Franskir dagar - 01.07.2012, Síða 34

Franskir dagar - 01.07.2012, Síða 34
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANfAIS tekið á móti yfirmönnum skipa sem áttu leið um Fáskrúðsfjörð og þeim boðið upp á veislukost. I dagbókinni er greint frá gróðri og landslagi umhverfis stöðina auk þess sem fram kemur að Stapel safnaði fallegum steinum. Lítillega er fjallað um dýralífið fyrir utan hvalina en þó er getið um íslenska hestinn og rottur sem voru plága á hvalstöðvunum á þessum tíma. Islendingunum sem Stapel umgekkst er lýst af mikilli hlýju en í Villunni starfaði til dæmis ávallt íslensk ráðskona. Þrátt fyrir að dagbókarritarinn skrifi afar vel um landið og íbúana þá ríkti engu að síður fögnuður í hjarta hennar þegar Fáskrúðs- íjörður var kvaddur. Heinrich Grohmann, Anne dóttir hans og Bertha Stapel sigldu á brott frá Fáskrúðsfirði með gufuskipinu Vesta hinn 25. ágúst 1905. Hér verður ekki fjallað nánar um dagbókarskrif fröken Stapel en lesendur geta átt von á ítarlegri skrifum um þau í væntanlegri hvalveiðisögu og ekki síður í sögu Fáskrúðsfjarðar sem nú er hafin vinna við. Höfundur vinnur að ritun hvalveiðisögu Islands og sögu Fáskrúðsjjarðar. Blaðsiða í dagbók frðken Stapel. .34

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.