Franskir dagar - 01.07.2015, Page 37

Franskir dagar - 01.07.2015, Page 37
Texti og myndir: Albert Eiríksson Heimildir: Arbók F.í. 1955. Stefán Einarsson Arbók F.í. 2002. Hjörleifur Guttormsson Múlaping27. Freysteinn Sigurðsson Ppðj\ski> ckg&p ® [esjoups |paj\gai§ Það er bæði gaman og fróðlegt að velta fyrir sér tilkomu og uppruna nafnsins Fáskrúðsfjörður. Varla er hægt að segja að einhver þeirra sé rétt- ari en önnur, þó geta allir verið sammála um að nafnið á firðinum er tengt eynni Skrúð í fjarðar- mynninu. Þegar fólk nálgast Fáskrúðsfjörð landleið eða af hafi í björtu veðri verður eyjan Skrúður það fyrsta sem augað nemur þar sem hún rís frá haf- fleti tignarleg og litrík. Það er ekki að undra að fjörðurinn inn af sæki nafn til hennar. I kirkjuskrá Páls Jónssonar prests á Kolfreyjustað, sem gerð var um aldamótin 1200, kemur fram að fjörðurinn hafi heitið til forna Skrúðsfjörður. Ef til vill hefur Skrúðurinn áður fyrr heitið Fá- skrúð eða Fáskrúður, samkvæmt Páli Vídalín lögmanni í skýringum yfir fornyrði Lögbókar. Fyrrihluti nafnsins er þá ef til vill nafnorðið Fá -glans eða gljái- og er þá vísað til sjávarlöðurs við eyjuna. Eitt örnefni með þessum fyrri lið er Fá- skrúðsey, sem ekki hefur verið staðsett en gæti átt við um Skrúð. Páll Vítalín nefnir í áðurnefnum skýringum skerið Fáskrúð fyrir Vatnsnestanga í Húnavatnssýslu. Fáskrúðsfjörður eða Frá-skrúðsfjörður finnst sem ritháttur nokkuð jöfnum höndum á 19. öld. I Austfjarðalýsingu skráðri um 1856 af Gutt- ormi Pálssyni presti í Vallanesi 1775-1860 og áður lengi á Hólmum í Reyðarfirði ritar hann eingöngu Fráskrúðsfjörður. Ólafiir Indriðason prestur á Kolfreyjustað 1796-1861 notar hins vegar Fá-ritháttinn í sóknarlýsingu frá 1841 en getur eftirfarandi: „Hann skrifast af mörgum Fráskrúðsfjörður en í Landnámu nefnist hann hinsveginn og mun það réttara þótt óljósara þyki hvörsu það er tilkomið...” Hér sem oft endranær falla menn fyrir Landnámu-rithætti. Ólafur segir enn fremur: „í Skrúð er fuglager, sem heldur honum grænum vetur sem sumar. Mun nafnið af því dregið. Hins vegar hefur mér komið til hugar, að Fáskrúðsfjörður gjaldi Skrúðsins og hafi verið svo nefndur af landnámsmanni, sem ef til vill kom í fjörðinn snemma vors eða um vetur og þótti strendur hans folar og fáskrúðugar í samanburði við grænan Skrúðinn. Er þó langt frá því, að Fáskrúðsfjörður sé fáskrúðugri en aðrir firðir austanlands, og dalirnir upp af honum eru bæði grösugir og skógi vaxnir. Nafnið Fáskrúðsfjörður gæti allt eins verið af gelískum uppruna, auðskilið og viðeigandi, nefni- lega Fa-sruth (Fa-srúþ). Fa er eins konar stað- aratviksorð og merkir við eða innan við, struth þýðir straumur eða röst. Fasruth (Fasrúþ) þýddi þá “við röstina”. Þarf þá litlu að breyta til að fá Fáskrúð og Fáskrúðsfjörð, en Skrúðurinn héti að réttu Straumey." Sandfell'frá Kolfreyjustað,fremsterHraunagerði. 37

x

Franskir dagar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.