Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 18
18 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Óhætt er að full yrða að þotuskýlin á gamla varnar- svæðinu séu rammgerðustu mannvirkin sem fyrirfinnast á landinu. Bandaríkjaher lét byggja þau um miðjan ní- unda áratuginn samkvæmt s t röng u s tu k röf u m o g stöðlum við slíkar byggingar. Alls voru byggð 13 slík skýli á Vell inum og er hvert og eitt þeirra um 900 fermetrar að stærð. Í hvert þeirra fór jafn mikið magn steypu og hefði þurft í 25 einbýlishús enda veggirnir 1,20 metri á þykktina. Sagt var að menn hefðu verið í vandræðum við að koma steypunni í mótin á sínum tíma því járnabind- ingin var svo þétt með steypu- styrktarjárnum sem náðu allt að 3ja tommu þykkt eða 7 sentimetrum. Byggingarnar áttu líka að þola allt nema allra stærstu sprengjur. Þegar mest var voru 18 her- þotur staðsettar í Keflavíkur- stöðinni. Eftir að Varnarliðið hóf að draga úr starfseminni fóru þotuskýlin að standa auð eitt af öðru. Í lokin voru ekki nema fjórar þotur eftir. Að sögn Friðþórs Eydals, fyrrum upplýsingafulltrúa Varnarliðs- ins, voru skýlin í fullri notkun í um það bil áratug. Ekki hefur verið fundin önnur nýting fyrir þotuskýlin eftir að íslensk stjórnvöld tóku við varnarstöðinni en menn hafa velt upp þeim möguleika að þau geti hentað undir gagna- ver. Iðnaðarmenn á Suðurnesjum fóru í skoðunarferð um gamla varn ar svæð ið nú nýverið þar sem m.a. gömlu þotu- skýlin voru skoðuð og þótti mönnum mikið til koma. Rammgerðustu byggingar landsins standa auðar Níðþungar stálhurðarnar á þotuskýlunum eru engin smásmíði. Feiknastórum hlemmunum er stjórnað með stórvirkum glussatjökkum þegar þeir eru felldir í heilu lagi. Hér horfa iðnaðarmennirnir á í andakt þegar opnað var fyrir þá inn í dýrðina. VF-mynd: elg. Iðnaðarmenn á Suðurnesjum skoðuðu gamla varnarsvæðið:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.