Neytendablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 22
Kartöflur eru herramannsmatur og fátt er betra en nýjar kartöflur
með smjöri og salti. Verðið á kartöflum er auk þess nokkuð hagstætt
og því kæmi ekki á óvart þótt kartöfluneysla ykist. Eins og með
allan mat er þó mikilvægt að ekki verði afföll en margir kannast
eflaust við að kartölfur geta fljótt orðið grænar og sjúskaðar ef þær
eru ekki geymdar við réttar aðstæður. En hvað eru réttar aðstæður?
Neytendablaðið spurði Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunaut
Bændasamtakanna, ráða.
Hvernig er best að geyma kartöflurnar þegar heim er
komið?
„Það er best að geyma þær í kæli en þó er ekki æskilegt að hitastigið
fari undir 4 gráður. Grænmetisskúffan í ísskáp hentar t.d. vel. Þá er
mikilvægt að kartöflur séu geymdar í myrkri því annars geta þær
orðið grænar.“
Á að taka kartöflur úr pokanum?
„Í of mörgum verslunum eru kartöflur geymdar við tiltölulega hátt
hitastig. Þegar við setjum þær í ísskáp myndast því raki utan á
þeim. Það er því gott ráð að taka kartöflurnar úr pokanum og setja
þær beint í grænmetishólfið eða geyma þær í ísskápnum í opnu
íláti.“
Væri ekki til bóta ef verslanir geymdu kartöflurnar í
myrkri og við lægra hitastig?
„Jú best væri að kartöflurnar væru geymdar í sem minnstri lýsingu
og við 4 – 5°C. Það mætti t.d. geyma þær í dimmum kössum sem
viðskiptavinir taka kartöflurnar úr eða í dökkum umbúðum. Því
heitara sem er á þeim því fyrr grænka þær.“
Er ráðlegt að borða kartöflur sem eru orðnar grænar?
„Ráðlagt er að flysja kartöflur sem eru komnar með ljósgræna slikju
en grænum kartöflum á að henda.“
Hvernig geymast kartöflurnar best?
Sigríður Bergvinsdóttir segir alveg tilvalið að nota kartöflur í gerbakstur. Fjölmargar
girnilega uppskriftir má finna í kartöflubæklingi sem gerður var í fyrra í tilefni af
ári kartöflunnar. Bæklinginn má nálgast á síðu garðyrkjubænda; www.gardyrkja.is
Kartöflum er gjarnan pakkað í gulleita plastpoka og því getur
verið erfitt að sjá hvernig þær líta út. Guli liturinn í pokunum
hefur þó tilgang því hann veldur því að kartöflurnar verða
síður grænar.
Samkvæmt lögum sem tóku gildi í byrjun september er nú skylt
að merkja upprunaland grænmetis og matjurta. Neytendur eiga
rétt á að vita hvaðan grænmetið kemur. Ef einhver misbrestur er
á þessu eiga neytendur hiklaust að kvarta við verslunarstjóra og
Neytendasamtökin taka gjarnan við ábendingum.
Í síðasta tölublaði var sagt frá tilraunum þýska umhverfisráðherrans
til að stoppa ræktun á erfðabreyttu maístegundinni MON810.
Ráðherrann taldi sér stætt á að banna ræktunina á þeim
forsendum að hún gæti verið skaðleg dýrum og mönnum. Öryggis
matvælastofnun Evrópu (EFSA) gaf í sumar út þá yfirlýsingu að
maístegundin MON810 væri jafn örugg og hefðbundinn maís og
ekki sé líklegt að hún hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks, dýra eða á
umhverfið. Monsanto fagnar ákvörðuninni en Evrópuráðið á enn
eftir að taka ákvörðun um það hvort leyfi fyrir MON810 verði
endurnýjað.
Merkja skal upprunaland
grænmetis
MON810 talinn öruggur
NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009