Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður S.R. Markússon, vöruflutningabílstjóri, Ægisvöllum 10, Keflavík, lést á heimili sínu 11. apríl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 18. apríl kl. 14:00. Elín Óla Einarsdóttir, Kristín R. Sigurðardóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Grétar Ólason, Katrín Sigurðardóttir, Klemenz Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum af alúð auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Eiríks Júlíusar Sigurðssonar vélstjóra, Smáratúni 12, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Anna Vernharðsdóttir og fjölskylda. Eignamiðlun Suðurnesja er flutt í nýtt húsnæði og er nú staðsett í nýbyggingu Glitnis við hliðina á pósthúsinu í Reykjanesbæ. Fyr ir tæk ið var stofn að í byrjun maí 1978 og er því 30 ára á þessu ári. Það var stofn að af þeim hjón um Hannesi Arnari Ragnarssyni og Halldóru Lúðvíksdóttur. Hann es starf aði sem toll- vörður á þessum tíma og ætl- aði að hafa fasteignasöluna sem aukastarf á milli vakta. En starfsemin óx hröðum skref um og varð fljót lega miklu meira en fullt starf. Nú- verandi eigendur, Sigurður Vignir Ragnarsson og Valdís Inga Steinarsdóttir, tóku við fyrirtækinu í júní 1981. Stars menn ES eru fimm í dag en auk höfuðstöðvanna í Reykjanesbæ er rekin skrif- stofa í Grindavík. Starfsmenn Eignamiðlunar Suðurnesja í nýju húsnæði í Reykjanesbæ: Sigurður V. Ragnarsson, Snjólaug K. Jakobsdóttir og Ásta Grétarsdóttir. Á myndina vantar Júlíus Steinþórsson. VF-mynd: elg Eignamiðlun í nýtt hús- næði á 30. afmælisárinu Nokkur styr hefur staðið um nýja fjölnota íþróttahúsið í Grindavík að undanförnu, nánar tiltekið um hlaupa- eða göngubraut inni í hús- inu. Skiptar skoðanir voru á málinu á milli aðalstjórnar UMFG og knattspyrnudeildar félagsins og kom það berlega í ljós á síðasta bæjarráðsfundi þar sem báðir aðilar lögðu fram bréf til ráðsins þar sem afstaða þeirra var reifuð. Bitbeinið er hvort leggja eigi braut úr tartan, sem er hefð- bundið undirlag á hlaupa- brautum, í kringum gervigras- völlinn. Samkvæmt áætlunum er einungis braut öðru megin við völlinn. Í bréfi aðalstjórn- arinnar kom fram sú ósk að bæjaryfirvöld sjái til þess „að húsið komi til með að þjóna öllum bæjarbúum á sem fjöl- breyttastan hátt“. Gunnlaugur Hreinsson, for- maður aðalstjórnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að í bréfinu hafi þau viljað benda bæn um góð fús lega á það að með þessu yrði e.t.v. illl- mögulegt að ganga hringinn á meðan knattspyrnuæfingar stæðu yfir. „Það myndi tak- marka notagildi hússins ef ekki væri hægt að ganga þar frá kl. 3 á daginn til kl. 11 á kvöldin allan veturinn. Við erum að vona að bæjaryfir- Grindavík: Tekist á um hlaupabraut völd muni sjá til þess að það verði pláss fyrir fólk að ganga hringinn.“ Gunnlaugur bætir því við að eðlilega hafi knattspyrnu- deildin hugsað um sinn hag í málinu, en aðalstjórnin þurfi að hugsa um hag allra. Hann taldi að ekki þyrfti meira en 250 til 280 cm braut til að umferð gangandi gæti gengið snurðulaust fyrir sig. „Við erum að vonast til þess að auka hreyfingu almennings á næstu árum og þá er þetta eini staðurinn í Grindavík þar sem hægt er að ganga eða skokka innandyra. Við erum vongóðir um að okkur hafi tekist að koma þessari skoðun okkar áleiðis. Ég held alla vega að fólk muni aldrei sætta sig við að þurfa að labba fram og til baka.“ Ólafur Örn Ólafsson, bæjar- stjóri Grindavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að ósk aðalstjórnar um tartan-braut allan hringinn hafi í raun verið hafnað. „Það var ákveðið að halda sig við upphaflegt plan sem gerði ráð fyrir hlaupa- braut öðru megin í húsinu. Hins vegar höfum við alltaf lagt áherslu á að hægt væri að labba hringinn þó það sé á gervigrasi hluta leiðarinnar. Nú er verið að merkja völlinn og samkvæmt öryggisreglum KSÍ er skylt að hafa a.m.k. þrjá metra frá vellinum út í vegg, sem hefur í för með sér að hægt er að labba hringinn.“ Húsið verður mikil bylting fyrir hið öfluga íþróttalíf í bænum þar sem grunnhug- myndin með húsinu var að færa alla starfsemi knattspyrn- unnar þangað og losa með því um tíma í sal íþróttahúss- ins. Það gæfi öðrum deildum UMFG frekara svigrúm og bætta að stöðu til æf inga. Annar þáttur í því var vissu- lega líka að skapa betri að- stöðu fyrir almenning til að hreyfa sig og kemur bráðlega í ljós hvernig til tekst.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.