaupum en
sem betur fer hafði gatið ekki stíflast á meðan.”
BORGAÐ ÚT
Borgað var út vikulega. Sett voru látúnsmerki í
stígvél síldarkvennanna um leið og full tunna var
tekin og í lok dagsins voru merkin talin. Stígvélin
voru oftast stútfull og þung.
,Aha í Lækjarmóti (Aðalbjörg Hjartardóttir) var
afar handfljót og saltaði gjarnan fjórar tunnur á
klukkutíma og vann til verðlauna fýrir afköst,”
segir Sjöfn og bætir við að mörg dæmi hafi verið
um að fólk hafi vakað í meira en sólarhring í
söltuninni.
Bragi Linda við útskipun á sild
Tekið á Pólarsíld, Sólfari og Eldey við löndunarbryggjuna.
Egill Guðlaugsson fór í banka á Eskifirði til að
sækja peningana í launaumslögin. Einhverju
sinni fór Egill norður að sækja síld og í sömu
ferð sótti hann slátur fýrir konuna sína. Þegar
hann kom heim finnur hann hvergi peningana
þrátt fyrir mikla leit og fór því aftur norður og
sótti sömu upphæð. Hilmar Gunnþórsson var
fenginn til að þrífa bílinn nokkrum mánuðum
síðar. Þegar hann opnaði skottið gaus upp vond
lykt af sviðahausunum sem þar höfðu verið síðan
um haustið og einnig var þar umslag úttroðið af
peningunum.
LANDLEGUR OG SKEMMTANIR
Síldarstúlkurnar settu rúllur í hárið, slæðu yfir
og svo bómull fremst til að fá ekki óhreinindi í
hárið. Þetta var gert til að vera tilbúinn á ball ef
skyndilega kæmi bræla. Dansleikir voru auglýstir
með bleikum miðum á ljósastaurum í bænum.
Allir vissu hvað bleikir miðar táknuðu.
Böllin byrjuðu stundum klukkan átta og oftast
var húsinu lokað klukkan hálf tólf.
„Stundum myndaðist spenna á böllunum þegar
aðkomumenn voru að dansa við stúlkurnar í
bænum og eitthvað var um slagsmál. Þá var það
illa séð þegar þeir fylgdu stúlkunum heim.
I brælum var dansað kvöld eftir kvöld, aldrei
heyrðist talað um að konur ættu ekki kjóla til að
fara í. Lífsgleðin var svo mikil að það voru engin
vandamál,” segir Sigurbjörg.
Eitt sinn var Guðný að koma af Atlavíkur-
skemmtun ásamt fleirum. „Þegar við vorum að
koma yfir Staðarskarðið sáum við hvar bátarnir
streyma inn fjörðinn fuflir af síld. Hópurinn var
meira og minna ósofinn og það passaði til, þegar
við komum í bæinn var ræst út í söltun.
I lok síldarvertíðar árið 1967 var haldið svonefnt
Pólarball í Skrúð, einskonar lokaball. Þegar líður
að lokum ballsins fréttist að bátur sé á leiðinni
í land með 350 mnnur. Ollum þótti sjálfsagt að
fara beint í söltun eftir ballið.”
A stldarárunum hafði Jónas Jónasson á Breióabliki mikiö að
gera við að smíða krónuhringi. Hann hitaði krónuna par til
hún varð glóandi heit á vel kyntri eldavél og málmurinn varð
mjúkur, pá meitlaði hann gat á hana með heimasmíðuðum
meitli og sló hana síðan til á steðja. Stœrðin réðst svolítið af pví
hve mikið var tekið innan úr og hve pykkur hringurinn varð.
Eigandi: Valbjörn Pálsson. Mynd: Sigurjón Hjálmarsson.
VÍN í PÓSTKRÖFU
Strákar gengu um bæinn og „smöluðu” í póst-
kröfii á víni frá vínbúðinni á Seyðisfirði. Það tók
nokkra daga að fá vínið þaðan. Sumir lánuðu vín
en fengu borgað aftur í víni en ekki í peningum.
Nokkur dæmi þekkja þau um að menn sem urðu
uppiskroppa með vín á miðri nóttu, og vissu um
að vínkrafa væri á pósthúsinu, fóru til Margeirs
Þórormssonar sem klæddi sig og fór á pósthúsið
til að afgreiða vínið.
ÝMISLEGT FLEIRA
Þegar hingað er komið er kominn svo mikill galsi
í frásögn okkar fólks að það er ekki nokkur leið
að hætta, skemmtisögurnar fljúga: Einsetumaður
bankaði kófsveittur hjá nágrannakonu sinni og
spurði hvað þyrfti að sjóða baunir lengi. Hún taldi
27.