Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 4
Af hverju bann? Hjá venjulegum heimilum er raflýsing um 20% af rafmagnsneyslunni. Um ferfaldur til fimmfaldur munur er á milli þeirra ljósapera sem eyða minnstu rafmagni og þeirra sem eyða mestu. Það þýðir að ef við færum okkur yfir í sparsamari raflýsingu gæti það minnkað orkunotkun heimilanna um 10­15%. Áætlaður árangur Með banni á glóperum er áætlað að borgarar innan Evrópusam­ bandsins (ESB) muni spara allt að 40 TWh (Teravattstundir) á ári sem er jafnmikið og: • öll raforkunotkun á u.þ.b. einu ári í Rúmeníu • ársraforkunotkun 11 milljón heimila í Evrópu • eins árs framleiðsla hjá 10 raforkuvirkjunum sem hafa 500 MW framleiðslugetu hver (Kárahnjúkavirkjun er 690 MW). Reglugerðin mun hafa þau áhrif að losun koltvísýrings minnkar um allt að 15 milljónir tonna á ári og hún mun skila um 5­10 milljarða evra innspýtingu í evrópska hagkerfið. Áætlað er að áhrif reglugerðarinnar hafi náð fullri virkni árið 2020. Tekur gildi í áföngum Orkufrek ljós, þ.e. glóperur og venjulegar halógenperur, hverfa smám saman af Evrópumarkaði á tímabilinu september 2009 til september 2012. Áfangar um bann við glóperum verða eftirfarandi: • September 2009, allar mattar glóperur og 100 W glærar gló­ perur bannaðar. • September 2010, glærar 75 W glóperur bannaðar. • September 2011, glærar 60 W glóperur bannaðar. • September 2012, glærar 25­40 W glóperur bannaðar. Halógenperur verða flokkaðar frá A til G, með tilliti til orkunýtingar. Flokkar G, F og E verða síðan bannaðir í áföngum árin 2010­2012. Í september 2016 verða allir orkuflokkar bannaðir nema A og B (C í sérstökum tilvikum). Hvað með Ísland? Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu hefur ekki verið ákveðið hvort bann við glóperum verði tekið upp hér á landi. Reglugerðin er til skoðunar í vinnuhópi um orkumál hjá EFTA og í kjölfarið verður ákveðið hvort reglurnar verða innleiddar og hvort óskað verði eftir einhverjum undanþágum fyrir Ísland. Í svari ráðuneytisins kemur fram að það yrði þá gert á grundvelli þess að hér sé orka græn og hrein og mengi ekki í líkingu við það sem gerist víðast hvar annars staðar þar sem raforkuframleiðsla mengar og raforkunotkun er sett í beint samband við losun koltvísýrings. Ekki bara í Evrópu Að mati iðnaðarráðuneytisins verður að teljast líklegt að glóperur hverfi af markaði því þegar sett hefur verið bann við notkun þeirra á ráðandi mörkuðum er vandséð að framleiðendur haldi áfram framleiðslunni. Eflaust verður því sjálfhætt með glóperur hér á landi. Glóperur verða nefnilega ekki einungis bannaðar í Evrópusambandinu heldur líka í Ástralíu og Bandaríkjunum. Hvað kemur í staðinn? Á heimasíðu Neytendasamtakanna er að finna ítarefni um hvaða valkostir eru í boði í stað glóperunnar. Sjá einnig www.e­lumen.eu. Reglugerð um bann við glóperum tekur gildi á í áföngum innan ESB (2009­2016). Tilskipun um visthönnun vöru (EcoDesign2005/32/EC) hefur verið innleidd í samning um EES og reglur um bann við glóperum er hluti af þeirri tilskipun. Þessi tilskipun varð að lögum á Íslandi í apríl 2009. Megintilgangur hennar er að stuðla að minni orkunotkun og minnka losun kolefnis út í andrúmsloftið. Nákvæm vísindarannsókn fór fram við undirbúning bannsins þar sem allar hliðar voru skoðaðar með aðkomu hagsmunaaðila, s.s. neytenda, iðnaðarins og frá umhverfissviði. Hægt er að nálgast rannsóknina á slóðinni: www. eup4light.net. Glóperur bannaðar - sparperur taka yfir markaðinn  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.