Franskir dagar - 01.07.2015, Síða 22

Franskir dagar - 01.07.2015, Síða 22
Fpðjxskip d&gdP ® [esjovips j-pdjx^ais Texti: Magnús Stefánsson Myndir: Ymsir ) I IM .m .1 . , rM a r. \ c 1 1 ‘elðigio 1^6 >ikt\ip ðk rð^KPuö sppdi •i / f* ' sjotru og yinuw ðiPðk Ungmennafélagið Leiknir á Fáskrúðsfirði fagnar sjötíu og fimm ára afmæli seint á þessu ári. Félagið var stofnað 25. desember árið 1940. Því miður hefitr fundargerð stofnfundarins ekki varðveist en í skýrslu yfir starfsemina árið 1941 sést að félagar hafa verið 63 fyrsta árið, 28 konur og 35 karlar, þar af voru þrettán innan sextán ára aldurs. Varð- veist hefur sjóðbók félagsins frá fyrstu starfsárum þess og þar er að finna skrá yfir þá sem greiða félagsgjald árið 1941. Af þessari skrá má ráða að flestir stofnendanna hafa verið ungir að árum en einnig er í hópnum margt fullorðið fólk sem stutt hefur við bakið á þeim yngri við félagsstarfið. Ungmennafélagshreyfmgin hafði fyrir löngu fest sig í sessi í landinu þegar svona langt var komið fram á öldina. Fyrsta félagið, Ungmennafélag Akureyrar.var stofnað árið 1906 ogUngmenna- félag Islands var stofnað árið eftir. Hreyfingin óx hratt næstu ár enda ríkti bjartsýni í landinu eftir aldamótin og sjálfstæðisbaráttan var í algleymingi. Æskan hreifst með, hún átti sér háleitar hugsjónir og beitti ungmennafélögunum í þeirra þágu. Arið 1912 var Iþróttasamband Islands stofnað og þegar fram liðu stundir gerðust ungmennafélögin aðilar að hvoru tveggja samtakanna. Mjög var misjafnt eftir landshlutum hversu snemma ungmenna- félögin voru stofnuð og tóku Austfirðingar frekar seint við sér í þeim efnum. Þrjú ungmennafélög önnur en Leiknir hafa starfað í Fáskrúðsfirði. Vitað er um Ungmenna- félagið Hörð, það fékk inngöngu til ÍSÍ 20. maí árið 1912 eða 1914 undir nafni íþróttafélags. Ungmennafélagið Skrúður var stofnað 17. júní 1934 og Arvakur árið 1947. Öll voru þessi félög í Fáskrúðsfjarðarhreppi og ekkert þeirra er lengur starfandi. Aðdragandi félagsstofnunar Þegar við hugsum til baka um þessi sjötíu og fimm ár, sem Leiknir hefúr starfað, hlýtur sú spurning að brenna á vörum hvað hafi orðið til þess að hópur ungs fólks hratt af stað félagsstarfi sem reynst hefur jafnlífseigt og gefið félagsmönnum og samfélaginu í heild jafnmikið og ungmenna- félagið Leiknir hefur gert. Sega má að skemmtileg tilviljun hafi ráðið því að málin þróuðust á þann veg sem varð. Ungur kenn- ari, Gunnar Ólafsson að nafni, fæddur norður í 22 Miðfirði, kom til starfa á Fáskrúðsfirði haustið 1939. Hann hafði almenna kennaramenntun og var einnig lærður íþróttakennari og hafði starfað sem skíðakennari á nokkrum stöðum á Austur- landi síðla vetrarins áður. Gunnar ráðgerði að fara til Danmerkur þetta haust til frekara náms og fór til Eysteins Jónssonar sem þá var fjármálaráðherra til að kría út einhvern farareyri eins og hann komst sjálfur að orði. Eysteinn sagði Gunnari að hann hefði ekkert til Dan- merkur að gera, hann skyldi fara austur á land til kennslu, það væri laus kennarastaða á Fáskrúðsfirði. Gunnar fór að ráðum Eysteins og réð sig til kennslustarfa á Fáskrúðsfirði og bjó þar til ársloka 1945. Þá flutti hann til Neskaupstaðar ásamt konu sinni, Ingibjörgu Magnúsdóttur, þar sem hann tók við starfi skólastjóra. Þeirri stöðu gegndi hann síðan um áratuga skeið. Gunnar fann fljótt eftir að hann hóf störf á Fáskrúðsfirði að unga fólkið hafði þörf fyrir félagslíf. Engar íþróttir voru stundaðar og félagsstarf var fábreytt. Kvenfélagið starfaði reyndar af dugnaði og verka- lýðsfélagið en að öðru leyti fannst þessum utanaðkom- andi manni lífið frekar dauft í þorpinu. Hann fór fljódega að kenna unga fólkinu leikfimi, knattleiki og badminton að ógleymdri skíðaíþróttinni sem hann innleiddi á Fáskrúðsfirði. Kennsla, sem gat verið innan húss, fór fiam í leikfimisalnum en var ekki á vegum skólans, þar var Gunnar aðeins al- mennur kennari. Leikfimi var í hávegum höfð, Gunnar var eindregið þeirrar skoðunar að fimleikar væru undirstaða allrar íþróttaiðkunar og þjálfúnar, fimleikar væru heppilegasta greinin fyrir unga iðkendur og síðar veldu þeir sér aðrar greinar eftir því sem hentaði hverjum og einum. I þessum hóp, sem þarna lék sér saman, þróaðist sú hugsjón að mynda félagsskap og það varð Fimleikahópur á Fáskrúðsfirði við lýðveldistökuna 1944. 1. Aðalheiður Þórormsdóttir; 2. Petra Þórlindsdóttir, 3. Valdís Halldórsdóttir, 4. Hulda Karlsdóttir, 5. Maria Jóhannsdóttir, 6. Ragnhildur Eiðsdóttir, 7. Ásta Garðarsdóttir, 8. Stefanía Ingólfsdóttir, 9. Guðrún Einarsdóttir, 10. Gunnar Ólafsson, 11. Aðalbjörg Sigurgeirsdóttir, 12. Kristin Sigbjömsdóttir, 13. Halla Agústsdóttir, 14. Karólína Aðalsteinsdóttir, 15. Oddný Sigurbjömsdóttir, 16. Oddný Björgvinsdóttir, 17. Kristin Þórlindsdóttir, 18. Guðrún Björgvinsdóttir, 19. Pálína Ottósdóttir, 20. Aðalheiður Valdimarsdóttir, 21. Guðrún Jóhannesdóttir, 22. Asa Björgvinsdóttir, 23. Guðrún Jónsdóttir, 24. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, 25. Jón Antoniusson, 26. Asmundur Jónsson, 27. Haukur Vilhjálmsson, 28. Trausti Gestsson, 29.Jakob Jóhannesson, 30. Kári Jónsson, 21. Aðalsteinn Aðalsteinsson, 32. Bjöm Antoníusson, 33. F/osi Þórormsson, 34. Armann Jóhannsson, 35. Konráð Eyjólfsson, 36. Lára Þór/indsdóttir, 37. Sverrir Jóhannesson, 38. Þráinn Þórarinsson, 39. Már E/isson, 40. Friðrik Jóhannesson, 41. Þór Elísson, 42. Erla Björgvinsdóttir, 43. Sigurbjörg Bergkvistsdóttir, 44. Sveinn R. Eiðsson, 45. Örn Eiðsson, 46. Óskar Agústsson, 47. Friðrik Stefánsson, 48. Guðlaugur Sigurðsson, 49. Ólafur Jónsson, 50. Laufey Sigurðardóttir.

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.